Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2021 08:40 Mótmælendur ganga um götu Kínahverfisins í Honiara, höfuðborg Salómonseyja í dag. Óeirðir, íkveikjur og gripdeildir hafa átt sér stað í mótmælum undanfarinna daga. AP/Piringi Charley Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. Mótmælendur hafa gerst sekir um íkveikju, óeirðir og gripdeildir og hafa öryggissveitir meðal annars beitt táragasi á þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan lýsti yfir útgöngubanni sem hefst klukkan 19:00 að staðartíma og stendur yfir nótt. Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja, sakar ónefnd erlend ríki um að kynda undir óeirðunum. Hann bað áströlsk stjórnvöld um aðstoð við að ná tökum á ástandinu. Þorri mótmælendanna er sagður koma frá Malaita-héraði þar sem flestir eyjaskeggjar búa. Þeir telja sig vanrækta af ríkisstjórninni sem situr í Guadalcanal-héraði. Þá eru þeir enn ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta stjórnmálasambandi við Taívan og taka upp nánara samband við Kína árið 2019. „Þetta eru sömu löndin sem hafa núna áhrif á Malaita og þau sem vilja ekki samband við Alþýðulýðveldið Kína,“ sagði Sogavare ástralska ríkisútvarpinu. Ástralir sendu hundrað lögreglumenn til Salómonseyja og nágrannaríki Papúa Nýja-Gínea 35 til viðbótar í dag. Ástralskir lögreglumenn voru við friðargæslustörf á Salómonseyjum í áratug frá 2003. Salómonseyjar Ástralía Kína Taívan Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira
Mótmælendur hafa gerst sekir um íkveikju, óeirðir og gripdeildir og hafa öryggissveitir meðal annars beitt táragasi á þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögreglan lýsti yfir útgöngubanni sem hefst klukkan 19:00 að staðartíma og stendur yfir nótt. Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja, sakar ónefnd erlend ríki um að kynda undir óeirðunum. Hann bað áströlsk stjórnvöld um aðstoð við að ná tökum á ástandinu. Þorri mótmælendanna er sagður koma frá Malaita-héraði þar sem flestir eyjaskeggjar búa. Þeir telja sig vanrækta af ríkisstjórninni sem situr í Guadalcanal-héraði. Þá eru þeir enn ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta stjórnmálasambandi við Taívan og taka upp nánara samband við Kína árið 2019. „Þetta eru sömu löndin sem hafa núna áhrif á Malaita og þau sem vilja ekki samband við Alþýðulýðveldið Kína,“ sagði Sogavare ástralska ríkisútvarpinu. Ástralir sendu hundrað lögreglumenn til Salómonseyja og nágrannaríki Papúa Nýja-Gínea 35 til viðbótar í dag. Ástralskir lögreglumenn voru við friðargæslustörf á Salómonseyjum í áratug frá 2003.
Salómonseyjar Ástralía Kína Taívan Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira