Ætla að banna helstu mannréttindasamtök Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 14:55 Fangaklefi í rússnesku gúlagi. Alþjóðlega minningarfélagið var stofnað á lokaárum Sovétríkjanna og rannsakaði síðar örlög fólks sem var kúgað í tíð þeirra. Vísir/Getty Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að hæstiréttur leysti upp ein helstu mannréttindasamtök landsins. Þau afhjúpuðu meðal annars voðaverk hersins í Téténíustríðunum og rannsaka kúgun andófsfólks í Sovétríkjunum. Stjórnvöld í Kreml hafa skilgreint Alþjóðlega minningarfélagið, sem rannsakar og minnist andófsfólks sem var myrt og fangelsað í Sovétríkjunum, og Mannréttindaminningarmiðstöðina, sem rannsakar mannréttindabrot í samtínum, sem erlenda útsendara. Þeim ber því skylda til að setja fyrirvara við allt efni sem þau birta opinberlega og þurfa að sæta ströngum reglum um fjármál sín. Nú saka saksóknarar mannréttindasamtökin um að dylja vísvitandi og kerfisbundið stöðu sína sem útsendarar erlendra ríkja að mati stjórnvalda með því að slá ekki alla þá varnagla sem þeim bar. Því beri að leysa félagið upp þrátt fyrir að forsvarsmenn þess fullyrði að þeir hafi lagt sig í lima við að fylgja öllum reglum og kvöðum. Vladímír Pútín forseti hefur hert tök sín í Rússlandi og gengið sífellt harðar gegn stjórnarandstæðingum og andófsfólki. Alræðishneigð hans minnir marga á ógnarstjórn Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það kom það erlendum mannréttindasamtökum á óvart að stjórn hans skyldi reiða til höggs gegn Alþjóðlega minningarfélaginu. Þau voru fyrst skilgreind sem útsendarar útlendinga árið 2014 og systursamtök þeirra tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þau sætt ítrekuðum rassíum lögreglu og sektum fyrir meint brot á lögunum. Tanya Lokshina, talskona Mannréttindavaktarinnar, segir tilburði rússneskra stjórnvalda til að banna starfsemina „svívirðilega árás á slagæð borgaralegs samfélags í Rússlandi“. Evrópskir erindrekar hafa lýst yfir áhyggjum, að sögn Washington Post. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði rússnesk stjórnvöld um að misnota lög um erlenda útsendara til þess að áreita, brennimerkja og þagga niður í félagasamtökum í landinu. Málið gegn samtökunum verður næst tekið fyrir um miðjan desember. Rússland Mannréttindi Sovétríkin Tengdar fréttir Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml hafa skilgreint Alþjóðlega minningarfélagið, sem rannsakar og minnist andófsfólks sem var myrt og fangelsað í Sovétríkjunum, og Mannréttindaminningarmiðstöðina, sem rannsakar mannréttindabrot í samtínum, sem erlenda útsendara. Þeim ber því skylda til að setja fyrirvara við allt efni sem þau birta opinberlega og þurfa að sæta ströngum reglum um fjármál sín. Nú saka saksóknarar mannréttindasamtökin um að dylja vísvitandi og kerfisbundið stöðu sína sem útsendarar erlendra ríkja að mati stjórnvalda með því að slá ekki alla þá varnagla sem þeim bar. Því beri að leysa félagið upp þrátt fyrir að forsvarsmenn þess fullyrði að þeir hafi lagt sig í lima við að fylgja öllum reglum og kvöðum. Vladímír Pútín forseti hefur hert tök sín í Rússlandi og gengið sífellt harðar gegn stjórnarandstæðingum og andófsfólki. Alræðishneigð hans minnir marga á ógnarstjórn Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það kom það erlendum mannréttindasamtökum á óvart að stjórn hans skyldi reiða til höggs gegn Alþjóðlega minningarfélaginu. Þau voru fyrst skilgreind sem útsendarar útlendinga árið 2014 og systursamtök þeirra tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þau sætt ítrekuðum rassíum lögreglu og sektum fyrir meint brot á lögunum. Tanya Lokshina, talskona Mannréttindavaktarinnar, segir tilburði rússneskra stjórnvalda til að banna starfsemina „svívirðilega árás á slagæð borgaralegs samfélags í Rússlandi“. Evrópskir erindrekar hafa lýst yfir áhyggjum, að sögn Washington Post. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði rússnesk stjórnvöld um að misnota lög um erlenda útsendara til þess að áreita, brennimerkja og þagga niður í félagasamtökum í landinu. Málið gegn samtökunum verður næst tekið fyrir um miðjan desember.
Rússland Mannréttindi Sovétríkin Tengdar fréttir Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29. júní 2021 11:34