Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 09:43 Christopher „Bong“ Go (t.h.) öldungadeildarþingmaður og Rodrigo Duterte (t.v.) forseti Filippseyja. Go hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári sem talið er mikið áfall fyrir forsetann. Getty/Lisa Marie David Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. Go hefur lengi verið ráðgjafi Duterte og er því spurning hver muni hljóta stuðning hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Hinn 76 ára gamli Duterte hefur heilt yfir verið frekar vinsæll forseti en getur ekki boðið sig fram aftur til forseta. Hann er þó talinn munu bjóða sig fram í öldungadeild þingsins. „Við Duterte forseti erum tilbúnir til að styðja hvern þann sem mun þjóna landsmönnum og getur staðið vörð um og unnið áfram að arfleifð Duterte í átt að betra og öruggara lífi fyrir börnin okkar,“ sagði Go í ræðu sem send var út á Facebook í dag. Stjórnmálaspekingar telja að Duterte vilji tryggja að stuðningsmaður hans taki við forsetakeflinu í von um að hann verði hvorki sóttur til saka í heimalandinu né fyrir stríðsglæpadómstólnum, sem hefur hafið rannsókn á dauða þúsunda í stríði Duterte gegn fíkniefnum. Þegar hefur einn tilkynnt framboð sitt til forsetaembættisins en það er Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio borgarstjóri Davao, hefur slegist í lið með Marcos og sækist eftir embætti varaforsætisráðherra. Talið er að framboð Marcos muni njóta góðs af ákvörðun Gos, að mögulegir stuðningsmenn Gos muni nú flykkjast yfir til Marcos og Duterte-Carpio. Marcos er ekki einn um að hafa lýst yfir áhuga á forsetaembættinu. Í hópi þeirra er fyrrverandi boxarinn Manny Pacquiao, varaforsetinn Leni Robredo, Francisco Domagoso borgarstjóri Manila og Panfilo Lacson öldungadeildarþingmaður. Lacso er þó talinn ólíklegur til að hreppa hnossið vegna þriggja áratuga gamallar sakfellingar fyrir skattsvik. Filippseyjar Tengdar fréttir Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndum Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Go hefur lengi verið ráðgjafi Duterte og er því spurning hver muni hljóta stuðning hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Hinn 76 ára gamli Duterte hefur heilt yfir verið frekar vinsæll forseti en getur ekki boðið sig fram aftur til forseta. Hann er þó talinn munu bjóða sig fram í öldungadeild þingsins. „Við Duterte forseti erum tilbúnir til að styðja hvern þann sem mun þjóna landsmönnum og getur staðið vörð um og unnið áfram að arfleifð Duterte í átt að betra og öruggara lífi fyrir börnin okkar,“ sagði Go í ræðu sem send var út á Facebook í dag. Stjórnmálaspekingar telja að Duterte vilji tryggja að stuðningsmaður hans taki við forsetakeflinu í von um að hann verði hvorki sóttur til saka í heimalandinu né fyrir stríðsglæpadómstólnum, sem hefur hafið rannsókn á dauða þúsunda í stríði Duterte gegn fíkniefnum. Þegar hefur einn tilkynnt framboð sitt til forsetaembættisins en það er Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio borgarstjóri Davao, hefur slegist í lið með Marcos og sækist eftir embætti varaforsætisráðherra. Talið er að framboð Marcos muni njóta góðs af ákvörðun Gos, að mögulegir stuðningsmenn Gos muni nú flykkjast yfir til Marcos og Duterte-Carpio. Marcos er ekki einn um að hafa lýst yfir áhuga á forsetaembættinu. Í hópi þeirra er fyrrverandi boxarinn Manny Pacquiao, varaforsetinn Leni Robredo, Francisco Domagoso borgarstjóri Manila og Panfilo Lacson öldungadeildarþingmaður. Lacso er þó talinn ólíklegur til að hreppa hnossið vegna þriggja áratuga gamallar sakfellingar fyrir skattsvik.
Filippseyjar Tengdar fréttir Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndum Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45
Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12
Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10