Forstjóri Twitter stígur til hliðar Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 19:09 Jack Dorsey þegar hann kom fyrir bandaríska þingnefnd í gegnum fjarfundarbúnað fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Jack Dorsey, stofnandi samfélagsmiðilsins Twitter, steig til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins í dag. Parag Agrawal, tæknistjóri Twitter, tekur við stöðunni af Dorsey. CNBC-sjónvarpsstöðin greindi fyrst frá því að Dorsey ætlaði að láta af störfum. Dorsey staðfesti svo tíðindi í tísti í morgun. Washington Post segir að tilkynningin hafi jafnvel komið sumum stjórnendum Twitter að óvörum. Viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu voru stöðvuð tímabundið eftir fréttirnar. Dorsey var einn stofnenda Twitter árið 2006 en hætti sem forstjóri fyrirtækisins tveimur árum síðar. Hann var kallaður aftur að stjórnvelinum eftir að Dick Costolo sagði af sér árið 2015. Undanfarin ár hefur Dorsey ásamt öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja og samfélagsmiðla legið undir gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi og áróðri. Dorsey var upphaflega þeirrar skoðunar að ritstýring á Twitter ætti að vera í lágmarki en snerist síðar hugur. Þannig bannaði Twitter Donald Trump, þekktasta notanda miðilsins, eftir að hann hvatti stuðningsmenn sína til atlögu við Bandaríkjaþing í janúar. Í tilkynningu sinni sagði Dorsey að nú væri loks kominn tími til að hann hyrfi á braut. Hann verður áfram forstjóri greiðslufyrirtækisins Square sem hann stofnaði árið 2008. Twitter Samfélagsleg ábyrgð Bandaríkin Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
CNBC-sjónvarpsstöðin greindi fyrst frá því að Dorsey ætlaði að láta af störfum. Dorsey staðfesti svo tíðindi í tísti í morgun. Washington Post segir að tilkynningin hafi jafnvel komið sumum stjórnendum Twitter að óvörum. Viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu voru stöðvuð tímabundið eftir fréttirnar. Dorsey var einn stofnenda Twitter árið 2006 en hætti sem forstjóri fyrirtækisins tveimur árum síðar. Hann var kallaður aftur að stjórnvelinum eftir að Dick Costolo sagði af sér árið 2015. Undanfarin ár hefur Dorsey ásamt öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja og samfélagsmiðla legið undir gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi og áróðri. Dorsey var upphaflega þeirrar skoðunar að ritstýring á Twitter ætti að vera í lágmarki en snerist síðar hugur. Þannig bannaði Twitter Donald Trump, þekktasta notanda miðilsins, eftir að hann hvatti stuðningsmenn sína til atlögu við Bandaríkjaþing í janúar. Í tilkynningu sinni sagði Dorsey að nú væri loks kominn tími til að hann hyrfi á braut. Hann verður áfram forstjóri greiðslufyrirtækisins Square sem hann stofnaði árið 2008.
Twitter Samfélagsleg ábyrgð Bandaríkin Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira