Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku hættir störfum hjá bankanum Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku síðustu ár hefur látið af störfum en ráðgjöfin hjá bankanum er meðal annars innlendur umsjónaraðili í áformuðu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka síðar á árinu. Innherji 28.2.2025 18:22
Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Önnur Airbus-þota Icelandair er væntanleg til Íslands á morgun frá verksmiðjunum í Hamborg. Áætlað er að hún lendi í Keflavík í hádeginu, um klukkan 12:30. Þotan fær nafnið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB. Viðskipti innlent 28.2.2025 15:15
Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Mun fleiri eru andvígir en hlynntir sameiningu Íslandsbanka og Arion banka. Þá telja landsmenn lítinn sem engann ávinning verða af slíkri sameiningu fyrir borgara þessa lands. Viðskipti innlent 28.2.2025 14:29
Fossar juku hlutaféð um 600 milljónir eftir hækkun á eiginfjárkröfu bankans Innherji 27.2.2025 14:57
Óvænt gengisstyrking þegar lífeyrissjóðir fóru að draga úr gjaldeyriskaupum Snörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið sérfræðingum nokkuð á óvart og skýrist meðal annars af því að lífeyrissjóðir hafa haldið að sér höndum í kaupum á gjaldeyri. Á meðan sú staða helst óbreytt er sennilegt að krónan verði áfram undir þrýstingi til styrkingar, að mati gjaldeyrismiðlara, þrátt fyrir að hún verði að teljast vera á háum gildum um þessar mundir miðað við flesta mælikvarða. Innherji 26. febrúar 2025 18:18
Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn hefur tilkynnt að dómur Hæstaréttar, um 400 milljóna króna stjórnvaldssekt, muni lækka afkomuspá félagsins um sömu upphæð. Dómurinn er sagður valda verulegum vonbrigðum. Viðskipti innlent 26. febrúar 2025 16:56
Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Hæstiréttur hæfur dæmt Símann til að greiða fjögur hundruð milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna samkeppnislagabrota í tengslum við sölu á enska boltanum. Viðskipti innlent 26. febrúar 2025 15:05
Yfir 200 milljarða innlánahengja gæti leitað á eignamarkað með lægri vöxtum Frá því að raunstýrivextir urðu að nýju jákvæðir fyrir tveimur árum hafa innlán heimilanna aukist um 460 milljarða, mun meira en mætti vænta miðað við leitni vaxtar í hlutfalli við landsframleiðslu, og stóra spurningin er hvert „innlánahengjan“ leitar þegar vextir fara lækkandi, að sögn aðalhagfræðings Kviku. Hann telur sennilegt að áhrifin sjáist fyrst á eignamörkuðum með auknum hvata eignameiri fólks til að ráðstafa lausu fé í áhættusamari fjárfestingar en þegar fram í sækir gæti þessi mikli „umfram“ sparnaður takmarkað svigrúm Seðlabankans til lækkunar á raunvaxtaaðhaldinu. Innherji 26. febrúar 2025 14:38
Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Undanfarin ár hefur Akureyrarflugvöllur gengið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu og loksins hefur reglulegt millilandaflug hafist frá Norðurlandi sem er virkilega mikilvæg þróun fyrir svæðið og íbúa þess. Skoðun 26. febrúar 2025 14:00
Strákar og stálp fá styrk Háskólinn í Reykjavík fagnar nýundirrituðu samkomulagi milli Háskólans í Reykjavík og JBT Marel og Brim um styrkveitingu fyrir viðburðinum Strákar og stálp í háskóla sem mun fara fram nú í vor. Viðskipti innlent 26. febrúar 2025 11:33
Arðgreiðslur frá stórum ríkisfélögum um tíu milljörðum yfir áætlun fjárlaga Hlutdeild ríkissjóðs í boðuðum arðgreiðslum stærstu ríkisfyrirtækjanna, einkum Landsbankans og Landsvirkjunar, verður nærri tíu milljörðum króna meiri á þessu ári heldur en hafði verið áætlað í fjárlögum sem voru samþykkt í nóvember í fyrra. Arðgreiðslurnar minnka hins vegar lítillega að umfangi á milli ára en þar munar mestu um minni hagnað hjá Landsvirkjun eftir að hafa skilað metafkomu á árinu 2023. Innherji 25. febrúar 2025 16:28
Góður fyrsti aldarfjórðungur Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Skoðun 25. febrúar 2025 08:03
Bankar og VÍS keyptu meginþorra bréfa vogunarsjóðsins Taconic í SKEL Það voru einkum nokkrir bankar fyrir hönd viðskiptavina sinna, ásamt tryggingafélaginu VÍS, sem stóðu að kaupum í SKEL þegar erlendi vogunarsjóðurinn Taconic Capital losaði um allan eignarhlut sinn í fjárfestingafélaginu fyrr í þessum mánuði fyrir nærri tvo milljarða króna. Innherji 24. febrúar 2025 17:32
Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Síðan árið 2022 hafa hafnarverkamenn staðið í ströngu í baráttu sinni við Eimskip og stéttarfélagið Eflingu. Markmið þeirra hefur verið að fá viðurkennt félag hafnarverkamanna sem lögmætan samningsaðila fyrir sína félagsmenn. Þessi barátta hefur verið löng og ströng, en hún hefur einnig sýnt styrk og samstöðu meðal verkamanna. Skoðun 24. febrúar 2025 15:30
Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Auðunn Þór Sólberg Björgvinsson hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra hjá Reitum og mun sinna fjölbreyttum verkefnum sem styðja við stefnu og markmið félagsins, meðal annars um framúrskarandi rekstur og bætta upplifun viðskiptavina. Auðunn mun sinna tilboðs- og leigusamningargerð við nýja og núverandi leigutaka, og að viðhalda og styrkja viðskiptasambönd félagsins. Viðskipti innlent 24. febrúar 2025 09:50
Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Velta barna á veðmálasíðum hefur fimmfaldast á milli ára en Íslandsbanki hefur lokað á innlagnir ungmenna á slíkar síður. Forstöðumaður greiðslukortaviðskipta bankans segir aðgengi barna að síðunum of greitt. Innlent 22. febrúar 2025 19:16
Eignir í stýringu Stefnis jukust um meira en þriðjung á sveiflukenndu ári Hagnaður sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélag Arion banka, stóð nánast í stað í fyrra en á sama tíma jukust hins vegar eignir í stýringu um samtals tæplega níutíu milljarða króna, meðal annars vegar stofnunar stórra nýrra sjóða og jákvæðrar ávöxtunar á ári sem var „heilt yfir gott“ á mörkuðum. Félagið nefnir að sparnaður heimilanna, sem er einkum á innlánsreikningum, sé verulega hár um þessar mundir og með væntingum um frekari vaxtalækkanir er líklegt að þeir fjármuni leiti í áhættusamari fjárfestingarkosti. Innherji 22. febrúar 2025 12:17
Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Öruggt og áreiðanlegt vegakerfi er mikilvægur þáttur í að tryggja blómlegt atvinnulíf og styður við lífsgæði á landsbyggðinni með stöðugan aðgang að vörum og hráefnum um allt land. Skoðun 22. febrúar 2025 08:30
Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Farþegi um borð í Airbus-flugvél Icelandair, sem gat ekki lent í Osló vegna þoku og endaði í Stokkhólmi í morgun, er ekki sáttur með vinnubrögð flugfélagsins. Litlar upplýsingar hafi fengist frá félaginu, farþegar séu settir í óþægilega stöðu og verði bæði af peningum og tíma. Neytendur 21. febrúar 2025 21:53
Vænta þess að hagnast árlega um nærri hálfan milljarð af leigu á þremur vélum Með nýju samkomulagi um leigu á þremur vélum úr flota sínum fram til ársins 2027 hafa stjórnendur Play væntingar um að það muni skila sér í árlegum hagnaði fyrir flugfélagið upp á liðlega eina milljón Bandaríkjadala fyrir hverja vél. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri þrjátíu prósent eftir að félagið kynnti uppgjör sitt í byrjun vikunnar en fjárfestar telja víst að þörf sé á auknu hlutafé fyrr en síðar. Innherji 21. febrúar 2025 15:50
Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands. Innlent 21. febrúar 2025 14:04
Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa hafa undirritað samrunasamning sem byggir á samkomulagi sem félögin undirrituðu 18. desember síðastliðinn. Viðskipti innlent 21. febrúar 2025 06:36
Afkoma ársins undir væntingum Rekstrarhagnaður samstæðu Sýnar nam 739 milljónum króna árið 2024 samanborið við 3.544 milljónir króna árið 2023. Tap eftir skatta fyrir virðirýrnun nam 357 milljónum samanborið við 2.109 króna hagnað í fyrra. Viðskipti innlent 20. febrúar 2025 20:05
Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Stjórn flugfélagsins PLAY sendi frá sér tilkynningu þar sem hún harmar óskýrar tilkynningar og fréttaflutning um rekstrarhæfi félagsins. Tilkynningar af þessu tagi valdi félaginu tjóni. Viðskipti innlent 20. febrúar 2025 20:00
Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Heimar hf. hafa undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Tryggvagötu ehf., sem á fasteignirnar að Tryggvagötu 10 og 14. Fasteignirnar hýsa Exeter hótelið og samskiptafélagið Aton. Bygging fasteignanna var mjög umdeild enda var friðað hús rifið til þess að þeim yrði komið fyrir. Viðskipti innlent 20. febrúar 2025 13:08