Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2021 08:40 Mótmælendur ganga um götu Kínahverfisins í Honiara, höfuðborg Salómonseyja í dag. Óeirðir, íkveikjur og gripdeildir hafa átt sér stað í mótmælum undanfarinna daga. AP/Piringi Charley Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. Mótmælendur hafa gerst sekir um íkveikju, óeirðir og gripdeildir og hafa öryggissveitir meðal annars beitt táragasi á þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan lýsti yfir útgöngubanni sem hefst klukkan 19:00 að staðartíma og stendur yfir nótt. Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja, sakar ónefnd erlend ríki um að kynda undir óeirðunum. Hann bað áströlsk stjórnvöld um aðstoð við að ná tökum á ástandinu. Þorri mótmælendanna er sagður koma frá Malaita-héraði þar sem flestir eyjaskeggjar búa. Þeir telja sig vanrækta af ríkisstjórninni sem situr í Guadalcanal-héraði. Þá eru þeir enn ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta stjórnmálasambandi við Taívan og taka upp nánara samband við Kína árið 2019. „Þetta eru sömu löndin sem hafa núna áhrif á Malaita og þau sem vilja ekki samband við Alþýðulýðveldið Kína,“ sagði Sogavare ástralska ríkisútvarpinu. Ástralir sendu hundrað lögreglumenn til Salómonseyja og nágrannaríki Papúa Nýja-Gínea 35 til viðbótar í dag. Ástralskir lögreglumenn voru við friðargæslustörf á Salómonseyjum í áratug frá 2003. Salómonseyjar Ástralía Kína Taívan Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Mótmælendur hafa gerst sekir um íkveikju, óeirðir og gripdeildir og hafa öryggissveitir meðal annars beitt táragasi á þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan lýsti yfir útgöngubanni sem hefst klukkan 19:00 að staðartíma og stendur yfir nótt. Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja, sakar ónefnd erlend ríki um að kynda undir óeirðunum. Hann bað áströlsk stjórnvöld um aðstoð við að ná tökum á ástandinu. Þorri mótmælendanna er sagður koma frá Malaita-héraði þar sem flestir eyjaskeggjar búa. Þeir telja sig vanrækta af ríkisstjórninni sem situr í Guadalcanal-héraði. Þá eru þeir enn ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta stjórnmálasambandi við Taívan og taka upp nánara samband við Kína árið 2019. „Þetta eru sömu löndin sem hafa núna áhrif á Malaita og þau sem vilja ekki samband við Alþýðulýðveldið Kína,“ sagði Sogavare ástralska ríkisútvarpinu. Ástralir sendu hundrað lögreglumenn til Salómonseyja og nágrannaríki Papúa Nýja-Gínea 35 til viðbótar í dag. Ástralskir lögreglumenn voru við friðargæslustörf á Salómonseyjum í áratug frá 2003.
Salómonseyjar Ástralía Kína Taívan Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira