Ballið byrjaði með blæstri á Bessastöðum Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2021 00:28 Veður var ekki með besta móti á Bessastöðum þar sem fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar stjórnar fór fram í dag. Vísir/Vilhelm Nýr stjórnarsáttmáli var kynntur, undirritaður og handsalaður á Kjarvalsstöðum í dag rúmum níu vikum eftir kosningar. Frá Kjarvalsstöðum lá leið á Bessastaði á fund forsetans þar sem sjö ráðherrar skiptu um ráðherrastóla. Dagurinn hófst á þingflokksfundum þar sem hulunni var svipt af nýjum ráðherrum. Miklar tilfæringa urðu milli ráðuneyta og tveir ráðherrar komu nýir inn í aðra ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Ný ríkisstjórn á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi ásamt forseta Íslands.Vísir/Vilhelm Hún segist sjálf hafa talað einna helst fyrir breytingum á ráðuneytum. „Ástæðan fyrir því er einföld. Við höfum verið að vinna saman í fjögur ár. Það er mikilvægt að fólk einmitt takist á hendur ný verkefni,“ Vinstri græn fengu þrjá ráðherra. Katrín Jakobsdóttir verður áfram forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður félags- og vinnumarkaðsráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður matvæla-, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Fjórir ráðherrar eru úr Framsóknarflokki; Sigurður Ingi Jóhannsson verður með samgöngu- og skipulagsmál á sinni könnu í innviðaráðuneyti, Ásmundur Einar Daðason verður skóla- og barnamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menningar- viðskipta og ferðamálaráðherra og Willum Þór Þórsson verður heilbrigðisráðherra. Sjálfstæðisflokkur fær flesta ráðherra, eða fimm; Bjarni Benediktsson verður áfram fjármálaráðherra, Jón Gunnarsson verður með dómsmálin á sinni könnu í innanríkisráðuneyti en Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við af honum að mest átján mánuðum liðnum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýr utanríkisráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunar-, háskóla- og iðnaðarráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra og loks verður Birgir Ármannsson forseti Alþingis. Stjórnarleiðtogarnir þrír eru þannig í raun þeir einu sem ekki flytja sig milli ráðuneyta - og Jón og Willum koma einir nýir inn. Ráðherrar spenntir fyrir nýjum verkefnum Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar var haldinn á Bessastöðum eftir að þeirri gömlu var slitið. Fiðringur var í Willum Þór Þórssyni nýjum heilbrigðisráðherra fyrir fundinn, þó að málaflokkur hans sé erfiður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og nýr ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla, segist hafa sóst eftir tækifærum í nýrri ríkisstjórn og sé heldur betur að fá þau. Það leggist ótrúlega vel í hana að fá að móta nýtt ráðuneyti sem skapað hafi verið til að nýta sóknarfæri í þeim geirum sem undir það heyra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er nýr ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, fráfarandi heilbrigðisráðherra og nýr ráðherra matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar, kveðst spennt fyrir nýju ráðuneyti og sér mörg tækifæri á borði. „Það eru svo mörg tækifæri fyrir landbúnaðinn og sjávarútveginn. Við eigum svo stórkostlegt frumkvæði í öllum þessum greinum,“ sagði Svandís á Bessastöðum í dag. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra og nýr viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir spennt fyrir því að tengja saman menningu, viðskipti og ferðaþjónustumálefni. Þeir málaflokkar hafi farið illa út úr heimsfaraldri Covid-19. Þá tekur hún fyrir það að menning og viðskipti séu eins og olía og vatn. „Alls ekki, þetta tengist allt mjög vel og við erum auðvitað að hugsa um að kynna menninguna á erlendri grundu. Svo þetta er mjög spennandi. Lilja Alfreðsdóttir, nýr viðskipta- og menningarmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson segir það leggjast „mjög vel“ í sig að taka að sér innanríkisráðuneytið í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Sem áður segir mun að gegna nýju embætti í átján mánuði hið mesta en Guðrún Hafsteinsdóttir mun taka við af honum að þeim tíma liðnum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fráfarandi umhverfis- og auðlindaráðherra og nýr félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist munu leggja áherslu á að bæta kjör öryrkja. Þá vonast hann til að geta ráðist í breytingar sem felast í aukinni atvinnuþáttöku innflytjenda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr félags- og vinnumarkaðsráðherra.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og nýr utanríkisráðherra, hlakkar til að verða nýr fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi og segist koma að góðu búi í ráðuneytinu. Hún fer strax á morgun í sína fyrstu utanlandsferð í embætti. Ásmundur Einar Daðason, fráfarandi félags- og barnamálaráðherra og nýr skóla- og barnamálaráðherra, segir nýtt ráðuneyti sitt gefa tækifæri til að stíga enn betri skref í vinnu við stórar breytingar á málefnum barna. Þá sér hann fyrir sér gott samstarf við önnur ráðuneyti að því markmiði að samþætta betur þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Ásmundur Einar Daðason, fráfarandi félags- og barnamálaráðherra og nýr skóla- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarflokkanna hæstánægðir með nýjan stjórnarsáttmála Fyrir fjórum árum, nánast upp á dag, var stjórnarsáttmáli fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur undirritaður. Á sínum tíma töldu margir það feigðarflan að Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gengu í eina sæng. Samstarfið hefur þó gengið vel og eru formenn flokkanna hæstánægðir með áframhaldandi samstarf og nýjan stjórnarsáttmála. Sáttmálinn var undirritaður á Kjarvalsstöðum.Vísir/Vilhelm Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. Í sáttmálanum má svo finna gömul markmið um orkuskipti og kolefnishlutleysi en einnig metnaðarfull markmið um að auka traust almennings á mikilvægi tjáningarfrelsis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það aldrei gott að búa um einkunnarorð um sjálfan sig en bendir þó á upphafsorð nýs stjórnarsáttmála: „Við ætlum að vaxa til meiri velsældar.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ekki verði ráðist í niðurskurði á næstunni. Áfram verði haldið úti öflugri opinberri þjónustu með því að leyfa ríkissjóði að vera í halla í nokkur ár til viðbótar. „Ég er alltaf með góð fjárlagafrumvörp,“ segir hann brosandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, segir ákall hafa verið síðustu ár um að fá sterkari yfirsýn og meiri samþættingu á milli uppbyggingarmálaflokka. Því hafi hans nýja ráðuneyti, innviðaráðuneyti, verið skapað. Aðeins einn heldur ekki áfram milli stjórna Kristján Þór Júlíusson, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var tekinn tali þegar hann mætti á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum. hann sóttist ekki eftir endurkjöri í afstöðnum kosningum. Hann segir tíma sinn í stjórnmálum hafa verið skemmtilegur og gefandi. Nú bíði hans önnur verkefni og áskoranir. Honum líst mjög vel á nýja ríkisstjórn og arftaka sinn í starfi, Svandísi Svavarsdóttur. „Mjög indælt að horfa á þetta, hvernig málum er skipað,“ segir hann. Ítarlega var farið yfir daginn í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Dagurinn hófst á þingflokksfundum þar sem hulunni var svipt af nýjum ráðherrum. Miklar tilfæringa urðu milli ráðuneyta og tveir ráðherrar komu nýir inn í aðra ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Ný ríkisstjórn á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi ásamt forseta Íslands.Vísir/Vilhelm Hún segist sjálf hafa talað einna helst fyrir breytingum á ráðuneytum. „Ástæðan fyrir því er einföld. Við höfum verið að vinna saman í fjögur ár. Það er mikilvægt að fólk einmitt takist á hendur ný verkefni,“ Vinstri græn fengu þrjá ráðherra. Katrín Jakobsdóttir verður áfram forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður félags- og vinnumarkaðsráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður matvæla-, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Fjórir ráðherrar eru úr Framsóknarflokki; Sigurður Ingi Jóhannsson verður með samgöngu- og skipulagsmál á sinni könnu í innviðaráðuneyti, Ásmundur Einar Daðason verður skóla- og barnamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menningar- viðskipta og ferðamálaráðherra og Willum Þór Þórsson verður heilbrigðisráðherra. Sjálfstæðisflokkur fær flesta ráðherra, eða fimm; Bjarni Benediktsson verður áfram fjármálaráðherra, Jón Gunnarsson verður með dómsmálin á sinni könnu í innanríkisráðuneyti en Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við af honum að mest átján mánuðum liðnum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýr utanríkisráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunar-, háskóla- og iðnaðarráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra og loks verður Birgir Ármannsson forseti Alþingis. Stjórnarleiðtogarnir þrír eru þannig í raun þeir einu sem ekki flytja sig milli ráðuneyta - og Jón og Willum koma einir nýir inn. Ráðherrar spenntir fyrir nýjum verkefnum Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar var haldinn á Bessastöðum eftir að þeirri gömlu var slitið. Fiðringur var í Willum Þór Þórssyni nýjum heilbrigðisráðherra fyrir fundinn, þó að málaflokkur hans sé erfiður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og nýr ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla, segist hafa sóst eftir tækifærum í nýrri ríkisstjórn og sé heldur betur að fá þau. Það leggist ótrúlega vel í hana að fá að móta nýtt ráðuneyti sem skapað hafi verið til að nýta sóknarfæri í þeim geirum sem undir það heyra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er nýr ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, fráfarandi heilbrigðisráðherra og nýr ráðherra matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar, kveðst spennt fyrir nýju ráðuneyti og sér mörg tækifæri á borði. „Það eru svo mörg tækifæri fyrir landbúnaðinn og sjávarútveginn. Við eigum svo stórkostlegt frumkvæði í öllum þessum greinum,“ sagði Svandís á Bessastöðum í dag. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra og nýr viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir spennt fyrir því að tengja saman menningu, viðskipti og ferðaþjónustumálefni. Þeir málaflokkar hafi farið illa út úr heimsfaraldri Covid-19. Þá tekur hún fyrir það að menning og viðskipti séu eins og olía og vatn. „Alls ekki, þetta tengist allt mjög vel og við erum auðvitað að hugsa um að kynna menninguna á erlendri grundu. Svo þetta er mjög spennandi. Lilja Alfreðsdóttir, nýr viðskipta- og menningarmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson segir það leggjast „mjög vel“ í sig að taka að sér innanríkisráðuneytið í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Sem áður segir mun að gegna nýju embætti í átján mánuði hið mesta en Guðrún Hafsteinsdóttir mun taka við af honum að þeim tíma liðnum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fráfarandi umhverfis- og auðlindaráðherra og nýr félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist munu leggja áherslu á að bæta kjör öryrkja. Þá vonast hann til að geta ráðist í breytingar sem felast í aukinni atvinnuþáttöku innflytjenda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr félags- og vinnumarkaðsráðherra.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og nýr utanríkisráðherra, hlakkar til að verða nýr fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi og segist koma að góðu búi í ráðuneytinu. Hún fer strax á morgun í sína fyrstu utanlandsferð í embætti. Ásmundur Einar Daðason, fráfarandi félags- og barnamálaráðherra og nýr skóla- og barnamálaráðherra, segir nýtt ráðuneyti sitt gefa tækifæri til að stíga enn betri skref í vinnu við stórar breytingar á málefnum barna. Þá sér hann fyrir sér gott samstarf við önnur ráðuneyti að því markmiði að samþætta betur þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Ásmundur Einar Daðason, fráfarandi félags- og barnamálaráðherra og nýr skóla- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarflokkanna hæstánægðir með nýjan stjórnarsáttmála Fyrir fjórum árum, nánast upp á dag, var stjórnarsáttmáli fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur undirritaður. Á sínum tíma töldu margir það feigðarflan að Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gengu í eina sæng. Samstarfið hefur þó gengið vel og eru formenn flokkanna hæstánægðir með áframhaldandi samstarf og nýjan stjórnarsáttmála. Sáttmálinn var undirritaður á Kjarvalsstöðum.Vísir/Vilhelm Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. Í sáttmálanum má svo finna gömul markmið um orkuskipti og kolefnishlutleysi en einnig metnaðarfull markmið um að auka traust almennings á mikilvægi tjáningarfrelsis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það aldrei gott að búa um einkunnarorð um sjálfan sig en bendir þó á upphafsorð nýs stjórnarsáttmála: „Við ætlum að vaxa til meiri velsældar.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ekki verði ráðist í niðurskurði á næstunni. Áfram verði haldið úti öflugri opinberri þjónustu með því að leyfa ríkissjóði að vera í halla í nokkur ár til viðbótar. „Ég er alltaf með góð fjárlagafrumvörp,“ segir hann brosandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, segir ákall hafa verið síðustu ár um að fá sterkari yfirsýn og meiri samþættingu á milli uppbyggingarmálaflokka. Því hafi hans nýja ráðuneyti, innviðaráðuneyti, verið skapað. Aðeins einn heldur ekki áfram milli stjórna Kristján Þór Júlíusson, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var tekinn tali þegar hann mætti á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum. hann sóttist ekki eftir endurkjöri í afstöðnum kosningum. Hann segir tíma sinn í stjórnmálum hafa verið skemmtilegur og gefandi. Nú bíði hans önnur verkefni og áskoranir. Honum líst mjög vel á nýja ríkisstjórn og arftaka sinn í starfi, Svandísi Svavarsdóttur. „Mjög indælt að horfa á þetta, hvernig málum er skipað,“ segir hann. Ítarlega var farið yfir daginn í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira