King Richard: Mynd um tennissystur, en samt aðallega pabba þeirra Heiðar Sumarliðason skrifar 2. desember 2021 14:30 Venus og Serena hlýða á viskumola frá föður sínum. Kvikmyndin King Richard fjallar um fyrstu skref Williams-systranna Venus og Serenu í tennisheiminum, en hún sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói þessa dagana. Faðir þeirra Richard Williams er þó aðalpersóna myndarinnar og dregur Williams-vagninn, líkt og í upphafi ferils systranna. Fólki finnst e.t.v. skjóta skökku við að þegar gerð er kvikmynd um framgöngu Williams-systra, séu þær sjálfar ekki í forgrunni, en eftir að hafa horft á myndina er augljóst hvers vegna kosið var að fjalla um föður þeirra. Hann er í raun mun áhugaverðari kvikmyndapersóna vegna þess hve stórgölluð mannvera hann er. Will Smith fer með hlutverk Richards og er aldrei þessu vant þolanlegur. Vonandi særi ég enga Will Smith-aðdáendur með þessum sleggjudómi mínum, því ég er vægast sagt ekki hrifinn af honum. Sú staðreynd að ég náði algjörlega að gleyma því við áhorf á King Richard segir eitthvað um frammistöðu hans. Hún er frábær. Will og Richard. Handritið hjálpar honum töluvert, það er haglega samsett varðandi þróun og afhjúpun persónu Richards. Hann er að flestu leyti tragísk persóna, þó svo hann hafi náð að koma ferli dætra sinna á koppinn líkt og hann ætlaði sér ávallt. Í langflestum tilfellum enda karakterar með persónueinkenni Richards Williams blindir uppi á heiði í leit að hömrum til að henda sér fram af. Ég veit ekki hvort titillinn King Richard eigi að vera einhverskonar tilvísun í King Lear eftir William Shakespeare (sem ég var að vísa í hér á undan), en þau hugrenningartengsl skjóta óneitanlega upp kollinum. Hver er aðal? Handritið er þó ekki gallalaus, það kemur nokkrum sinnum fyrir að mikilvæg augnablik í framvindunni eru leyst á heldur ódýran máta, líkt og þegar Serena stappar í sig stálinu og snýr við taflinu í sínum fyrsta alvöru keppnisleik. Sú sena er einmitt einkenni helsta galla myndarinnar, að aðalpersónan Richard er áhorfandi að stærstu eldraun sögunnar. Í handritsfræðum er talað um tvær megin eldraunir aðalpersónu, þá í lok annars leikþáttar og þá í þriðja leikþætti. Annars þáttar eldraunin gengur hér fullkomlega upp, þar sem hún snýr að Richard og persónulegum samböndum hans. Hún er virkilega vel leyst og uppbyggingin að henni góð, enda myndin að mestu um hann. Richard er hins vegar áhorfandi að eldraun þriðja þáttar, en þá á Serena sviðið (eða völlinn). Þetta er í raun eðlileg framvinda, sem liggur gjörsamlega í hlutarins eðli og sagan fram að þessu hefur stigmagnast í áttina að þessu augnabliki. Sú staðreynd að Serena hefur ekki fengið nægilega mikið af sviðsljósinu vinnur hinsvegar gegn áhrifum atriðsins. Þetta er eilítið eins og ef Lea prinsessa hefði verið aðalpersóna Star Wars: A New Hope, en fókusinn svo færst yfir á Loga Geimgengil í eldraun þriðja þáttar, með Leu sem áhorfanda á plánetunni Yavin IV. Grunnlögmálið í kvikmyndaskrifum er að ef um eina aðalpersónu er að ræða tekst hún á við eldraunina í öðrum og þriðja þætti, ekki einhver önnur persóna. Það er það sem áhorfendur vilja og þannig fúnkerar bara kvikmyndaformið. King Richard er hins vegar þannig uppbyggð, að hjá þessu verður ekki komist, sagan sjálf sem myndin byggir á er bara þess eðlis. Höfundarnir gera jafn vel og hægt er, þeir reyna að vinna gegn þessu með helstu brellum bransans og sagan er nægilega áhugaverð til að halda áhorfandanum við efnið, sem bjargar henni. Ef King Richard hefði hins vegar átt að ganga fyllilega upp hefði Serena þurft að vera mun stærri persóna, en hún virkar hinsvegar eins og heilaþvegið viðhengi. Sykurhúðun Richards Það má auðvitað færa rök fyrir því að myndin sé ákveðin sykurhúðun á Richard Williams, þrátt fyrir að hann sé settur fram sem mjög gallaður einstaklingur. Hann átti t.a.m. mun fleiri börn en myndin gefur til kynna, sem hann yfirgaf og skildi eftir í vosbúð. Einnig var hann mun meiri þrælapískari í raun og veru gagnvart systrunum. Hins vegar þarf aðalpersóna í Hollywood-mynd, þó gölluð sé, að vera nægilega sympatísk til að áhorfendur séu tilbúnir að halda með henni. King Richard hefði hins vegar ekki þolað nærmyndir af fleiri vörtum og líkþornum aðalpersónunnar, því nægilega margir gallar hans eru til sýnis. Ef þær kröfur sem við gerum til kvikmynda eru þær að okkur leiðist ekki og sé haldið við efnið, þá gengur King Richard upp. Hún má hins vegar ekki við því að vera grandskoðuð og verður seint talin eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Hún er þó hið fínasta stundargaman og er það ekki megin hlutverk kvikmyndalistarinnar, að fá okkur til að gleyma stund og stað í tvær klukkustundir? Niðurstaða: Will Smith kemur á óvart og neglir hlutverk Richards Williams í þessari prýðilegu mynd um tilurð tveggja ofurstjarna í tennisheiminum. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Fólki finnst e.t.v. skjóta skökku við að þegar gerð er kvikmynd um framgöngu Williams-systra, séu þær sjálfar ekki í forgrunni, en eftir að hafa horft á myndina er augljóst hvers vegna kosið var að fjalla um föður þeirra. Hann er í raun mun áhugaverðari kvikmyndapersóna vegna þess hve stórgölluð mannvera hann er. Will Smith fer með hlutverk Richards og er aldrei þessu vant þolanlegur. Vonandi særi ég enga Will Smith-aðdáendur með þessum sleggjudómi mínum, því ég er vægast sagt ekki hrifinn af honum. Sú staðreynd að ég náði algjörlega að gleyma því við áhorf á King Richard segir eitthvað um frammistöðu hans. Hún er frábær. Will og Richard. Handritið hjálpar honum töluvert, það er haglega samsett varðandi þróun og afhjúpun persónu Richards. Hann er að flestu leyti tragísk persóna, þó svo hann hafi náð að koma ferli dætra sinna á koppinn líkt og hann ætlaði sér ávallt. Í langflestum tilfellum enda karakterar með persónueinkenni Richards Williams blindir uppi á heiði í leit að hömrum til að henda sér fram af. Ég veit ekki hvort titillinn King Richard eigi að vera einhverskonar tilvísun í King Lear eftir William Shakespeare (sem ég var að vísa í hér á undan), en þau hugrenningartengsl skjóta óneitanlega upp kollinum. Hver er aðal? Handritið er þó ekki gallalaus, það kemur nokkrum sinnum fyrir að mikilvæg augnablik í framvindunni eru leyst á heldur ódýran máta, líkt og þegar Serena stappar í sig stálinu og snýr við taflinu í sínum fyrsta alvöru keppnisleik. Sú sena er einmitt einkenni helsta galla myndarinnar, að aðalpersónan Richard er áhorfandi að stærstu eldraun sögunnar. Í handritsfræðum er talað um tvær megin eldraunir aðalpersónu, þá í lok annars leikþáttar og þá í þriðja leikþætti. Annars þáttar eldraunin gengur hér fullkomlega upp, þar sem hún snýr að Richard og persónulegum samböndum hans. Hún er virkilega vel leyst og uppbyggingin að henni góð, enda myndin að mestu um hann. Richard er hins vegar áhorfandi að eldraun þriðja þáttar, en þá á Serena sviðið (eða völlinn). Þetta er í raun eðlileg framvinda, sem liggur gjörsamlega í hlutarins eðli og sagan fram að þessu hefur stigmagnast í áttina að þessu augnabliki. Sú staðreynd að Serena hefur ekki fengið nægilega mikið af sviðsljósinu vinnur hinsvegar gegn áhrifum atriðsins. Þetta er eilítið eins og ef Lea prinsessa hefði verið aðalpersóna Star Wars: A New Hope, en fókusinn svo færst yfir á Loga Geimgengil í eldraun þriðja þáttar, með Leu sem áhorfanda á plánetunni Yavin IV. Grunnlögmálið í kvikmyndaskrifum er að ef um eina aðalpersónu er að ræða tekst hún á við eldraunina í öðrum og þriðja þætti, ekki einhver önnur persóna. Það er það sem áhorfendur vilja og þannig fúnkerar bara kvikmyndaformið. King Richard er hins vegar þannig uppbyggð, að hjá þessu verður ekki komist, sagan sjálf sem myndin byggir á er bara þess eðlis. Höfundarnir gera jafn vel og hægt er, þeir reyna að vinna gegn þessu með helstu brellum bransans og sagan er nægilega áhugaverð til að halda áhorfandanum við efnið, sem bjargar henni. Ef King Richard hefði hins vegar átt að ganga fyllilega upp hefði Serena þurft að vera mun stærri persóna, en hún virkar hinsvegar eins og heilaþvegið viðhengi. Sykurhúðun Richards Það má auðvitað færa rök fyrir því að myndin sé ákveðin sykurhúðun á Richard Williams, þrátt fyrir að hann sé settur fram sem mjög gallaður einstaklingur. Hann átti t.a.m. mun fleiri börn en myndin gefur til kynna, sem hann yfirgaf og skildi eftir í vosbúð. Einnig var hann mun meiri þrælapískari í raun og veru gagnvart systrunum. Hins vegar þarf aðalpersóna í Hollywood-mynd, þó gölluð sé, að vera nægilega sympatísk til að áhorfendur séu tilbúnir að halda með henni. King Richard hefði hins vegar ekki þolað nærmyndir af fleiri vörtum og líkþornum aðalpersónunnar, því nægilega margir gallar hans eru til sýnis. Ef þær kröfur sem við gerum til kvikmynda eru þær að okkur leiðist ekki og sé haldið við efnið, þá gengur King Richard upp. Hún má hins vegar ekki við því að vera grandskoðuð og verður seint talin eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Hún er þó hið fínasta stundargaman og er það ekki megin hlutverk kvikmyndalistarinnar, að fá okkur til að gleyma stund og stað í tvær klukkustundir? Niðurstaða: Will Smith kemur á óvart og neglir hlutverk Richards Williams í þessari prýðilegu mynd um tilurð tveggja ofurstjarna í tennisheiminum.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira