Hollvinir samfélagsins Drífa Snædal skrifar 26. nóvember 2021 19:31 Endurnýjuð ríkisstjórn verður væntanlega kynnt til sögunnar á allra næstu dögum. Þessi ríkisstjórn þarf að taka á efnahagslegum afleiðingum kóvid-faraldursins og stendur því frammi fyrir klassískum spurningum stjórnmálanna. Á að verja innviði samfélagsins og beita jöfnunartækjum til að draga úr ójöfnuði í kjölfar kreppu? Eða á að nýta tækifærið með vísan til skulda ríkissjóðs, afhenda fjármálaöflum sameiginlegar eigur og auka þannig ójöfnuð til að fáir útvaldir geti makað krókinn. Fjármagnseigendur eru með fullar hendur fjár og um allan heim bíða þeir eftir að komast yfir samfélagslegar eigur því þar er helsta gróðavonin um þessar mundir. Að reka hluta af grunninnviðum fyrir ríkið „tryggir greiðsluflæði“ eins og það heitir á fjármálatungumáli. Á venjulegu máli heitir það að vera með hendurnar í vasa skattgreiðenda, eða vera hreinlega á ríkisspenanum. Innviðirnir verða að vera til staðar, þeir mega ekki klikka og því er ljóst að ríkið hleypur undir bagga ef í harðbakkann slær. Þetta er módel sem getur ekki klikkað fyrir fjármagnseigendur og hefur um áratugaskeið verið kynnt fyrir almenningi sem hagkvæmni í rekstri. Ríkið hefur minnkað skuldir sínar með því að fá einkaaðila til verka og bindast þeim svo notenda- eða leigusamningsböndum um ókomna tíð, sem alla jafna eru dýrari fyrir skattgreiðendur. Hagkvæmnin er því aðeins til á pappír og í vösum fjármagnseigenda. Þetta er ekki samsæriskenning heldur raunveruleg staða. Fjárfestingasjóðir undirbúa nú innviðasókn í trausti þess að ríkisstjórnin vinni með þeim. Slíkt er ekki almenningi í hag, að selja eða gefa frá sér sameiginlegar eigur og greiða svo fyrir þær leigu eða þjónustugjöld í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er skaðleg hugmyndafræði sem meira að segja íhaldssömustu alþjóðastofnanir vara við í kjölfar niðursveiflunnar og ýmis lönd reyna að vinda ofan af slíkum afdrifaríkum mistökum fortíðar. Það verður áhugavert að vita hvaða öfl innan stjórnmálanna munu leggjast á sveif með almenningi í þessu máli og hvaða öfl ætla að leyfa fjármagnsöflunum að vaða uppi. ASÍ mun fylgjast náið með þróuninni, en almenningur verður líka að eiga sína hagsmunaverði í hópi stjórnmálamanna. Saman eiga slíkir stjórnmálamenn, verkalýðshreyfingin og félagasamtök að mynda öflugt þrýstiafl sem stendur vörð um velferð, eignir og þjónustu sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og eigum sem samfélag að njóta góðs af. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Endurnýjuð ríkisstjórn verður væntanlega kynnt til sögunnar á allra næstu dögum. Þessi ríkisstjórn þarf að taka á efnahagslegum afleiðingum kóvid-faraldursins og stendur því frammi fyrir klassískum spurningum stjórnmálanna. Á að verja innviði samfélagsins og beita jöfnunartækjum til að draga úr ójöfnuði í kjölfar kreppu? Eða á að nýta tækifærið með vísan til skulda ríkissjóðs, afhenda fjármálaöflum sameiginlegar eigur og auka þannig ójöfnuð til að fáir útvaldir geti makað krókinn. Fjármagnseigendur eru með fullar hendur fjár og um allan heim bíða þeir eftir að komast yfir samfélagslegar eigur því þar er helsta gróðavonin um þessar mundir. Að reka hluta af grunninnviðum fyrir ríkið „tryggir greiðsluflæði“ eins og það heitir á fjármálatungumáli. Á venjulegu máli heitir það að vera með hendurnar í vasa skattgreiðenda, eða vera hreinlega á ríkisspenanum. Innviðirnir verða að vera til staðar, þeir mega ekki klikka og því er ljóst að ríkið hleypur undir bagga ef í harðbakkann slær. Þetta er módel sem getur ekki klikkað fyrir fjármagnseigendur og hefur um áratugaskeið verið kynnt fyrir almenningi sem hagkvæmni í rekstri. Ríkið hefur minnkað skuldir sínar með því að fá einkaaðila til verka og bindast þeim svo notenda- eða leigusamningsböndum um ókomna tíð, sem alla jafna eru dýrari fyrir skattgreiðendur. Hagkvæmnin er því aðeins til á pappír og í vösum fjármagnseigenda. Þetta er ekki samsæriskenning heldur raunveruleg staða. Fjárfestingasjóðir undirbúa nú innviðasókn í trausti þess að ríkisstjórnin vinni með þeim. Slíkt er ekki almenningi í hag, að selja eða gefa frá sér sameiginlegar eigur og greiða svo fyrir þær leigu eða þjónustugjöld í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er skaðleg hugmyndafræði sem meira að segja íhaldssömustu alþjóðastofnanir vara við í kjölfar niðursveiflunnar og ýmis lönd reyna að vinda ofan af slíkum afdrifaríkum mistökum fortíðar. Það verður áhugavert að vita hvaða öfl innan stjórnmálanna munu leggjast á sveif með almenningi í þessu máli og hvaða öfl ætla að leyfa fjármagnsöflunum að vaða uppi. ASÍ mun fylgjast náið með þróuninni, en almenningur verður líka að eiga sína hagsmunaverði í hópi stjórnmálamanna. Saman eiga slíkir stjórnmálamenn, verkalýðshreyfingin og félagasamtök að mynda öflugt þrýstiafl sem stendur vörð um velferð, eignir og þjónustu sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og eigum sem samfélag að njóta góðs af. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar