Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 14:21 Byggingarverkamenn að störfum í Sjanghæ í Kína. Vísir/EPA Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. Síðast dróst ársfjórðungslosun í Kína saman á milli ára á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum. Á fyrri helmingi þessa árs jókst hún um níu prósent samkvæmt greiningu Orku- og loftgæðarannsóknastofnunarinnar (CREA) í Helsinki í Finnlandi. Framboð á kolum hefur verið afar takmarkað í Kína undanfarið og sögulega hátt verð hefur leitt til rafmagnsleysis í mörgum héruðum á þriðja ársfjórðungi. Það hefur komið niður á bæði iðnaði og almennum borgurum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framleiðsla á stáli og sement dróst saman um sextán og ellefu prósent, hvor um sig, frá öðrum ársfjórðungi. Kínversk stjórnvöld hægðu á byggingariðnaði í landinu til þess að verjast mögulegu falli fasteignarisans Evergrande. Markmið kommúnistastjórnarinnar er að losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum nái hámarki í kringum árið 2030 og dragist síðan saman. Lauri Myllyvirta, aðalgreinandi CREA, segir samdráttinn á síðasta ársfjórðungi mögulega benda til þess að losun í Kína hafi þegar náð hámarki sínu, vel á undan áætlun. Dæli Kínverjar aftur fé í byggingariðnaðinn til þess að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu gæti losun þó aukist aftur. Kína er mesti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir en sögulega hafa Bandaríkin losað mest magn út í andrúmsloftið. Kína Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. 8. nóvember 2021 14:12 Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. 1. nóvember 2021 11:04 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Síðast dróst ársfjórðungslosun í Kína saman á milli ára á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum. Á fyrri helmingi þessa árs jókst hún um níu prósent samkvæmt greiningu Orku- og loftgæðarannsóknastofnunarinnar (CREA) í Helsinki í Finnlandi. Framboð á kolum hefur verið afar takmarkað í Kína undanfarið og sögulega hátt verð hefur leitt til rafmagnsleysis í mörgum héruðum á þriðja ársfjórðungi. Það hefur komið niður á bæði iðnaði og almennum borgurum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framleiðsla á stáli og sement dróst saman um sextán og ellefu prósent, hvor um sig, frá öðrum ársfjórðungi. Kínversk stjórnvöld hægðu á byggingariðnaði í landinu til þess að verjast mögulegu falli fasteignarisans Evergrande. Markmið kommúnistastjórnarinnar er að losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum nái hámarki í kringum árið 2030 og dragist síðan saman. Lauri Myllyvirta, aðalgreinandi CREA, segir samdráttinn á síðasta ársfjórðungi mögulega benda til þess að losun í Kína hafi þegar náð hámarki sínu, vel á undan áætlun. Dæli Kínverjar aftur fé í byggingariðnaðinn til þess að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu gæti losun þó aukist aftur. Kína er mesti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir en sögulega hafa Bandaríkin losað mest magn út í andrúmsloftið.
Kína Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. 8. nóvember 2021 14:12 Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. 1. nóvember 2021 11:04 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. 8. nóvember 2021 14:12
Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. 1. nóvember 2021 11:04