Miðherji Celtics breytir um nafn og fær bandarískan ríkisborgararétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 12:31 Enes Kanter í sigurleik Boston Celtics á móti Toronto Raptors í NBA deildinni í nótt. AP/Chris Young Þetta er stór dagur fyrir Enes Kanter, miðherja NBA-liðsins Boston Celtics. Í dag fær hann bandarískan ríkisborgararétt en það er þó annað sem breytist líka. Kappinn ætlar nefnilega líka að breyta löglega nafninu sínu í Enes Kanter Freedom. Kanter verður hér seinna skírnarnafnið hans en ættarnafnið verður hér eftir Freedom. Enes Kanter is legally changing his name to Enes Kanter Freedom and will become a U.S. citizen on Monday, per @ShamsCharania pic.twitter.com/TQrgo1RH80— Bleacher Report (@BleacherReport) November 28, 2021 Liðsfélagar hans hafa verið að kalla hann Freedom vegna baráttu hans fyrir mannréttindum út í heimi og hann fór bara alla leið og lét breyta nafninu sínu í gælunafnið. Freedom birtist væntanlega aftan á treyju hans fljótlega. Nafnabreytingin minnir aðeins á það þegar NBA stjarnan Ron Artest breytti nafni sínu í Metta World Peace árið 2011 en hann breytti því síðan í Metta Sandiford-Artest árið 2020. Kanter er fæddur og uppalinn í Tyrklandi en náði ríkisborgaraprófinu í Bandaríkjunum á dögunum. Hann hefur verið mjög gagnrýninni á stjórnvöld í Tyrklandi og hefur einnig nýtt frægð sína og samfélagsmiðla til að gagnrýna framgöngu kínversku þjóðarinnar gagnvart Uyghur samfélaginu. Enes Kanter is way braver to call out China than any pro athlete has ever been to take a stand on almost anything in the 21st century. Yet most sports media & their employers aren t covering it. Why? Because they re in China s pocket too: pic.twitter.com/yC537eCjHP— Clay Travis (@ClayTravis) November 24, 2021 Hann er heldur ekki mikill aðdáandi hvernig Kína kemur fram við við Tíbet, Tævan og Hong Kong. Nú síðast kallaði hann eftir því að þjóðir heims myndu skrópa á Ólympíuleikana í Peking í febrúar. Kanter hefur líka fengið hörð viðbrögð frá Kína og þetta hefur bitnað á liði hans Boston Celtics. Það er sem dæmi bannað að sýna leiki Celtics liðsins í kínversku sjónvarpi. Enes Kanter á að baki ellefu ár í NBA-deildinni og hefur spilað með Boston liðinu frá 2018. Í 722 deilarleikjum á ferlinum er hann með 11,4 stig og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Kappinn ætlar nefnilega líka að breyta löglega nafninu sínu í Enes Kanter Freedom. Kanter verður hér seinna skírnarnafnið hans en ættarnafnið verður hér eftir Freedom. Enes Kanter is legally changing his name to Enes Kanter Freedom and will become a U.S. citizen on Monday, per @ShamsCharania pic.twitter.com/TQrgo1RH80— Bleacher Report (@BleacherReport) November 28, 2021 Liðsfélagar hans hafa verið að kalla hann Freedom vegna baráttu hans fyrir mannréttindum út í heimi og hann fór bara alla leið og lét breyta nafninu sínu í gælunafnið. Freedom birtist væntanlega aftan á treyju hans fljótlega. Nafnabreytingin minnir aðeins á það þegar NBA stjarnan Ron Artest breytti nafni sínu í Metta World Peace árið 2011 en hann breytti því síðan í Metta Sandiford-Artest árið 2020. Kanter er fæddur og uppalinn í Tyrklandi en náði ríkisborgaraprófinu í Bandaríkjunum á dögunum. Hann hefur verið mjög gagnrýninni á stjórnvöld í Tyrklandi og hefur einnig nýtt frægð sína og samfélagsmiðla til að gagnrýna framgöngu kínversku þjóðarinnar gagnvart Uyghur samfélaginu. Enes Kanter is way braver to call out China than any pro athlete has ever been to take a stand on almost anything in the 21st century. Yet most sports media & their employers aren t covering it. Why? Because they re in China s pocket too: pic.twitter.com/yC537eCjHP— Clay Travis (@ClayTravis) November 24, 2021 Hann er heldur ekki mikill aðdáandi hvernig Kína kemur fram við við Tíbet, Tævan og Hong Kong. Nú síðast kallaði hann eftir því að þjóðir heims myndu skrópa á Ólympíuleikana í Peking í febrúar. Kanter hefur líka fengið hörð viðbrögð frá Kína og þetta hefur bitnað á liði hans Boston Celtics. Það er sem dæmi bannað að sýna leiki Celtics liðsins í kínversku sjónvarpi. Enes Kanter á að baki ellefu ár í NBA-deildinni og hefur spilað með Boston liðinu frá 2018. Í 722 deilarleikjum á ferlinum er hann með 11,4 stig og 7,9 fráköst að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti