Fimmtán ára byssumaður ákærður fyrir hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 23:42 Nemendur faðmast við minnisvarða við framhaldsskólann þar sem fjórir voru skotnir til bana í gær. AP/Paul Sancya Fimmtán ára drengur sem skaut fjóra samnemendur sína til bana og særði sjö í skóla nærri Detroit í Bandaríkjunum í gær hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk, morð, morðtilraunir, vopnalagabrot og fleira. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum manni. Dómari úrskurðaði í dag að Ethan Crumbley, byssumaðurinn, skyldi færður úr fangelsi fyrir ólögráða í fangelsi fyrir fullorðna. Þegar honum voru kynntar ákærurnar í dag lýsti lögmaður hans yfir sakleysi hans. Þau sem dóu í árásinni voru sextán ára drengur og fjórtán og sautján ára stúlkur. Annar drengur, sem var sautján ára, dó svo af sárum sínum í dag. Crumbley hóf skothríð sína í Oxford-framhaldsskólanum í Oakland-sýslu skammt norður af Detroit í gær. Það gerði hann með hálfsjálfvirkri skammbyssu sem faðir hans keypti þann 26. nóvember. Kvöldið áður hafði hann tekið upp myndband af sér tala um að myrða samnemendur sína. Hinn fimmtán ára gamli Ethan Crumbley í dómsal í dag.AP/Paul Sancya AP fréttaveitan hefur eftir Karen McDonald, saksóknara, lögreglan hafi þegar safnað „fjalli“ sönnunargagna sem gefi til kynna að Crumbley hafi skipulagt ódæðið. Á þriðjudaginn, nokkrum klukkustundum fyrir skothríðina, höfðu foreldrar Crumbley verið kallaði á fund skólastjóra skólans vegna hegðunar drengsins sem vakti áhyggjur starfsmanna. Ekki var gefið upp í dómsal í kvöld hverskonar hegðun það var en Crumbley er sagður hafa verið með byssuna á sér í skólanum. Saksóknarar sögðu að Crumbley hefði farið inn á salerni með bakpoka og komið út með skammbyssuna í hendinni. Þá hafi hann skotið á samnemendur sína af handahófi. Hann hleypti af rúmlega þrjátíu skotum og var þar að auki með átján skot til viðbótar þegar hann gafst upp fyrir lögregluþjónum, samkvæmt frétt Washington Post. Verið er að kanna hvort ákæra eigi foreldra Crumbley einnig. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. 30. nóvember 2021 23:43 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Dómari úrskurðaði í dag að Ethan Crumbley, byssumaðurinn, skyldi færður úr fangelsi fyrir ólögráða í fangelsi fyrir fullorðna. Þegar honum voru kynntar ákærurnar í dag lýsti lögmaður hans yfir sakleysi hans. Þau sem dóu í árásinni voru sextán ára drengur og fjórtán og sautján ára stúlkur. Annar drengur, sem var sautján ára, dó svo af sárum sínum í dag. Crumbley hóf skothríð sína í Oxford-framhaldsskólanum í Oakland-sýslu skammt norður af Detroit í gær. Það gerði hann með hálfsjálfvirkri skammbyssu sem faðir hans keypti þann 26. nóvember. Kvöldið áður hafði hann tekið upp myndband af sér tala um að myrða samnemendur sína. Hinn fimmtán ára gamli Ethan Crumbley í dómsal í dag.AP/Paul Sancya AP fréttaveitan hefur eftir Karen McDonald, saksóknara, lögreglan hafi þegar safnað „fjalli“ sönnunargagna sem gefi til kynna að Crumbley hafi skipulagt ódæðið. Á þriðjudaginn, nokkrum klukkustundum fyrir skothríðina, höfðu foreldrar Crumbley verið kallaði á fund skólastjóra skólans vegna hegðunar drengsins sem vakti áhyggjur starfsmanna. Ekki var gefið upp í dómsal í kvöld hverskonar hegðun það var en Crumbley er sagður hafa verið með byssuna á sér í skólanum. Saksóknarar sögðu að Crumbley hefði farið inn á salerni með bakpoka og komið út með skammbyssuna í hendinni. Þá hafi hann skotið á samnemendur sína af handahófi. Hann hleypti af rúmlega þrjátíu skotum og var þar að auki með átján skot til viðbótar þegar hann gafst upp fyrir lögregluþjónum, samkvæmt frétt Washington Post. Verið er að kanna hvort ákæra eigi foreldra Crumbley einnig.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. 30. nóvember 2021 23:43 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. 30. nóvember 2021 23:43