Pfizer segir að fólk þurfi líklega árlega bólusetningu Eiður Þór Árnason skrifar 2. desember 2021 10:39 Albert Bourla, forstjóri Pfizer. Getty/Steven Ferdman Dr. Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk komi til með að þurfa árlega bólusetningu gegn Covid-19 á næstu árum til að viðhalda góðri vörn gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið þróar nú nýja gerð af bóluefni sínu til að bregðast við hinu stökkbreytta omíkron-afbrigði. Vonast er til að nýja bóluefnið verði tilbúið á næstu hundrað dögum. Pfizer stefnir á að verða búið að afhenda þrjá milljarða skammta af bóluefni sínu fyrir lok þessa árs og áætlar að framleiða fjóra milljarða til viðbótar á næsta ári. Hlutabréfaverð Pfizer tekið hástökk Útlit er fyrir að tekjur Pfizer af Comirnaty-bóluefninu nemi minnst 35 milljörðum Bandaríkjadala árið 2021. Samhliða því hefur hlutabréfaverð Pfizer hækkað verulega á þessu ári. Hin ýmsu almannaheillafélög hafa gagnrýnt alþjóðleg lyfjafyrirtæki fyrir að hagnast á heimsfaraldrinum. Bourla segir aðalatriðið að bóluefnin hafi bjargað milljónum mannslífa og lyfjafyrirtækin hafi sparað heimshagkerfinu þúsundir milljarða Bandaríkjadala. Bourla hafnar því alfarið í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Pfizer hafi okrað á heimsbyggðinni og segir að bóluefnið sé selt á verði stakrar máltíðar til ríkari landa. Þá sé skammturinn seldur án ágóða til láglaunalanda. Sækjast eftir leyfi fyrir notkun bóluefnisins hjá undir fimm ára Bóluefni Pfizer þarf að geyma við 70 gráður fyrir neðan frostmark og hefur það hamlað dreifingu þess í löndum með skerta heilbrigðisþjónustu. Pfizer stefnir að því að gefa út nýja gerð á næstu vikum sem hægt verður að geyma í þrjá mánuði í ísskáp. Bourla telur að varan eigi eftir að breyta miklu fyrir Afríkulönd sunnan Sahara Pfizer stendur nú fyrir rannsókn á virkni og öryggi bóluefnisins hjá börnum undir fimm ára aldri en bandarísk heilbrigðisyfirvöld leyfðu notkun þess hjá fimm til ellefu ára börnum í október. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. 5. nóvember 2021 13:07 Pfizer áætlar að selja bóluefni fyrir um 4.700 milljarða króna í ár Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag. 2. nóvember 2021 18:53 Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Fyrirtækið þróar nú nýja gerð af bóluefni sínu til að bregðast við hinu stökkbreytta omíkron-afbrigði. Vonast er til að nýja bóluefnið verði tilbúið á næstu hundrað dögum. Pfizer stefnir á að verða búið að afhenda þrjá milljarða skammta af bóluefni sínu fyrir lok þessa árs og áætlar að framleiða fjóra milljarða til viðbótar á næsta ári. Hlutabréfaverð Pfizer tekið hástökk Útlit er fyrir að tekjur Pfizer af Comirnaty-bóluefninu nemi minnst 35 milljörðum Bandaríkjadala árið 2021. Samhliða því hefur hlutabréfaverð Pfizer hækkað verulega á þessu ári. Hin ýmsu almannaheillafélög hafa gagnrýnt alþjóðleg lyfjafyrirtæki fyrir að hagnast á heimsfaraldrinum. Bourla segir aðalatriðið að bóluefnin hafi bjargað milljónum mannslífa og lyfjafyrirtækin hafi sparað heimshagkerfinu þúsundir milljarða Bandaríkjadala. Bourla hafnar því alfarið í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Pfizer hafi okrað á heimsbyggðinni og segir að bóluefnið sé selt á verði stakrar máltíðar til ríkari landa. Þá sé skammturinn seldur án ágóða til láglaunalanda. Sækjast eftir leyfi fyrir notkun bóluefnisins hjá undir fimm ára Bóluefni Pfizer þarf að geyma við 70 gráður fyrir neðan frostmark og hefur það hamlað dreifingu þess í löndum með skerta heilbrigðisþjónustu. Pfizer stefnir að því að gefa út nýja gerð á næstu vikum sem hægt verður að geyma í þrjá mánuði í ísskáp. Bourla telur að varan eigi eftir að breyta miklu fyrir Afríkulönd sunnan Sahara Pfizer stendur nú fyrir rannsókn á virkni og öryggi bóluefnisins hjá börnum undir fimm ára aldri en bandarísk heilbrigðisyfirvöld leyfðu notkun þess hjá fimm til ellefu ára börnum í október.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. 5. nóvember 2021 13:07 Pfizer áætlar að selja bóluefni fyrir um 4.700 milljarða króna í ár Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag. 2. nóvember 2021 18:53 Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02
Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. 5. nóvember 2021 13:07
Pfizer áætlar að selja bóluefni fyrir um 4.700 milljarða króna í ár Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag. 2. nóvember 2021 18:53
Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09