Mikilvægar lagabreytingar fyrir félög sem starfa að almannaheillum Haraldur Flosi Tryggvason Klein og Oddur Ástráðsson skrifa 30. nóvember 2021 08:00 Þann 1. nóvember tóku gildi lög sem breyta rekstrarumhverfi félaga sem starfa til almannaheilla með mikilvægum hætti. Lög 110/2021 um félög til almannaheilla fjalla um þær kröfur sem gerðar eru til félaga sem kalla mega sig „félög til almannaheilla“ og stofnun sérstakrar almannaheillafélagaskrár sem fyrirtækjaskrá Skattsins heldur utan um. Lengi hefur verið beðið réttarbóta á þessu sviði og ber að þakka áralanga baráttu samtakanna Almannaheilla og fleiri aðila sem hafa látið sig málið varða. Með tilkomu laganna mun komast betri regla á stjórnhætti félaga sem starfa á þessu sviði. Þær kröfur sem nýju lögin gera til slíkra félaga munu þó gera bæði félagsmönnum og styrktaraðilum auðveldara að fylgjast betur með bæði verkefnum og hvernig fjármunir nýtast. Er vonandi að opinberir aðilar nýti sem oftast þá heimild sem að lögin færa þeim til að binda styrkveitingar og úthlutun rekstrarsamninga til félaga því skilyrði að þau séu á almannaheillaskrá. Skattaívilnanir á gjafafé auknar Hina hliðina á peningnum er að finna í lögum 32/2021 sem breyta ýmsum lögum um skatta og gjöld. Þar er fjallað um skattaívilnanir og kerfisbreytingar sem gerðar eru með það að markmiði að bæta eða létta rekstrarumhverfi félaga sem vinna að almannaheillum og auka möguleika þeirra til að safna gjafafé. Má nefna sem mikilvægt dæmi að heimild fyrirtækja til að draga gjafir til almannaheillafélaga frá tekjuskattsstofni sínum er hækkuð úr 0,75% í 1,5% af tekjum. Þá er það nýnæmi tekið upp að einstaklingar geta nú árlega dregið frá tekjuskattsskattsstofni allt að kr. 350.000 í gjafir til almannaheillafélaga. Auk þess er erfðafjárskattur felldur niður af erfðafé og fjármagnstekuskattur takmarkaður, þó háð skilyrðum á borð við að félag sem þiggur gjafafé þarf á almannaheillafélagskrá til að njóta slíkra ívilnana. Nýtt félagaform verður til Nú er dauðafæri fyrir félög sem starfa að almannaheillum að skrá sig á almannaheillaskrá. Það ætti í flestum tilvikum ekki að vera flókið mál en mun alltaf skila sér í bættri umgjörð í rekstri, vera til hagsbóta fyrir félögin og auka möguleika þeirra til að safna styrkjum og gjafafé. Frá fræðilegu sjónarhorni er þetta löggjafarstarf sérlega áhugavert þar sem segja má að til verði nýtt félagaform. Sérstaklega verður áhugavert að fylgjast með því hvernig samband styrktaraðila og almannaheillafélaga muni þróast og hvernig opinberir aðilar munu beita heimild til að skilyrða styrki og rekstrarsamninga við skráningu félaga á almannaheillafélagaskrá. Sjálfsagt verða til við þessar breytingar fjöldi álitamála sem þarfnast lögfræðilegrar úrlausnar og þá um leið eftirsótt tækifæri fyrir lögmenn til að nýta þekkingu sína til almannaheilla. Höfundar eru starfandi lögmenn á LMG lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 1. nóvember tóku gildi lög sem breyta rekstrarumhverfi félaga sem starfa til almannaheilla með mikilvægum hætti. Lög 110/2021 um félög til almannaheilla fjalla um þær kröfur sem gerðar eru til félaga sem kalla mega sig „félög til almannaheilla“ og stofnun sérstakrar almannaheillafélagaskrár sem fyrirtækjaskrá Skattsins heldur utan um. Lengi hefur verið beðið réttarbóta á þessu sviði og ber að þakka áralanga baráttu samtakanna Almannaheilla og fleiri aðila sem hafa látið sig málið varða. Með tilkomu laganna mun komast betri regla á stjórnhætti félaga sem starfa á þessu sviði. Þær kröfur sem nýju lögin gera til slíkra félaga munu þó gera bæði félagsmönnum og styrktaraðilum auðveldara að fylgjast betur með bæði verkefnum og hvernig fjármunir nýtast. Er vonandi að opinberir aðilar nýti sem oftast þá heimild sem að lögin færa þeim til að binda styrkveitingar og úthlutun rekstrarsamninga til félaga því skilyrði að þau séu á almannaheillaskrá. Skattaívilnanir á gjafafé auknar Hina hliðina á peningnum er að finna í lögum 32/2021 sem breyta ýmsum lögum um skatta og gjöld. Þar er fjallað um skattaívilnanir og kerfisbreytingar sem gerðar eru með það að markmiði að bæta eða létta rekstrarumhverfi félaga sem vinna að almannaheillum og auka möguleika þeirra til að safna gjafafé. Má nefna sem mikilvægt dæmi að heimild fyrirtækja til að draga gjafir til almannaheillafélaga frá tekjuskattsstofni sínum er hækkuð úr 0,75% í 1,5% af tekjum. Þá er það nýnæmi tekið upp að einstaklingar geta nú árlega dregið frá tekjuskattsskattsstofni allt að kr. 350.000 í gjafir til almannaheillafélaga. Auk þess er erfðafjárskattur felldur niður af erfðafé og fjármagnstekuskattur takmarkaður, þó háð skilyrðum á borð við að félag sem þiggur gjafafé þarf á almannaheillafélagskrá til að njóta slíkra ívilnana. Nýtt félagaform verður til Nú er dauðafæri fyrir félög sem starfa að almannaheillum að skrá sig á almannaheillaskrá. Það ætti í flestum tilvikum ekki að vera flókið mál en mun alltaf skila sér í bættri umgjörð í rekstri, vera til hagsbóta fyrir félögin og auka möguleika þeirra til að safna styrkjum og gjafafé. Frá fræðilegu sjónarhorni er þetta löggjafarstarf sérlega áhugavert þar sem segja má að til verði nýtt félagaform. Sérstaklega verður áhugavert að fylgjast með því hvernig samband styrktaraðila og almannaheillafélaga muni þróast og hvernig opinberir aðilar munu beita heimild til að skilyrða styrki og rekstrarsamninga við skráningu félaga á almannaheillafélagaskrá. Sjálfsagt verða til við þessar breytingar fjöldi álitamála sem þarfnast lögfræðilegrar úrlausnar og þá um leið eftirsótt tækifæri fyrir lögmenn til að nýta þekkingu sína til almannaheilla. Höfundar eru starfandi lögmenn á LMG lögmannsstofu.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar