Innlent

Skólastjóri Fossvogsskóla hættir

Samúel Karl Ólason skrifar
Áætlað er að endurbætur á Fossvogsskóla muni kosta 1.640 milljarða króna.
Áætlað er að endurbætur á Fossvogsskóla muni kosta 1.640 milljarða króna. Vísir/Vilhelm

Skólastjóri Fossvogsskóla er hættur störfum. Það kom fram í pósti sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sendi í dag. Starfsemi Fossvogsskóla hefur verið flutt annað vegna myglu- og rakaskemmda.

Til stendur að fara í endurbætur sem áætlað er að muni kosta 1.640 milljarða króna og á framkvæmdum að ljúka haustið 2023.

Í millitíðinni verður skólastarfið í Fossvogsdal.

Til stóð að hafa yngri árganga skólans í húsnæði íþróttafélagsins Víkings í Fossvogi. Hætt var við það vegna mótmæla foreldra.

Í tölvupósti Helga segir að Ingibjörg Ýr Pálmadóttir hafi beðið um að hætta störfum frá og með 1. desember, eða á morgun. Það hafi verið samþykkt og Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir muni taka við tímabundið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×