Skóli fyrir suma? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2021 11:00 Hvað ef við ímyndum okkur að við lok leikskóla fái allir nemendur umsögn út frá námsstöðu? Hvort þau kunni að draga til stafs, lesa eða reikna og út frá þeim niðurstöðum bjóðist þeim skólavist í tilteknum skólum. Þannig geti grunnskólarnir sett viðmið um inntöku og einungis getumestu nemendurnir komist inn í tiltekna skóla, þá skóla sem eru vinsælastir. Líklega hugnast fæstum slík flokkun og sjálfsagt finnst flestum hugmyndin slæm. Það hefur þó tíðkast til fjölda ára að við lok grunnskóla séu nemendur metnir út frá námsstöðu. Þegar stóri dómur fellur við lok grunnskóla er það punktastaða nemenda að vori sem ræður því hvort nemendur komast inn í draumaskólann sinn. Draumaskólarnir eru gjarnan þeir vinsælustu. Við lok grunnskóla eru nemendur börn samkvæmt lögum og þau eru það áfram í tvö ár af þeim þremur sem þau eru í framhaldsskóla. Gengi nemenda í skóla veltur ekkert endilega á gömlu skilgreindu gáfunum. Það er flókið að vera barn í dag, börn eiga mismunandi bakland og félagslegar aðstæður þeirra eru mismunandi. Börn geta glímt við kvíða, depurð, þunglyndi, brotna sjálfsmynd, óöryggi, félagslega einangrun, listinn er langur. Það er afar mikilvægt að skólakerfið vinni með þessa þætti samhliða hinu hefðbundna bóknámi. Við lok grunnskólagöngu hefur einungis hluti nemenda raunverulegt val um skólavist. Rannsóknir sýna að félagslegir- og efnahagslegir þættir hafa áhrif á skólavist nemenda að loknum grunnskóla. Nemendum með sterkara bakland út frá efnahag og námsstöðu foreldra standa fleiri dyr opnar að loknum grunnskóla. Það er vegna þeirra viðmiða sem stuðst er við í lok grunnskóla og þeirra viðmiða sem framhaldsskólarnir setja við inntöku nemenda. Nemendur með hærri einkunnir komast inn í vinsælustu skólana og það bjóða ekki allir skólar upp á fornám eða sérdeildir. Skóli án aðgreiningar og samfélag án aðgreiningar tryggir öllum jöfn tækifæri út frá félagslegri stöðu, getu og efnahag. Framhaldsskólinn er að stærstum hluta barnaskóli, hann er að tveimur þriðju skóli fyrir börn. Í framhaldsskólanum höldum við áfram að mennta börn og koma þeim til manns eins og sagt er. Í framhaldsskólanum læra börn ýmislegt um alls konar, formlega og óformlega. Þau læra í kennslustundum, þau læra líka í frímínútum, mest þar sem fjölbreytileikinn er mestur. Framhaldsskólar landsins sinna hlutverki sínu af alúð og metnaði. Allir framhaldsskólar landsins bjóða upp á sambærilegt bóknám til stúdentsprófs þar sem nemendur geta byggt upp traustan grunn fyrir frekara nám í háskólum eða öðru framhaldsnámi. Það væri bara einhvern veginn meira í anda samfélags án aðgreiningar ef allir framhaldsskólar væru fyrir alla og ekki sumir fyrir suma. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Hvað ef við ímyndum okkur að við lok leikskóla fái allir nemendur umsögn út frá námsstöðu? Hvort þau kunni að draga til stafs, lesa eða reikna og út frá þeim niðurstöðum bjóðist þeim skólavist í tilteknum skólum. Þannig geti grunnskólarnir sett viðmið um inntöku og einungis getumestu nemendurnir komist inn í tiltekna skóla, þá skóla sem eru vinsælastir. Líklega hugnast fæstum slík flokkun og sjálfsagt finnst flestum hugmyndin slæm. Það hefur þó tíðkast til fjölda ára að við lok grunnskóla séu nemendur metnir út frá námsstöðu. Þegar stóri dómur fellur við lok grunnskóla er það punktastaða nemenda að vori sem ræður því hvort nemendur komast inn í draumaskólann sinn. Draumaskólarnir eru gjarnan þeir vinsælustu. Við lok grunnskóla eru nemendur börn samkvæmt lögum og þau eru það áfram í tvö ár af þeim þremur sem þau eru í framhaldsskóla. Gengi nemenda í skóla veltur ekkert endilega á gömlu skilgreindu gáfunum. Það er flókið að vera barn í dag, börn eiga mismunandi bakland og félagslegar aðstæður þeirra eru mismunandi. Börn geta glímt við kvíða, depurð, þunglyndi, brotna sjálfsmynd, óöryggi, félagslega einangrun, listinn er langur. Það er afar mikilvægt að skólakerfið vinni með þessa þætti samhliða hinu hefðbundna bóknámi. Við lok grunnskólagöngu hefur einungis hluti nemenda raunverulegt val um skólavist. Rannsóknir sýna að félagslegir- og efnahagslegir þættir hafa áhrif á skólavist nemenda að loknum grunnskóla. Nemendum með sterkara bakland út frá efnahag og námsstöðu foreldra standa fleiri dyr opnar að loknum grunnskóla. Það er vegna þeirra viðmiða sem stuðst er við í lok grunnskóla og þeirra viðmiða sem framhaldsskólarnir setja við inntöku nemenda. Nemendur með hærri einkunnir komast inn í vinsælustu skólana og það bjóða ekki allir skólar upp á fornám eða sérdeildir. Skóli án aðgreiningar og samfélag án aðgreiningar tryggir öllum jöfn tækifæri út frá félagslegri stöðu, getu og efnahag. Framhaldsskólinn er að stærstum hluta barnaskóli, hann er að tveimur þriðju skóli fyrir börn. Í framhaldsskólanum höldum við áfram að mennta börn og koma þeim til manns eins og sagt er. Í framhaldsskólanum læra börn ýmislegt um alls konar, formlega og óformlega. Þau læra í kennslustundum, þau læra líka í frímínútum, mest þar sem fjölbreytileikinn er mestur. Framhaldsskólar landsins sinna hlutverki sínu af alúð og metnaði. Allir framhaldsskólar landsins bjóða upp á sambærilegt bóknám til stúdentsprófs þar sem nemendur geta byggt upp traustan grunn fyrir frekara nám í háskólum eða öðru framhaldsnámi. Það væri bara einhvern veginn meira í anda samfélags án aðgreiningar ef allir framhaldsskólar væru fyrir alla og ekki sumir fyrir suma. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Kópavogi.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun