Segir leikskólamálin í ólestri og þörf á nýjum áherslum Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 15:09 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi segir fullreynt með núverandi fyrirkomulag og stjórn leikskólamála. Nauðsynlegt sé að setja málaflokkinn í forgang. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að leikskólamálin í Reykjavík séu í miklum ólestri og að fullreynt sé með núverandi stjórn leikskólamála. Hildur gerir málið að umtalsefni í færslu á Facebook í kjölfar svars frá skóla- og frístundasviði borgarinnar við fyrirspurn hennar um aldur barna við inngöngu í leikskóla í borginni. Í svarinu kemur fram að meðalaldur barna við inntöku á leikskóla hafi verið 29 mánuðir. Hildur segir að núna um sextán ára tímabil hafi Samfylking talað um það, kosningar eftir kosningar, að bjóða öllum börnum, tólf til átján mánaða, leikskólapláss í Reykjavik. „Hér erum við stödd, sextán árum síðar, og enn er staðan á biðlistunum svipuð og hún var fyrir kosningar fyrir fjórum árum síðan. Við erum að sjá meðalaldur barna við innritun er 29 mánuðir. Ástæða þess að börn eru að komast inn fyrr á leikskóla er að sjálfstætt starfandi leikskólar eru að leysa þann vanda, “ segir Hildur. Styttri opnunartími Hildur bendir einnig á að þær þjónustuskerðingar sem hafi orðið á leikskólunum – að þeir hafi verið að loka hálf fimm en ekki fimm. „Mér finnst ekki hafa verið nægilega sterk áhersla á leikskólamál hjá þessum borgarstjórnarmeirihluta og ég held að það sé kominn tími til að breyta þeirri áherslu.“ Bið í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ Í svari skóla- og frístundasviðs segir að miðgildi aldurs barna við innritun hafi verið 25 mánuðir en flest börn hafi verið 23 mánaða þegar þau byrjuðu. „Það sem skýrir þessa tölur er að fjöldi barna sem byrjar í borgarreknum leikskólum kemur úr sjálfsstætt starfandi leik- og ungbarnaleikskólum og eru þar af leiðandi orðin eldri þegar þau byrja. Hækkun meðalaldurs við inntöku barna skýrist að hluta til vegna hverfanna í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ þar sem framboð á leikskólaplássum hefur ekki fjölgað í samræmi við fjölgun barna á leikskólaaldri. Börnin sem eru búsett þar hafa hafið leikskóladvöl í öðrum hverfum og eru að fá pláss í sínu nærumhverfi síðar,“ segir í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Hildar. Þá segir hann að á næsta ári megi búast við því að meðalaldur barna við inntöku verði lægri en í ár þar sem verði búið að fjölga plássum í nokkrum borgarhlutum með tilkomu Ævintýraborga, nýrra leikskóla, viðbygginga og nýrra leikskóladeilda. Forgangsmál Hildur segir að nauðsynlegt að leikskólamálin verði sett í forgang hjá Reykjavíkurborg. „Þá má til dæmis spyrja hvenær hafi sést til borgarstjóra í viðtali að ræða áherslur sínar í menntamálum eða málefnum leikskólanna eða grunnskólanna. Það er bara ekki áhugi á þessum málaflokki. Við sjáum það í nágrannasveitarfélögunum, þeim tekst öllum að leysa málið. Þetta kostar auðvitað fjármagn og tíma, en það er bara spurning um hvaða mál fólk setur á oddinn. Þetta er eitt af forgangsmálunum að mínu viti,“ segir Hildur. Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Hildur gerir málið að umtalsefni í færslu á Facebook í kjölfar svars frá skóla- og frístundasviði borgarinnar við fyrirspurn hennar um aldur barna við inngöngu í leikskóla í borginni. Í svarinu kemur fram að meðalaldur barna við inntöku á leikskóla hafi verið 29 mánuðir. Hildur segir að núna um sextán ára tímabil hafi Samfylking talað um það, kosningar eftir kosningar, að bjóða öllum börnum, tólf til átján mánaða, leikskólapláss í Reykjavik. „Hér erum við stödd, sextán árum síðar, og enn er staðan á biðlistunum svipuð og hún var fyrir kosningar fyrir fjórum árum síðan. Við erum að sjá meðalaldur barna við innritun er 29 mánuðir. Ástæða þess að börn eru að komast inn fyrr á leikskóla er að sjálfstætt starfandi leikskólar eru að leysa þann vanda, “ segir Hildur. Styttri opnunartími Hildur bendir einnig á að þær þjónustuskerðingar sem hafi orðið á leikskólunum – að þeir hafi verið að loka hálf fimm en ekki fimm. „Mér finnst ekki hafa verið nægilega sterk áhersla á leikskólamál hjá þessum borgarstjórnarmeirihluta og ég held að það sé kominn tími til að breyta þeirri áherslu.“ Bið í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ Í svari skóla- og frístundasviðs segir að miðgildi aldurs barna við innritun hafi verið 25 mánuðir en flest börn hafi verið 23 mánaða þegar þau byrjuðu. „Það sem skýrir þessa tölur er að fjöldi barna sem byrjar í borgarreknum leikskólum kemur úr sjálfsstætt starfandi leik- og ungbarnaleikskólum og eru þar af leiðandi orðin eldri þegar þau byrja. Hækkun meðalaldurs við inntöku barna skýrist að hluta til vegna hverfanna í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ þar sem framboð á leikskólaplássum hefur ekki fjölgað í samræmi við fjölgun barna á leikskólaaldri. Börnin sem eru búsett þar hafa hafið leikskóladvöl í öðrum hverfum og eru að fá pláss í sínu nærumhverfi síðar,“ segir í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Hildar. Þá segir hann að á næsta ári megi búast við því að meðalaldur barna við inntöku verði lægri en í ár þar sem verði búið að fjölga plássum í nokkrum borgarhlutum með tilkomu Ævintýraborga, nýrra leikskóla, viðbygginga og nýrra leikskóladeilda. Forgangsmál Hildur segir að nauðsynlegt að leikskólamálin verði sett í forgang hjá Reykjavíkurborg. „Þá má til dæmis spyrja hvenær hafi sést til borgarstjóra í viðtali að ræða áherslur sínar í menntamálum eða málefnum leikskólanna eða grunnskólanna. Það er bara ekki áhugi á þessum málaflokki. Við sjáum það í nágrannasveitarfélögunum, þeim tekst öllum að leysa málið. Þetta kostar auðvitað fjármagn og tíma, en það er bara spurning um hvaða mál fólk setur á oddinn. Þetta er eitt af forgangsmálunum að mínu viti,“ segir Hildur.
Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira