Allt sem þú vissir ekki um sóknargjöld Siggeir F. Ævarsson skrifar 27. nóvember 2021 08:00 Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Siðmenntar fæ ég mjög reglulega sömu spurningarnar aftur og aftur um sóknargjöld og eðli þeirra. Þá rekst ég einnig ítrekað á sömu mýturnar um þau í umræðunni. Nú þegar 1. desember er handan við hornið, uppgjörsdagur sóknargjalda, datt mér í hug að reyna að tækla þessar spurningar og mýtur allar í eitt skipti fyrir öll. Staðreyndir málsins eru ekkert sérstaklega flóknar en eiga það til að skolast töluvert til. Hér á eftir fylgja nokkrir punktar til að kjarna málið í sem allra stystu máli: Sóknargjöld eru ekki félagsgjöld. Sóknargjöld eru einfaldlega framlög úr ríkissjóði, sem allir skattgreiðendur greiða, óháð trúfélagsaðild og óháð tekjum. Háskólinn fær ekki sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga. Því fyrirkomulagi var breytt árið 2009. Þetta er sennilega lífsseigasta mýtan í þessari umræðu. Sóknargjöld eru ekki innheimt sérstaklega. Það er enginn reitur á álagningarseðlinum þínum sem heitir „sóknargjöld“, líkt og t.a.m. „Útvarpsgjald“ eða „Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra“. Fyrir þá sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga reiknast einfaldlega engin sóknargjöld. Þó þú standir utan trúfélaga greiðir þú samt jafn mikið í skatt og áður og greiðir í raun fyrir sóknargjöldin í gegnum skattkerfið. Félögin sem fá sóknargjöld í sinn hlut ráða engu um upphæð þeirra. Hún er alfarið ákveðin af Alþingi. Sóknargjöld greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Ríkið greiðir þau sérstaklega en þjóðkirkjan fær tæpa 4 milljarða í framlög frá ríkinu, óháð sóknargjöldum, í krafti kirkjujarðasamkomulagsins svokallaða. Hver og einn einstaklingur ræður hvert ríkið greiðir fyrir hann sóknargjöld. Hægt er að breyta því vali hvenær sem er á vefsíðu Þjóðskrár. Hér áður fyrr voru allir skráðir sjálfkrafa í sama trúfélag og mæður þeirra. Stór hluti þjóðarinnar er því skráður í trú- eða lífsskoðunarfélag án þess að hafa nokkurn tímann verið spurður hvort þau hafi einhvern áhuga á að tilheyra þessum félögum. Sóknargjaldakerfið eins og það er í dag er augljóslega tímaskekkja og arfur frá þeirri tíð þegar allir tilheyrðu þjóðkirkjunni en innheimta sóknargjalda var sóknunum erfið. Trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu einfaldlega að sjá sjálf um að innheimta sín félagsgjöld sjálf og á þann hátt sem þeim hentar best. Raunveruleikinn er aftur á móti sá að þetta er kerfið og lagaumhverfið sem ríkið hefur skapað félögunum og á meðan það er við lýði hvet ég landsmenn alla til að taka meðvitaða ákvörðun um það hvert ríkið greiðir þeirra sóknargjöld. Það er hægt að athuga málið á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is, en skráningin eins og hún stendur 1. desember næstkomandi ræður því hvert þín sóknargjöld renna 2022. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Siðmenntar fæ ég mjög reglulega sömu spurningarnar aftur og aftur um sóknargjöld og eðli þeirra. Þá rekst ég einnig ítrekað á sömu mýturnar um þau í umræðunni. Nú þegar 1. desember er handan við hornið, uppgjörsdagur sóknargjalda, datt mér í hug að reyna að tækla þessar spurningar og mýtur allar í eitt skipti fyrir öll. Staðreyndir málsins eru ekkert sérstaklega flóknar en eiga það til að skolast töluvert til. Hér á eftir fylgja nokkrir punktar til að kjarna málið í sem allra stystu máli: Sóknargjöld eru ekki félagsgjöld. Sóknargjöld eru einfaldlega framlög úr ríkissjóði, sem allir skattgreiðendur greiða, óháð trúfélagsaðild og óháð tekjum. Háskólinn fær ekki sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga. Því fyrirkomulagi var breytt árið 2009. Þetta er sennilega lífsseigasta mýtan í þessari umræðu. Sóknargjöld eru ekki innheimt sérstaklega. Það er enginn reitur á álagningarseðlinum þínum sem heitir „sóknargjöld“, líkt og t.a.m. „Útvarpsgjald“ eða „Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra“. Fyrir þá sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga reiknast einfaldlega engin sóknargjöld. Þó þú standir utan trúfélaga greiðir þú samt jafn mikið í skatt og áður og greiðir í raun fyrir sóknargjöldin í gegnum skattkerfið. Félögin sem fá sóknargjöld í sinn hlut ráða engu um upphæð þeirra. Hún er alfarið ákveðin af Alþingi. Sóknargjöld greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Ríkið greiðir þau sérstaklega en þjóðkirkjan fær tæpa 4 milljarða í framlög frá ríkinu, óháð sóknargjöldum, í krafti kirkjujarðasamkomulagsins svokallaða. Hver og einn einstaklingur ræður hvert ríkið greiðir fyrir hann sóknargjöld. Hægt er að breyta því vali hvenær sem er á vefsíðu Þjóðskrár. Hér áður fyrr voru allir skráðir sjálfkrafa í sama trúfélag og mæður þeirra. Stór hluti þjóðarinnar er því skráður í trú- eða lífsskoðunarfélag án þess að hafa nokkurn tímann verið spurður hvort þau hafi einhvern áhuga á að tilheyra þessum félögum. Sóknargjaldakerfið eins og það er í dag er augljóslega tímaskekkja og arfur frá þeirri tíð þegar allir tilheyrðu þjóðkirkjunni en innheimta sóknargjalda var sóknunum erfið. Trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu einfaldlega að sjá sjálf um að innheimta sín félagsgjöld sjálf og á þann hátt sem þeim hentar best. Raunveruleikinn er aftur á móti sá að þetta er kerfið og lagaumhverfið sem ríkið hefur skapað félögunum og á meðan það er við lýði hvet ég landsmenn alla til að taka meðvitaða ákvörðun um það hvert ríkið greiðir þeirra sóknargjöld. Það er hægt að athuga málið á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is, en skráningin eins og hún stendur 1. desember næstkomandi ræður því hvert þín sóknargjöld renna 2022. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun