Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2021 10:16 Bólusetningabíllinn er hugsaður fyrir óbólusetta og ekki er boðið upp á örvunarskammta í bílnum. „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um bólusetningabílinn svokallaða. Boðaðar bólusetningar, það er að segja í örvunarskammt, fara fram í Laugardalshöll mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga en fimmtudaga og föstudaga er frjáls mæting fyrir óbólusetta, hálfbólusetta og þá sem ekki hafa komist í örvunarskammt á gefnum tíma. Því keyrir bólusetningabílinn, sérútbúinn sjúkrabíll, um á fimmtudögum og föstudögum en föstudagurinn síðastliðni, 28. nóvember, var fyrsti heili dagurinn sem hann fór á milli. Að sögn Ragnheiðar heimsótti bíllinn þá sex staði og gekk allt að óskum. Í bílnum er bæði hægt að fá bólusetningu og fræðslu um bólusetningar. En hversu margir hafa þegið bólusetningu í bílnum? „Þetta eru alveg nokkrir í hverri heimsókn,“ svarar Ragnheiður en segir ekki sérstaklega haldið utan um tölfræðina í bílnum. Bílnum er ætlað að ná til óbólusettra en Ragnheiður segir umræðuna einnig hafa skilað sér í aukinni aðsókn í Laugardalshöll. „Við höfum orðið vör við að þessi aukna umræða er að verða til þess að verktakar eru að mæta með starfsmenn í Höllina,“ segir Ragnheiður. Þar sé oftast um að ræða óbólusetta erlenda verkamenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um bólusetningabílinn svokallaða. Boðaðar bólusetningar, það er að segja í örvunarskammt, fara fram í Laugardalshöll mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga en fimmtudaga og föstudaga er frjáls mæting fyrir óbólusetta, hálfbólusetta og þá sem ekki hafa komist í örvunarskammt á gefnum tíma. Því keyrir bólusetningabílinn, sérútbúinn sjúkrabíll, um á fimmtudögum og föstudögum en föstudagurinn síðastliðni, 28. nóvember, var fyrsti heili dagurinn sem hann fór á milli. Að sögn Ragnheiðar heimsótti bíllinn þá sex staði og gekk allt að óskum. Í bílnum er bæði hægt að fá bólusetningu og fræðslu um bólusetningar. En hversu margir hafa þegið bólusetningu í bílnum? „Þetta eru alveg nokkrir í hverri heimsókn,“ svarar Ragnheiður en segir ekki sérstaklega haldið utan um tölfræðina í bílnum. Bílnum er ætlað að ná til óbólusettra en Ragnheiður segir umræðuna einnig hafa skilað sér í aukinni aðsókn í Laugardalshöll. „Við höfum orðið vör við að þessi aukna umræða er að verða til þess að verktakar eru að mæta með starfsmenn í Höllina,“ segir Ragnheiður. Þar sé oftast um að ræða óbólusetta erlenda verkamenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira