Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2021 10:26 Um 120 þúsund eru bólusettir á degi hverjum í Suður-Afríku. Yfirvöld þar hafa sett sér það markmið að bólusetja um 300 þúsund á dag. AP/Denis Farrell Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. Rudo Mathivha, yfirmaður gjörgæslu Soweto‘s Baragwanath sjúkrahússins í Suður-Afríku, sagði á blaðamannafundi að töluverð breyting hafi orðið á þeim sjúklingum sem hafi þurft að leggja inn á gjörgæslu. Ungt fólk væri að koma á sjúkrahús með aukin einkenni. Hún sagði flesta vera óbólusetta og hinir hefðu bara fengið einn skammt. „Ég óttast það að þegar smituðum fjölgar muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við álagið,“ sagði Mathivha samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagði nauðsynlegt að fjölga gjörgæslurýmum í Suður-Afríku. Fréttaveitan segir háskólanemendur í Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku, hafa greinst smitaða af Ómíkron-afbrigðinu og að vísindamenn í Suður-Afríku áætli að um 90 prósent nýsmitaðra í landinu hafi smitast af því afbrigði. Þá gefa bráðabirgðarannsóknir til kynn að hver sem smitist af afbrigðinu sé líklegur til að smita tvo aðra. Mikið stökkbreytt afbrigði Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna. Hingað til hefur afbrigðið einnig greinst í Botsvana, Belgíu, Hong Kong og Ísrael, samkvæmt frétt BBC. Þar að auki greindist einn smitaður af Ómíkron-afbrigðinu í Þýskalandi í morgun. „Við höfum gífurlegar áhyggjur af þessum vírus,“ sagði prófessorinn Willem Hanekom, sem stýrir Heilbrigðisrannsóknarstofnun Afríku, við AP. Hann sagði Ómíkron-afbrigðið að mestu hafa greinst í Gauteng-héraði Suður-Afríku en vísendingar væru uppi um að það væri búið að dreifast um allt landið. Hanekom sagði nauðsynlegt að afla mikilla upplýsinga sem fyrst. Enn sé til að mynda ekki vitað hve alvarlegum veikindum afbrigðið valdi. Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 „Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rudo Mathivha, yfirmaður gjörgæslu Soweto‘s Baragwanath sjúkrahússins í Suður-Afríku, sagði á blaðamannafundi að töluverð breyting hafi orðið á þeim sjúklingum sem hafi þurft að leggja inn á gjörgæslu. Ungt fólk væri að koma á sjúkrahús með aukin einkenni. Hún sagði flesta vera óbólusetta og hinir hefðu bara fengið einn skammt. „Ég óttast það að þegar smituðum fjölgar muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við álagið,“ sagði Mathivha samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagði nauðsynlegt að fjölga gjörgæslurýmum í Suður-Afríku. Fréttaveitan segir háskólanemendur í Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku, hafa greinst smitaða af Ómíkron-afbrigðinu og að vísindamenn í Suður-Afríku áætli að um 90 prósent nýsmitaðra í landinu hafi smitast af því afbrigði. Þá gefa bráðabirgðarannsóknir til kynn að hver sem smitist af afbrigðinu sé líklegur til að smita tvo aðra. Mikið stökkbreytt afbrigði Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna. Hingað til hefur afbrigðið einnig greinst í Botsvana, Belgíu, Hong Kong og Ísrael, samkvæmt frétt BBC. Þar að auki greindist einn smitaður af Ómíkron-afbrigðinu í Þýskalandi í morgun. „Við höfum gífurlegar áhyggjur af þessum vírus,“ sagði prófessorinn Willem Hanekom, sem stýrir Heilbrigðisrannsóknarstofnun Afríku, við AP. Hann sagði Ómíkron-afbrigðið að mestu hafa greinst í Gauteng-héraði Suður-Afríku en vísendingar væru uppi um að það væri búið að dreifast um allt landið. Hanekom sagði nauðsynlegt að afla mikilla upplýsinga sem fyrst. Enn sé til að mynda ekki vitað hve alvarlegum veikindum afbrigðið valdi.
Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 „Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21
„Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36
149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00
Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58