„Það er skelfilegt að vera með slasað dýr í höndunum og geta ekkert gert“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2021 21:04 Ester Júlía Olgeirsdóttir krefur Matvælastofnun svara. Stöð 2/Bjarni Kona sem reyndi ítrekað að ná í neyðarnúmer dýralækna um síðustu helgi þegar hundur hennar slasaðist alvarlega kallar eftir svörum frá Matvælastofnun. Hún segir óásættanlegt að fólk þurfi að horfa upp á dýr sitt þjást. Varaleið þurfi að standa til boða ef neyðarvakt svarar ekki. Ester Júlía Olgeirsdóttir lenti í því síðastliðinn sunnudag að hundurinn hennar, Lúkas, slasaðist alvarlega. Þegar hún reyndi að hringja í neyðarnúmerdýralækna svaraði aftur á móti enginn, þrátt fyrir að dýralæknir eigi að vera á vakt. Hún lýsir því að bæði hún og sambýlismaður hennar hafi ítrekað reynt að ná sambandi en þegar það gekk ekki gengu þau niður listann yfir dýralækna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir þó nokkur símtöl, þar sem flestir bentu aftur á neyðarnúmerið, gat einn dýralæknir tekið á móti hundinum. „Við fórum með hann til hennar en það var ekkert annað í stöðunni en að svæfa dýrið. Þetta var mjög erfiður dagur,“ segir Ester en hún furðar sig á því að dýralæknir á neyðarvakt svari ekki símanum. „Það getur vel verið að þetta eigi sér einhverja góða skýringu en þetta er ekki boðlegt að mínu mati.“ Svæfa þurfti hundinn Lúkas.Stöð 2/Bjarni Hún heyrði af sambærilegu máli þennan sama dag þar sem kona með kött reyndi ítrekað að ná sambandi við dýralækni á vakt um nóttina. „Hún reyndi margoft og á endanum hringdi hún í dýralækni úti á landi, en auðvitað gengur það ekkert upp,“ segir Ester. Sjálf tilkynnti Ester málið til Matvælastofnunar en segist ekki hafa nein svör enn sem komið er. Héraðsdýralæknir MAST í Suðvesturumdæmi staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til skoðunar en það væri afar sjaldgæft að svona komi upp. Mikið álag væri á dýralæknum á þessum neyðarvöktum sem gæti skýrt af hverju dýralæknir svaraði ekki. „Ég vil að þetta verði bætt, því það er skelfilegt að vera með slasað dýr í höndunum og geta ekkert gert. Það er bara alveg hræðilegt,“ segir Ester. „Þannig að ég vil að þeir finni einhverja lausn, alla vega varaleið sem tekur við ef að dýralæknir er upptekinn.“ Gæludýr Hundar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. 28. nóvember 2021 12:30 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Ester Júlía Olgeirsdóttir lenti í því síðastliðinn sunnudag að hundurinn hennar, Lúkas, slasaðist alvarlega. Þegar hún reyndi að hringja í neyðarnúmerdýralækna svaraði aftur á móti enginn, þrátt fyrir að dýralæknir eigi að vera á vakt. Hún lýsir því að bæði hún og sambýlismaður hennar hafi ítrekað reynt að ná sambandi en þegar það gekk ekki gengu þau niður listann yfir dýralækna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir þó nokkur símtöl, þar sem flestir bentu aftur á neyðarnúmerið, gat einn dýralæknir tekið á móti hundinum. „Við fórum með hann til hennar en það var ekkert annað í stöðunni en að svæfa dýrið. Þetta var mjög erfiður dagur,“ segir Ester en hún furðar sig á því að dýralæknir á neyðarvakt svari ekki símanum. „Það getur vel verið að þetta eigi sér einhverja góða skýringu en þetta er ekki boðlegt að mínu mati.“ Svæfa þurfti hundinn Lúkas.Stöð 2/Bjarni Hún heyrði af sambærilegu máli þennan sama dag þar sem kona með kött reyndi ítrekað að ná sambandi við dýralækni á vakt um nóttina. „Hún reyndi margoft og á endanum hringdi hún í dýralækni úti á landi, en auðvitað gengur það ekkert upp,“ segir Ester. Sjálf tilkynnti Ester málið til Matvælastofnunar en segist ekki hafa nein svör enn sem komið er. Héraðsdýralæknir MAST í Suðvesturumdæmi staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til skoðunar en það væri afar sjaldgæft að svona komi upp. Mikið álag væri á dýralæknum á þessum neyðarvöktum sem gæti skýrt af hverju dýralæknir svaraði ekki. „Ég vil að þetta verði bætt, því það er skelfilegt að vera með slasað dýr í höndunum og geta ekkert gert. Það er bara alveg hræðilegt,“ segir Ester. „Þannig að ég vil að þeir finni einhverja lausn, alla vega varaleið sem tekur við ef að dýralæknir er upptekinn.“
Gæludýr Hundar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. 28. nóvember 2021 12:30 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. 28. nóvember 2021 12:30