Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2021 10:16 Bólusetningabíllinn er hugsaður fyrir óbólusetta og ekki er boðið upp á örvunarskammta í bílnum. „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um bólusetningabílinn svokallaða. Boðaðar bólusetningar, það er að segja í örvunarskammt, fara fram í Laugardalshöll mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga en fimmtudaga og föstudaga er frjáls mæting fyrir óbólusetta, hálfbólusetta og þá sem ekki hafa komist í örvunarskammt á gefnum tíma. Því keyrir bólusetningabílinn, sérútbúinn sjúkrabíll, um á fimmtudögum og föstudögum en föstudagurinn síðastliðni, 28. nóvember, var fyrsti heili dagurinn sem hann fór á milli. Að sögn Ragnheiðar heimsótti bíllinn þá sex staði og gekk allt að óskum. Í bílnum er bæði hægt að fá bólusetningu og fræðslu um bólusetningar. En hversu margir hafa þegið bólusetningu í bílnum? „Þetta eru alveg nokkrir í hverri heimsókn,“ svarar Ragnheiður en segir ekki sérstaklega haldið utan um tölfræðina í bílnum. Bílnum er ætlað að ná til óbólusettra en Ragnheiður segir umræðuna einnig hafa skilað sér í aukinni aðsókn í Laugardalshöll. „Við höfum orðið vör við að þessi aukna umræða er að verða til þess að verktakar eru að mæta með starfsmenn í Höllina,“ segir Ragnheiður. Þar sé oftast um að ræða óbólusetta erlenda verkamenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um bólusetningabílinn svokallaða. Boðaðar bólusetningar, það er að segja í örvunarskammt, fara fram í Laugardalshöll mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga en fimmtudaga og föstudaga er frjáls mæting fyrir óbólusetta, hálfbólusetta og þá sem ekki hafa komist í örvunarskammt á gefnum tíma. Því keyrir bólusetningabílinn, sérútbúinn sjúkrabíll, um á fimmtudögum og föstudögum en föstudagurinn síðastliðni, 28. nóvember, var fyrsti heili dagurinn sem hann fór á milli. Að sögn Ragnheiðar heimsótti bíllinn þá sex staði og gekk allt að óskum. Í bílnum er bæði hægt að fá bólusetningu og fræðslu um bólusetningar. En hversu margir hafa þegið bólusetningu í bílnum? „Þetta eru alveg nokkrir í hverri heimsókn,“ svarar Ragnheiður en segir ekki sérstaklega haldið utan um tölfræðina í bílnum. Bílnum er ætlað að ná til óbólusettra en Ragnheiður segir umræðuna einnig hafa skilað sér í aukinni aðsókn í Laugardalshöll. „Við höfum orðið vör við að þessi aukna umræða er að verða til þess að verktakar eru að mæta með starfsmenn í Höllina,“ segir Ragnheiður. Þar sé oftast um að ræða óbólusetta erlenda verkamenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira