Líklegt að Framsókn fái viðbótarráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2021 19:27 Ríkisstjórnarsáttmáli verður kynntur á sunnudag. Stöð 2/Einar Æðstu stofnanir stjórnarflokkanna á milli landsfunda koma saman á morgun þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur og borin upp til atkvæða. Ráðherrum verður líklega fjölgað um einn og stofnað verður nýtt innviðaráðuneyti. Í stjórnarmyndunarviðræðum fyrri ára hafa leiðtogar stjórnmálaflokkanna oft reynt að fela sig fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur það ekki verið í þetta skiptið. Viðræður þremenninganna hafa að mestu átt sér stað í Ráðherrabústaðnum og í dag gengu oddvitar stjórnarflokkanna þaðan út með nýjan stjórnarsáttmála í farteskinu. „Já, við vorum að leggja lokahönd á textann þannig að núna er verið ganga frá honum og lesa hann yfir og fleira sem þarf að gera. Við erum búin að boða okkar fólk, flokksráð, miðstjórnir og hvað þetta heitir; okkar flokksstofnanir til fundar seinnipartinn á morgun,“ segir Katrín. Þegar fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur var kynnt hinn 30. nóvember 2017 var það skipað fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum sem einnig fengu forseta Alþingis í sinn hlut. Þá voru Sjálfstæðismenn með 16 þingmenn, Framsókn 8 og Vinstri græn 11. Eftir síðustu kosningar í september er Sjálfstæðisflokkurinn með 17 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 13 og Vinstri græn 8. Sigurður Ingi hlakkar til að kynna nýja stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á að sameina ýmis verkefni í nýju innviðaráðuneyti. Er þetta alveg eins og þú vildir hafa það þegar lagt var af stað? „Það eru þrír í þessu sambandi og öll þurfum við að taka tillit til hvers annars. En heilt yfir finnst mér þetta spennandi og það verður gaman að kynna þetta um helgina,“ segir Sigurður Ingi. Meira fékkst ekki uppgefið um innihald stjórnarsáttmálans. Til að mynda um hvort Sjálfstæðisflokkurinn fái heilbrigðisráðuneytið en formaður Sjálfstæðisflokksins var rétt farinn úr Ráðherrabústaðnum þegar okkur bar að. Það hefur verið talað um fjölgun ráðherra, fjölgar þeim um einn eða tvo? „Það skýrist. En við höfum talað alveg skýrt um að það komi vel til greina,“ segir Sigurður Ingi. Líklega fær Framsóknarflokkurinn einn ráðherra til viðbótar og þá verður að teljast líklegast að embætti forseta Alþingis haldist hjá Vinstri grænum. Þetta kemur allt í ljós eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna á sunnudag þegar stjórnarsáttmálinn verður kynntur opinberlega. „Þessi stjórnarsáttmáli ber þess auðvitað merki að við erum búin að vinna saman í fjögur ár. Það eru ýmsir lærdómar sem hafa verið dregnir af því samstarfi. Annars er best að segja sem minnst þangað til þetta hefur farið í gegnum okkar flokksstofnanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Í stjórnarmyndunarviðræðum fyrri ára hafa leiðtogar stjórnmálaflokkanna oft reynt að fela sig fyrir fjölmiðlum. Þannig hefur það ekki verið í þetta skiptið. Viðræður þremenninganna hafa að mestu átt sér stað í Ráðherrabústaðnum og í dag gengu oddvitar stjórnarflokkanna þaðan út með nýjan stjórnarsáttmála í farteskinu. „Já, við vorum að leggja lokahönd á textann þannig að núna er verið ganga frá honum og lesa hann yfir og fleira sem þarf að gera. Við erum búin að boða okkar fólk, flokksráð, miðstjórnir og hvað þetta heitir; okkar flokksstofnanir til fundar seinnipartinn á morgun,“ segir Katrín. Þegar fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur var kynnt hinn 30. nóvember 2017 var það skipað fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum sem einnig fengu forseta Alþingis í sinn hlut. Þá voru Sjálfstæðismenn með 16 þingmenn, Framsókn 8 og Vinstri græn 11. Eftir síðustu kosningar í september er Sjálfstæðisflokkurinn með 17 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 13 og Vinstri græn 8. Sigurður Ingi hlakkar til að kynna nýja stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á að sameina ýmis verkefni í nýju innviðaráðuneyti. Er þetta alveg eins og þú vildir hafa það þegar lagt var af stað? „Það eru þrír í þessu sambandi og öll þurfum við að taka tillit til hvers annars. En heilt yfir finnst mér þetta spennandi og það verður gaman að kynna þetta um helgina,“ segir Sigurður Ingi. Meira fékkst ekki uppgefið um innihald stjórnarsáttmálans. Til að mynda um hvort Sjálfstæðisflokkurinn fái heilbrigðisráðuneytið en formaður Sjálfstæðisflokksins var rétt farinn úr Ráðherrabústaðnum þegar okkur bar að. Það hefur verið talað um fjölgun ráðherra, fjölgar þeim um einn eða tvo? „Það skýrist. En við höfum talað alveg skýrt um að það komi vel til greina,“ segir Sigurður Ingi. Líklega fær Framsóknarflokkurinn einn ráðherra til viðbótar og þá verður að teljast líklegast að embætti forseta Alþingis haldist hjá Vinstri grænum. Þetta kemur allt í ljós eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna á sunnudag þegar stjórnarsáttmálinn verður kynntur opinberlega. „Þessi stjórnarsáttmáli ber þess auðvitað merki að við erum búin að vinna saman í fjögur ár. Það eru ýmsir lærdómar sem hafa verið dregnir af því samstarfi. Annars er best að segja sem minnst þangað til þetta hefur farið í gegnum okkar flokksstofnanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent