Veit ekki neitt og bíður spenntur eins og aðrir Snorri Másson skrifar 1. desember 2021 21:00 Heiðar Ingi Svansson, formaður Félagsins íslenskra bókaútgefenda. Vísir/vilhelm Jólabókaflóðið er í fullum gangi nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til aðfangadags. Aldrei hafa fleiri konur verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en þar eru 17 konur á móti fimm körlum. Tilnefningarathöfnin er auðvitað fastur punktur í flóðinu ár hvert. Þá eru 15 bækur í þremur flokkum sæmdar hinum söluvænlega gullmiða, sem er þá væntanlegur hérna á bækurnar í búðunum von bráðar. Við kíktum í bókabúð og fórum yfir titlana sem eru tilnefndir í ár: Í ár dregur ýmislegt til tíðinda. Arnaldur Indriðason er tilnefndur í annað sinn fyrir bók sem ber þann kappsama titil Sigurverkið. Að þessu sinni er hann ekki að gefa út glæpasögu, þannig að sá grunur læðist að manni að þar sé dómnefndin að sæta lagi og tilnefna hann í hvelli, þar sem hún er nú vön að virða glæpasögur ekki viðlits. Svo er það Guðni Elísson með Ljósgildruna, sem er skemmtilegt í ljósi þess að að mati margra er bók hans hrein ádeila á til dæmis hégóma í tengslum við bókmenntaverðlaun hvers konar. Aðalverðlaunin Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags bókaútgefenda, segir skáldskapinn og innihald bókanna ráða för, en ekki hvort kynið skrifi. Í viðtali við fréttastofu féllst hann í gamni á að sú ráðstöfun dómnefndarinnar að tilnefna sautján konur en fimm karla kynni að skiljast sem markviss atlaga að því að skáka Fjöruverðlaununum. Þau verðlaun eru eins og sumir lesendur munu þekkja einungis fyrir konur. „Þetta eru aðalverðlaunin,“ segir Heiðar. „Sá besti vinnur alltaf. Ég hef ekkert um það að segja, dómnefndirnar ráða því. Það eru þær sem munu komast að niðurstöðu og ég bíð spenntur eins og aðrir. Ég er búinn að lesa töluvert og mér finnst þetta skemmtilegt og breitt úrval af bókum sem voru tilnefndar hér í dag.“ Tilnefningarnar Skáldverk Arnaldur Indriðason Sigurverkið Útgefandi: Vaka Helgafell „Höfundur slær hér nýjan tón frá fyrri verkum með sögulegri skáldsögu þar sem persónur úr íslenskum og dönskum veruleika fyrri alda leiða söguna áfram. Harmræn örlagasaga, skrifuð af viðkvæmni og virðingu fyrir sögupersónunum, í fallegum og grípandi texta sem vekur samkennd og sterkar tilfinningar lesenda.“ Guðni Elísson Ljósgildran Útgefandi: Lesstofan „Marglaga og margslungið skáldverk sem er allt í senn, sársaukafullt tregaljóð, skúrkasaga, samtímasaga, ádeila á verðmætamat samfélagsins og karnivalísk afbygging þar sem furðuverur varpa ljósi á valdakerfi samtímans. Úthugsuð uppbygging sem er reglulega sprengd upp - þegar textinn flæðir yfir mörk alls þess sem hingað til hefur skilgreint skáldsögur. Tímamótaverk þar sem bókstaflega allt er undir.“ Hallgrímur Helgason Sextíu kíló af kjaftshöggum Útgefandi: JPV útgáfa „Styrkleikar höfundar mætast í glitrandi og kjarnyrtri veröld síldarplansins, þar sem fyrstu skref þjóðar úr torfkofunum speglast í þrá aðalsöguhetjunnar eftir betra lífi og sjálfstæði. Síldarvals þar sem húmor og harmur koma saman í miskunnarlausri framrás tímans. Líður alls ekki fyrir að vera sjálfstætt framhald verðlaunaverks, heldur stendur fullkomlega á eigin fótum.“ Kamilla Einarsdóttir Tilfinningar eru fyrir aumingja Útgefandi: Veröld „Leit hinnar femínísku andhetju að sjálfsmynd, í misvondum ástarsamböndum, ýmsum hlutverkum í vinahópnum, á botni bjórflösku og í þungarokkshljómsveit snemm miðaldra skólafélaga sem kunna ekki á hljóðfæri. Sterk samtímasaga þar sem ískaldri kaldhæðni og depurð er fléttað saman í hressilegum texta, sem er skrifaður af viðkvæmni og væntumþykju.“ Svikaskáld: Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir Olía Útgefandi: Mál og menning „Hressandi frásögn af uppreisn sex kvenna gegn hefðbundnum kynhlutverkum. Grípandi ádeila á viðjar vanans og tilraunir til að brjótast undan hlekkjum hugarfars feðraveldisins. Verkið er óvenjulegt að því leytinu að hér taka sex höfundar sig saman um að segja eina sögu frá sjónarhóli sex kvenna sem tengjast þó innbyrðis með mismiklum hætti. Þrátt fyrir mismunandi stíla og ólíkar raddir höfunda verður úr sterk samfelld frásögn þar sem samtímamálefni eru til umfjöllunar.“ ... Dómnefnd skipuðu: Andri Yrkill Valsson, formaður dómnefndar, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Jón Svanur Jóhannsson. Fræðibækur og rit almenns efnis Guðrún Ása Grímsdóttir Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla I-III Útgefandi: Hið íslenzka fornritafélag „Sturlunga er samtímaheimild um örlagaríka ófriðartíma í sögu Íslands (1117-1264). Skinnhandritin tvö frá 14. öld eru skert og því er til viðbótar stuðst við yngri eftirrit í nýrri útgáfu Sturlungu sem Guðrún Ása Grímsdóttir hefur séð um. Vandvirkni og fræðileg úttekt hennar gerir lesendum nútímans unnt að njóta hins forna rits í hvívetna. Sagnasafnið Sturlunga inniheldur m.a. einn fjársjóða 13. aldar sem er Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar. Fróðleg og spennandi lesning.“ Kristjana Vigdís Ingvadóttir Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu : Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku Útgefandi: Sögufélag „Höfundur leitar svara við nokkrum spurningum, m.a. hversu víðtæk var notkun dönskunnar á 18. og 19. öld á Íslandi, hvar bar hana helst niður og hvers vegna ekki var skipt yfir í dönsku eins og rektor einn lagði til? Höfundur setur frumrannsókn sína í samhengi við fyrri rannsóknir fræðimanna á einstaklega skipulegan og ferskan hátt. Virðing Dana fyrir menningararfi Íslendinga kemur ef til vill einna helst á óvart. Í lok bókar spyrðir höfundur áhyggjum fyrri alda varðandi íslenskt mál saman við þær sem tilheyra deginum í dag. Hressandi lesning.“ Sigrún Helgadóttir Sigurður Þórarinsson : Mynd af manni I-II Útgefandi: Náttúruminjasafn Íslands „Allt við þetta mikla ritverk hrífur, efnistök við ritun sögu Sigurðar Þórarinssonar og sjálft bókverkið, sem er markvisst og fagurlega myndskreytt. Rannsóknir vítt og breitt um landið, eldgos, jöklar, jarðlög, náttúruvernd, söngtextar og önnur áhugamál vísindamannsins sindra á hverri blaðsíðu.“ Snorri Baldursson Vatnajökulsþjóðgarður: Gersemi á heimsvísu Útgefandi: JPV útgáfa „Lesandinn verður margs fróðari um jökla- og jarðfræði, lífríki og mikilfenglegar náttúruminjar svæðisins og verndun þess. Megintexti, kort, skýringarmyndir og ljósmyndir gefa margbreytilega mynd af viðfangsefninu. Höfundur leiðir lesandann í gegnum sérstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs á skýran og fróðlegan hátt með fallegu myndefni. Hrífandi falleg bók.“ Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Bærinn brennur : Síðasta aftakan á Íslandi Útgefandi: JPV útgáfa „Leiftrandi nærgætin frásögn upp úr bestu heimildum varpar nýju ljósi á aðdraganda og eftirmál hryllilegra atburða er gerðust í byrjun 19. aldar. „Mörg er angistin í nærmynd þessarar sögu“ lýsir vel upplifun við lestur bókarinnar. Lesandinn fær að fylgja höfundi um heimildir og finnur sig fljótt uggandi við túnfótinn.“ ... Dómnefnd skipuðu: Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, formaður dómnefndar, Katrín Ólöf Einarsdóttir og Ingi Bogi Bogason. Barna- og ungmennabækur Arndís Þórarinsdóttir Bál tímans : Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár Útgefandi: Mál og menning „Óvæntur sögumaður tekur lesanda með í fróðlegt ferðalag. Myndir gæða bókina miklu lífi og auka lestraránægjuna. Bókin segir frá helsta fjársjóði íslenskra bókmennta á nýstárlegan hátt og kynnir handritin fyrir ungum lesendum.“ Guðlaug Jónsdóttir og Hlíf Una Bárudóttir myndhöfundur Í huganum heim Útgefandi: Guðlaug Jónsdóttir og Karl K. Ásgeirsson „Hugljúf, raunsæ og hversdagsleg frásögn af sveitalífi fyrri tíma. Gullfallegar myndir prýða frumraun höfundar og gera söguna ljóslifandi þannig að nánast megi bragða á matnum eða ganga inn í herbergi og leika sér.“ Jakob Ómarsson Ferðalagið : styrkleikabók Útgefandi: Af öllu hjarta „Bókin er skemmtileg lesning og hvetur til aukins tilfinningaþroska. Aukaefni fylgir bókinni sem útskýrir efni hennar og nýtist við lesturinn. Framsetning bókarinnar gerir hana að einstakri frumraun.“ Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir myndhöfundur Reykjavík barnanna Útgefandi: Iðunn „Bókin fetar troðnar slóðir, sögusviðið er stórt og mikið og spannar fjölda ára. Fallegar myndskreytingar gera bókina aðgengilega lesendum á öllum aldri svo úr verður fræðandi og skemmtileg heimild um höfuðborgina okkar.“ Þórunn Rakel Gylfadóttir Akam, ég og Annika Útgefandi: Angústúra „Bókin er margræð þroskasaga um margbreytileika mannlífsins og erfiðleika sem fylgja því að vaxa úr grasi. Bókin kemur inn á mörg samfélagsleg málefni og vekur lesendur til umhugsunar um hvort við viljum grípa til aðgerða eða vera hlutlaus áhorfandi. Frábær frumraun höfundar sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni.“ ... Dómnefnd skipuðu: Ragna Gestsdóttir, formaður dómnefndar, Stefán Rafn Stefánsson og Vignir Árnason Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Fimm karlar og sautján konur tilnefndar Hallgrímur Helgason og Þórunn Jarla hljóta sína 6. tilnefningu hvort til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. 1. desember 2021 17:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Tilnefningarathöfnin er auðvitað fastur punktur í flóðinu ár hvert. Þá eru 15 bækur í þremur flokkum sæmdar hinum söluvænlega gullmiða, sem er þá væntanlegur hérna á bækurnar í búðunum von bráðar. Við kíktum í bókabúð og fórum yfir titlana sem eru tilnefndir í ár: Í ár dregur ýmislegt til tíðinda. Arnaldur Indriðason er tilnefndur í annað sinn fyrir bók sem ber þann kappsama titil Sigurverkið. Að þessu sinni er hann ekki að gefa út glæpasögu, þannig að sá grunur læðist að manni að þar sé dómnefndin að sæta lagi og tilnefna hann í hvelli, þar sem hún er nú vön að virða glæpasögur ekki viðlits. Svo er það Guðni Elísson með Ljósgildruna, sem er skemmtilegt í ljósi þess að að mati margra er bók hans hrein ádeila á til dæmis hégóma í tengslum við bókmenntaverðlaun hvers konar. Aðalverðlaunin Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags bókaútgefenda, segir skáldskapinn og innihald bókanna ráða för, en ekki hvort kynið skrifi. Í viðtali við fréttastofu féllst hann í gamni á að sú ráðstöfun dómnefndarinnar að tilnefna sautján konur en fimm karla kynni að skiljast sem markviss atlaga að því að skáka Fjöruverðlaununum. Þau verðlaun eru eins og sumir lesendur munu þekkja einungis fyrir konur. „Þetta eru aðalverðlaunin,“ segir Heiðar. „Sá besti vinnur alltaf. Ég hef ekkert um það að segja, dómnefndirnar ráða því. Það eru þær sem munu komast að niðurstöðu og ég bíð spenntur eins og aðrir. Ég er búinn að lesa töluvert og mér finnst þetta skemmtilegt og breitt úrval af bókum sem voru tilnefndar hér í dag.“ Tilnefningarnar Skáldverk Arnaldur Indriðason Sigurverkið Útgefandi: Vaka Helgafell „Höfundur slær hér nýjan tón frá fyrri verkum með sögulegri skáldsögu þar sem persónur úr íslenskum og dönskum veruleika fyrri alda leiða söguna áfram. Harmræn örlagasaga, skrifuð af viðkvæmni og virðingu fyrir sögupersónunum, í fallegum og grípandi texta sem vekur samkennd og sterkar tilfinningar lesenda.“ Guðni Elísson Ljósgildran Útgefandi: Lesstofan „Marglaga og margslungið skáldverk sem er allt í senn, sársaukafullt tregaljóð, skúrkasaga, samtímasaga, ádeila á verðmætamat samfélagsins og karnivalísk afbygging þar sem furðuverur varpa ljósi á valdakerfi samtímans. Úthugsuð uppbygging sem er reglulega sprengd upp - þegar textinn flæðir yfir mörk alls þess sem hingað til hefur skilgreint skáldsögur. Tímamótaverk þar sem bókstaflega allt er undir.“ Hallgrímur Helgason Sextíu kíló af kjaftshöggum Útgefandi: JPV útgáfa „Styrkleikar höfundar mætast í glitrandi og kjarnyrtri veröld síldarplansins, þar sem fyrstu skref þjóðar úr torfkofunum speglast í þrá aðalsöguhetjunnar eftir betra lífi og sjálfstæði. Síldarvals þar sem húmor og harmur koma saman í miskunnarlausri framrás tímans. Líður alls ekki fyrir að vera sjálfstætt framhald verðlaunaverks, heldur stendur fullkomlega á eigin fótum.“ Kamilla Einarsdóttir Tilfinningar eru fyrir aumingja Útgefandi: Veröld „Leit hinnar femínísku andhetju að sjálfsmynd, í misvondum ástarsamböndum, ýmsum hlutverkum í vinahópnum, á botni bjórflösku og í þungarokkshljómsveit snemm miðaldra skólafélaga sem kunna ekki á hljóðfæri. Sterk samtímasaga þar sem ískaldri kaldhæðni og depurð er fléttað saman í hressilegum texta, sem er skrifaður af viðkvæmni og væntumþykju.“ Svikaskáld: Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir Olía Útgefandi: Mál og menning „Hressandi frásögn af uppreisn sex kvenna gegn hefðbundnum kynhlutverkum. Grípandi ádeila á viðjar vanans og tilraunir til að brjótast undan hlekkjum hugarfars feðraveldisins. Verkið er óvenjulegt að því leytinu að hér taka sex höfundar sig saman um að segja eina sögu frá sjónarhóli sex kvenna sem tengjast þó innbyrðis með mismiklum hætti. Þrátt fyrir mismunandi stíla og ólíkar raddir höfunda verður úr sterk samfelld frásögn þar sem samtímamálefni eru til umfjöllunar.“ ... Dómnefnd skipuðu: Andri Yrkill Valsson, formaður dómnefndar, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Jón Svanur Jóhannsson. Fræðibækur og rit almenns efnis Guðrún Ása Grímsdóttir Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla I-III Útgefandi: Hið íslenzka fornritafélag „Sturlunga er samtímaheimild um örlagaríka ófriðartíma í sögu Íslands (1117-1264). Skinnhandritin tvö frá 14. öld eru skert og því er til viðbótar stuðst við yngri eftirrit í nýrri útgáfu Sturlungu sem Guðrún Ása Grímsdóttir hefur séð um. Vandvirkni og fræðileg úttekt hennar gerir lesendum nútímans unnt að njóta hins forna rits í hvívetna. Sagnasafnið Sturlunga inniheldur m.a. einn fjársjóða 13. aldar sem er Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar. Fróðleg og spennandi lesning.“ Kristjana Vigdís Ingvadóttir Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu : Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku Útgefandi: Sögufélag „Höfundur leitar svara við nokkrum spurningum, m.a. hversu víðtæk var notkun dönskunnar á 18. og 19. öld á Íslandi, hvar bar hana helst niður og hvers vegna ekki var skipt yfir í dönsku eins og rektor einn lagði til? Höfundur setur frumrannsókn sína í samhengi við fyrri rannsóknir fræðimanna á einstaklega skipulegan og ferskan hátt. Virðing Dana fyrir menningararfi Íslendinga kemur ef til vill einna helst á óvart. Í lok bókar spyrðir höfundur áhyggjum fyrri alda varðandi íslenskt mál saman við þær sem tilheyra deginum í dag. Hressandi lesning.“ Sigrún Helgadóttir Sigurður Þórarinsson : Mynd af manni I-II Útgefandi: Náttúruminjasafn Íslands „Allt við þetta mikla ritverk hrífur, efnistök við ritun sögu Sigurðar Þórarinssonar og sjálft bókverkið, sem er markvisst og fagurlega myndskreytt. Rannsóknir vítt og breitt um landið, eldgos, jöklar, jarðlög, náttúruvernd, söngtextar og önnur áhugamál vísindamannsins sindra á hverri blaðsíðu.“ Snorri Baldursson Vatnajökulsþjóðgarður: Gersemi á heimsvísu Útgefandi: JPV útgáfa „Lesandinn verður margs fróðari um jökla- og jarðfræði, lífríki og mikilfenglegar náttúruminjar svæðisins og verndun þess. Megintexti, kort, skýringarmyndir og ljósmyndir gefa margbreytilega mynd af viðfangsefninu. Höfundur leiðir lesandann í gegnum sérstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs á skýran og fróðlegan hátt með fallegu myndefni. Hrífandi falleg bók.“ Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Bærinn brennur : Síðasta aftakan á Íslandi Útgefandi: JPV útgáfa „Leiftrandi nærgætin frásögn upp úr bestu heimildum varpar nýju ljósi á aðdraganda og eftirmál hryllilegra atburða er gerðust í byrjun 19. aldar. „Mörg er angistin í nærmynd þessarar sögu“ lýsir vel upplifun við lestur bókarinnar. Lesandinn fær að fylgja höfundi um heimildir og finnur sig fljótt uggandi við túnfótinn.“ ... Dómnefnd skipuðu: Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, formaður dómnefndar, Katrín Ólöf Einarsdóttir og Ingi Bogi Bogason. Barna- og ungmennabækur Arndís Þórarinsdóttir Bál tímans : Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár Útgefandi: Mál og menning „Óvæntur sögumaður tekur lesanda með í fróðlegt ferðalag. Myndir gæða bókina miklu lífi og auka lestraránægjuna. Bókin segir frá helsta fjársjóði íslenskra bókmennta á nýstárlegan hátt og kynnir handritin fyrir ungum lesendum.“ Guðlaug Jónsdóttir og Hlíf Una Bárudóttir myndhöfundur Í huganum heim Útgefandi: Guðlaug Jónsdóttir og Karl K. Ásgeirsson „Hugljúf, raunsæ og hversdagsleg frásögn af sveitalífi fyrri tíma. Gullfallegar myndir prýða frumraun höfundar og gera söguna ljóslifandi þannig að nánast megi bragða á matnum eða ganga inn í herbergi og leika sér.“ Jakob Ómarsson Ferðalagið : styrkleikabók Útgefandi: Af öllu hjarta „Bókin er skemmtileg lesning og hvetur til aukins tilfinningaþroska. Aukaefni fylgir bókinni sem útskýrir efni hennar og nýtist við lesturinn. Framsetning bókarinnar gerir hana að einstakri frumraun.“ Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir myndhöfundur Reykjavík barnanna Útgefandi: Iðunn „Bókin fetar troðnar slóðir, sögusviðið er stórt og mikið og spannar fjölda ára. Fallegar myndskreytingar gera bókina aðgengilega lesendum á öllum aldri svo úr verður fræðandi og skemmtileg heimild um höfuðborgina okkar.“ Þórunn Rakel Gylfadóttir Akam, ég og Annika Útgefandi: Angústúra „Bókin er margræð þroskasaga um margbreytileika mannlífsins og erfiðleika sem fylgja því að vaxa úr grasi. Bókin kemur inn á mörg samfélagsleg málefni og vekur lesendur til umhugsunar um hvort við viljum grípa til aðgerða eða vera hlutlaus áhorfandi. Frábær frumraun höfundar sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni.“ ... Dómnefnd skipuðu: Ragna Gestsdóttir, formaður dómnefndar, Stefán Rafn Stefánsson og Vignir Árnason
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Fimm karlar og sautján konur tilnefndar Hallgrímur Helgason og Þórunn Jarla hljóta sína 6. tilnefningu hvort til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. 1. desember 2021 17:45 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Fimm karlar og sautján konur tilnefndar Hallgrímur Helgason og Þórunn Jarla hljóta sína 6. tilnefningu hvort til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. 1. desember 2021 17:45