Norsku stelpurnar unnu leikinn sem fór fram í tveimur mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 11:31 Þokan var þétt eins og sjá má á þessari mynd þegar dómari leiddi liðin af velli. AP/Hakob Berberyan Norska kvennalandsliðið í fótbolta vann 10-0 útisigur á Armeníu í síðasta leik liðsins á árinu en þetta var mjög óvenjulegur leikur. Liðin voru að mætast í undankeppni HM en Ísland vann Kýpur í sömu keppni í gær. Það er ekki nóg með að það að leikur norsku stelpnanna hafi farið fram á tveimur dögum þá fór hann fram í tveimur mánuðum. Leikurinn hófst í gær 30. nóvember en endaði í dag, 1. desember. Kvinnelandslaget slo Armenia 10-0 overvintrer på topp med VM i sikte https://t.co/E0ZpgS45wo— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 1, 2021 Dómari leiksins, Victoria Beyer frá Frakklandi, þurfti að stöðva leikinn í gær eftir sjötíu mínútna leiks af því að þokan á vellinum í Armeníu var orðin svo þétt að ekki sást á milli vítateiganna. Norska liðið var þá komið í 9-0 og sigurinn fyrir löngu í höfn. Beyer dómari beið um tíma til að athuga hvort að leikurinn gæti klárast í gær en svo fór ekki. Liðin þurftu því að mæta aftur í morgun til þess að klára leikinn. Norsku stelpurnar fengu strax vítaspyrnu og skoruðu tíunda markið sitt úr henni. Þannig urðu lokatölurnar. Norska liðið er á toppi síns riðils með sextán stig í húsi af átján mögulegum og með markatöluna 34-0. Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir sat allan leikinn á varamannabekknum. Elisabeth Terland og Lisa-Marie Utland skoruðu báðar tvö mörk í gær og hin mörkin skoruðu þær Frida Maanum, Guro Reiten, Anja Sønstevold, Guro Bergsvand og Celin Bizet Ildhusøy. Markið í dag skoraði fyrirliðinn Ingrid Syrstad Engen úr víti sem hún fékk sjálf. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Liðin voru að mætast í undankeppni HM en Ísland vann Kýpur í sömu keppni í gær. Það er ekki nóg með að það að leikur norsku stelpnanna hafi farið fram á tveimur dögum þá fór hann fram í tveimur mánuðum. Leikurinn hófst í gær 30. nóvember en endaði í dag, 1. desember. Kvinnelandslaget slo Armenia 10-0 overvintrer på topp med VM i sikte https://t.co/E0ZpgS45wo— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 1, 2021 Dómari leiksins, Victoria Beyer frá Frakklandi, þurfti að stöðva leikinn í gær eftir sjötíu mínútna leiks af því að þokan á vellinum í Armeníu var orðin svo þétt að ekki sást á milli vítateiganna. Norska liðið var þá komið í 9-0 og sigurinn fyrir löngu í höfn. Beyer dómari beið um tíma til að athuga hvort að leikurinn gæti klárast í gær en svo fór ekki. Liðin þurftu því að mæta aftur í morgun til þess að klára leikinn. Norsku stelpurnar fengu strax vítaspyrnu og skoruðu tíunda markið sitt úr henni. Þannig urðu lokatölurnar. Norska liðið er á toppi síns riðils með sextán stig í húsi af átján mögulegum og með markatöluna 34-0. Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir sat allan leikinn á varamannabekknum. Elisabeth Terland og Lisa-Marie Utland skoruðu báðar tvö mörk í gær og hin mörkin skoruðu þær Frida Maanum, Guro Reiten, Anja Sønstevold, Guro Bergsvand og Celin Bizet Ildhusøy. Markið í dag skoraði fyrirliðinn Ingrid Syrstad Engen úr víti sem hún fékk sjálf.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira