Erdogan heldur striki þrátt fyrir efnahagsvandræði Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 12:55 Tyrkir kaupa í matinn í Istanbul. EPA/ERDEM SAHIN Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogans, forseta Tyrklands, ætlar að halda áfram að lækka stýrivexti. Það er þrátt fyrir að líran, gjaldmiðill Tyrklands, hafi tapað stórum hluta verðmætis síns að undanförnu og verðbólga hefur hækkað mjög. Það sem af er þessu ári hefur virði lírunnar rýrnað um allt að 45 prósent, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá nálgast verðbólga tuttugu prósent. Fréttaveitan segir stjórnarandstæðinga kalla eftir kosningum, sem að óbreyttu eiga að fara fram árið 2023, og gagnrýna Erdogan fyrir að valda efnahagskrísu. Þá segja hagfræðingar að stefna ríkisstjórnarinnar sé gáleysisleg. Í frétt Financial Times segir að framfærslukostnaður Tyrkja hafi hækkað verulega og hirðuleysi ráðamanna hafi leitt til mikillar reiði. Tyrkir flytja inn mikið af matvælum og lækkandi verðmæti lírunnar hefur leitt til þess að matur kostar meira. Einn þingmaður úr flokki Erdogans ráðlagði fólki til að mynda að takast á við efnahagsvandræðin með því að einfaldlega borða minna. „Segjum sem dæmi að við eðlilegar kringumstæður borðum við eitt eða tvö kíló af kjöti í mánuði. Borðum hálft kíló,“ sagði Zulfu Demirbag, þingmaður á þriðjudaginn. Þann dag féll líran um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadal. „Ef við kaupum tvö kíló af tómötum, kaupum bara tvo tómata.“ Erdogan hefur gefið í skyn að hafa tekið markvissa ákvörðun um að draga úr virði lírunnar, því það opni á meiri fjárfestingar og framleiðslu. Sérfræðingur sem FT ræddi við segir að ef komi til mótmæla í Tyrklandi vegna ástandsins sé Erdogan, sem hefur ítrekað verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum árum, líklegur til að bregðast við af hörku. Tyrkland Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Það sem af er þessu ári hefur virði lírunnar rýrnað um allt að 45 prósent, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Þá nálgast verðbólga tuttugu prósent. Fréttaveitan segir stjórnarandstæðinga kalla eftir kosningum, sem að óbreyttu eiga að fara fram árið 2023, og gagnrýna Erdogan fyrir að valda efnahagskrísu. Þá segja hagfræðingar að stefna ríkisstjórnarinnar sé gáleysisleg. Í frétt Financial Times segir að framfærslukostnaður Tyrkja hafi hækkað verulega og hirðuleysi ráðamanna hafi leitt til mikillar reiði. Tyrkir flytja inn mikið af matvælum og lækkandi verðmæti lírunnar hefur leitt til þess að matur kostar meira. Einn þingmaður úr flokki Erdogans ráðlagði fólki til að mynda að takast á við efnahagsvandræðin með því að einfaldlega borða minna. „Segjum sem dæmi að við eðlilegar kringumstæður borðum við eitt eða tvö kíló af kjöti í mánuði. Borðum hálft kíló,“ sagði Zulfu Demirbag, þingmaður á þriðjudaginn. Þann dag féll líran um fimmtán prósent gagnvart Bandaríkjadal. „Ef við kaupum tvö kíló af tómötum, kaupum bara tvo tómata.“ Erdogan hefur gefið í skyn að hafa tekið markvissa ákvörðun um að draga úr virði lírunnar, því það opni á meiri fjárfestingar og framleiðslu. Sérfræðingur sem FT ræddi við segir að ef komi til mótmæla í Tyrklandi vegna ástandsins sé Erdogan, sem hefur ítrekað verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum árum, líklegur til að bregðast við af hörku.
Tyrkland Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira