Í uppfærslu á vísitölunni sem var tilkynnt 11. nóvember og tók gildi í dag fengu íslensku félögin sem eru þar inni öll aukna vigt og ný félög bættust við. Eftir uppfærsluna eru félögin fjórtán talsins.
Síldarvinnslan og Íslandsbanki komu ný inn í vísitöluna og fengu 0,36 og 0,52 prósenta vigt. Aukningin var hlutfallslega mest hjá Kviku en vigt félagsins jókst úr 0,4 upp í 0,7 prósent. Marel er nú sjöunda stærsta félagið í vísitölunni með 2,9 prósenta vigt og Arion númer tuttugu með 1,5 prósenta vigt.
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn var tekinn inn í Frontier Markets vísitölur MSCI í lok maí á þessu ári og í kjölfarið fór að bera á talsverðu innflæði á hlutabréfamarkaðinn, einkum í bréf Arion banka og Marel. Mikið fjármagn fylgir vísitölum MSCI en nokkur fjöldi af sjóðum fjárfestir í samræmi við vísitöluna eða hefur hana sem viðmið.
![](https://www.visir.is/i/5599C069FB92CE16A4265261805E10CC18D3AA5FE27FF2B9F7AD1DC16689FBF3_713x0.jpg)
Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.