Allt sem þú vissir ekki um sóknargjöld Siggeir F. Ævarsson skrifar 27. nóvember 2021 08:00 Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Siðmenntar fæ ég mjög reglulega sömu spurningarnar aftur og aftur um sóknargjöld og eðli þeirra. Þá rekst ég einnig ítrekað á sömu mýturnar um þau í umræðunni. Nú þegar 1. desember er handan við hornið, uppgjörsdagur sóknargjalda, datt mér í hug að reyna að tækla þessar spurningar og mýtur allar í eitt skipti fyrir öll. Staðreyndir málsins eru ekkert sérstaklega flóknar en eiga það til að skolast töluvert til. Hér á eftir fylgja nokkrir punktar til að kjarna málið í sem allra stystu máli: Sóknargjöld eru ekki félagsgjöld. Sóknargjöld eru einfaldlega framlög úr ríkissjóði, sem allir skattgreiðendur greiða, óháð trúfélagsaðild og óháð tekjum. Háskólinn fær ekki sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga. Því fyrirkomulagi var breytt árið 2009. Þetta er sennilega lífsseigasta mýtan í þessari umræðu. Sóknargjöld eru ekki innheimt sérstaklega. Það er enginn reitur á álagningarseðlinum þínum sem heitir „sóknargjöld“, líkt og t.a.m. „Útvarpsgjald“ eða „Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra“. Fyrir þá sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga reiknast einfaldlega engin sóknargjöld. Þó þú standir utan trúfélaga greiðir þú samt jafn mikið í skatt og áður og greiðir í raun fyrir sóknargjöldin í gegnum skattkerfið. Félögin sem fá sóknargjöld í sinn hlut ráða engu um upphæð þeirra. Hún er alfarið ákveðin af Alþingi. Sóknargjöld greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Ríkið greiðir þau sérstaklega en þjóðkirkjan fær tæpa 4 milljarða í framlög frá ríkinu, óháð sóknargjöldum, í krafti kirkjujarðasamkomulagsins svokallaða. Hver og einn einstaklingur ræður hvert ríkið greiðir fyrir hann sóknargjöld. Hægt er að breyta því vali hvenær sem er á vefsíðu Þjóðskrár. Hér áður fyrr voru allir skráðir sjálfkrafa í sama trúfélag og mæður þeirra. Stór hluti þjóðarinnar er því skráður í trú- eða lífsskoðunarfélag án þess að hafa nokkurn tímann verið spurður hvort þau hafi einhvern áhuga á að tilheyra þessum félögum. Sóknargjaldakerfið eins og það er í dag er augljóslega tímaskekkja og arfur frá þeirri tíð þegar allir tilheyrðu þjóðkirkjunni en innheimta sóknargjalda var sóknunum erfið. Trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu einfaldlega að sjá sjálf um að innheimta sín félagsgjöld sjálf og á þann hátt sem þeim hentar best. Raunveruleikinn er aftur á móti sá að þetta er kerfið og lagaumhverfið sem ríkið hefur skapað félögunum og á meðan það er við lýði hvet ég landsmenn alla til að taka meðvitaða ákvörðun um það hvert ríkið greiðir þeirra sóknargjöld. Það er hægt að athuga málið á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is, en skráningin eins og hún stendur 1. desember næstkomandi ræður því hvert þín sóknargjöld renna 2022. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Siðmenntar fæ ég mjög reglulega sömu spurningarnar aftur og aftur um sóknargjöld og eðli þeirra. Þá rekst ég einnig ítrekað á sömu mýturnar um þau í umræðunni. Nú þegar 1. desember er handan við hornið, uppgjörsdagur sóknargjalda, datt mér í hug að reyna að tækla þessar spurningar og mýtur allar í eitt skipti fyrir öll. Staðreyndir málsins eru ekkert sérstaklega flóknar en eiga það til að skolast töluvert til. Hér á eftir fylgja nokkrir punktar til að kjarna málið í sem allra stystu máli: Sóknargjöld eru ekki félagsgjöld. Sóknargjöld eru einfaldlega framlög úr ríkissjóði, sem allir skattgreiðendur greiða, óháð trúfélagsaðild og óháð tekjum. Háskólinn fær ekki sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga. Því fyrirkomulagi var breytt árið 2009. Þetta er sennilega lífsseigasta mýtan í þessari umræðu. Sóknargjöld eru ekki innheimt sérstaklega. Það er enginn reitur á álagningarseðlinum þínum sem heitir „sóknargjöld“, líkt og t.a.m. „Útvarpsgjald“ eða „Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra“. Fyrir þá sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga reiknast einfaldlega engin sóknargjöld. Þó þú standir utan trúfélaga greiðir þú samt jafn mikið í skatt og áður og greiðir í raun fyrir sóknargjöldin í gegnum skattkerfið. Félögin sem fá sóknargjöld í sinn hlut ráða engu um upphæð þeirra. Hún er alfarið ákveðin af Alþingi. Sóknargjöld greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Ríkið greiðir þau sérstaklega en þjóðkirkjan fær tæpa 4 milljarða í framlög frá ríkinu, óháð sóknargjöldum, í krafti kirkjujarðasamkomulagsins svokallaða. Hver og einn einstaklingur ræður hvert ríkið greiðir fyrir hann sóknargjöld. Hægt er að breyta því vali hvenær sem er á vefsíðu Þjóðskrár. Hér áður fyrr voru allir skráðir sjálfkrafa í sama trúfélag og mæður þeirra. Stór hluti þjóðarinnar er því skráður í trú- eða lífsskoðunarfélag án þess að hafa nokkurn tímann verið spurður hvort þau hafi einhvern áhuga á að tilheyra þessum félögum. Sóknargjaldakerfið eins og það er í dag er augljóslega tímaskekkja og arfur frá þeirri tíð þegar allir tilheyrðu þjóðkirkjunni en innheimta sóknargjalda var sóknunum erfið. Trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu einfaldlega að sjá sjálf um að innheimta sín félagsgjöld sjálf og á þann hátt sem þeim hentar best. Raunveruleikinn er aftur á móti sá að þetta er kerfið og lagaumhverfið sem ríkið hefur skapað félögunum og á meðan það er við lýði hvet ég landsmenn alla til að taka meðvitaða ákvörðun um það hvert ríkið greiðir þeirra sóknargjöld. Það er hægt að athuga málið á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is, en skráningin eins og hún stendur 1. desember næstkomandi ræður því hvert þín sóknargjöld renna 2022. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar