Formaður KKÍ segir að mögulegt að FIBA veiti Íslandi undanþágu fyrir næsta heimaleik Runólfur Trausti Þórhallsson og Atli Arason skrifa 29. nóvember 2021 23:00 Hannes S. Jónsson segir ákveðna möguleika í stöðunni varðandi næsta heimaleik Íslands Stöð 2 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, ræddi við Vísi um stöðu mála í Laugardalshöllinni eftir að íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Rússlandi ytra í undankeppni HM 2023. Ísland á heimaleik gegn Ítalíu snemma á næsta ári en Hannes er ekki bjartsýnn á að Laugardalshöllin verði leikfær á þeim tíma. Þá segir hann að undanþágurnar sem Ísland hefur fengið í gegnum tíðina séu einfaldlega á þrotum. Það eru þó aðrir möguleikar í stöðunni. „Ég er bjartsýnn á að ég geti sýnt og sannað fyrir forystu FIBA að íslenska ríkið sé búið að ákveða að fara í þessa vinnu (að byggja nýjan þjóðarleikvang) og sé tilbúið að fjármagna slíkt verkefni. Þá hugsanlega, mögulega getum við fengið FIBA með okkur í lið og fáum þar með að spila heimaleik í lok febrúar á næsta ári.“ „Ég hef sagt við FIBA í mörg ár að það sé eitthvað í pípunum hér á landi en FIBA þarf að sjá það gerast. Ef það er ljóst að nýr leikvangur er í plönum ríkisstjórnarinnar þá er það okkar verkefni að sanna fyrir FIBA að ríkisstjórnin sé klár og búin að gefa okkur þau loforð sem við þurfum. Ef það gerist þá hugsanlega mun FIBA veita okkur undanþágu til að spila hér á landi.“ „Það er ekkert öruggt en þá eru allavega meiri möguleikar, þetta þarf þó að gerast á næstu dögum. Það þýðir ekki að bíða fram í miðjan desember eða fram á næsta ár.“ KKÍ hefur fengið fjölmargar undanþágur í gegnum tíðina ef marka má orð Hannesar. „Þetta snýr að körfunum á vellinum og þeim búnaði sem er í Laugardalshöllinni, það snýr að klukkunni og öðru sem þarf til að vera á svokölluðu Level 1 hjá FIBA. Það þarf fjölmiðlaaðstöðu sem er þannig að það sé hægt að vera með útsendingu eins og FIBA er með á sínum leikjum. Það þarf ákveðið öryggissvæði, sjúkraherbergi, aðstöðu fyrir áhorfendur og margt fleira sem við höfum fengið undanþágu fyrir í gegnum tíðina.“ „Það má ekki gleyma því að Laugardalshöll er byggð árið 1965. Starfsfólk hallarinnar hefur gert sitt allra besta til að veita okkur möguleikann á þessum undanþágum. Ef við getum sýnt fram á byggingu nýs þjóðarleikvangs myndi FIBA leyfa okkur að vera áfram í Laugardalshöllinni. Bygging slík leikvangs ætti að taka þrjú til fjögur ár myndi ég halda.“ „Ástæðan fyrir því að við fáum það ekki er að Laugardalshöllin er ekki klár (eftir að vatnslagnir sprungu í höllinni). Við hefðum fengið undanþágu fyrir þetta verkefni ef höllin væri klár. Þess vegna er svona mikilvægt að koma henni í gang.“ „Ég er ekki besti maður í heimi til að greina þetta en það virðast hafa verið einhver mistök í útboðsvinnslu sem gerir það að verkum að þetta er búið að taka lengri tíma en áætlað var. Það sem skiptir mestu máli núna er að koma Laugardalshöllinni í stand og að ríkisstjórnin sýni og sanni að við erum að fara fá nýjan þjóðarleikvang,“ sagði Hannes að endingu. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30 „Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Ísland á heimaleik gegn Ítalíu snemma á næsta ári en Hannes er ekki bjartsýnn á að Laugardalshöllin verði leikfær á þeim tíma. Þá segir hann að undanþágurnar sem Ísland hefur fengið í gegnum tíðina séu einfaldlega á þrotum. Það eru þó aðrir möguleikar í stöðunni. „Ég er bjartsýnn á að ég geti sýnt og sannað fyrir forystu FIBA að íslenska ríkið sé búið að ákveða að fara í þessa vinnu (að byggja nýjan þjóðarleikvang) og sé tilbúið að fjármagna slíkt verkefni. Þá hugsanlega, mögulega getum við fengið FIBA með okkur í lið og fáum þar með að spila heimaleik í lok febrúar á næsta ári.“ „Ég hef sagt við FIBA í mörg ár að það sé eitthvað í pípunum hér á landi en FIBA þarf að sjá það gerast. Ef það er ljóst að nýr leikvangur er í plönum ríkisstjórnarinnar þá er það okkar verkefni að sanna fyrir FIBA að ríkisstjórnin sé klár og búin að gefa okkur þau loforð sem við þurfum. Ef það gerist þá hugsanlega mun FIBA veita okkur undanþágu til að spila hér á landi.“ „Það er ekkert öruggt en þá eru allavega meiri möguleikar, þetta þarf þó að gerast á næstu dögum. Það þýðir ekki að bíða fram í miðjan desember eða fram á næsta ár.“ KKÍ hefur fengið fjölmargar undanþágur í gegnum tíðina ef marka má orð Hannesar. „Þetta snýr að körfunum á vellinum og þeim búnaði sem er í Laugardalshöllinni, það snýr að klukkunni og öðru sem þarf til að vera á svokölluðu Level 1 hjá FIBA. Það þarf fjölmiðlaaðstöðu sem er þannig að það sé hægt að vera með útsendingu eins og FIBA er með á sínum leikjum. Það þarf ákveðið öryggissvæði, sjúkraherbergi, aðstöðu fyrir áhorfendur og margt fleira sem við höfum fengið undanþágu fyrir í gegnum tíðina.“ „Það má ekki gleyma því að Laugardalshöll er byggð árið 1965. Starfsfólk hallarinnar hefur gert sitt allra besta til að veita okkur möguleikann á þessum undanþágum. Ef við getum sýnt fram á byggingu nýs þjóðarleikvangs myndi FIBA leyfa okkur að vera áfram í Laugardalshöllinni. Bygging slík leikvangs ætti að taka þrjú til fjögur ár myndi ég halda.“ „Ástæðan fyrir því að við fáum það ekki er að Laugardalshöllin er ekki klár (eftir að vatnslagnir sprungu í höllinni). Við hefðum fengið undanþágu fyrir þetta verkefni ef höllin væri klár. Þess vegna er svona mikilvægt að koma henni í gang.“ „Ég er ekki besti maður í heimi til að greina þetta en það virðast hafa verið einhver mistök í útboðsvinnslu sem gerir það að verkum að þetta er búið að taka lengri tíma en áætlað var. Það sem skiptir mestu máli núna er að koma Laugardalshöllinni í stand og að ríkisstjórnin sýni og sanni að við erum að fara fá nýjan þjóðarleikvang,“ sagði Hannes að endingu.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30 „Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30
„Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10