„Færð ekki langan tíma í sviðsljósinu og átt að nýta hverja einustu sekúndu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2021 09:01 Markús Pálsson fagnar vel heppnuðu stökki. stefán þór friðriksson Óhætt er að segja að Markús Pálsson hafi leikið á als oddi á fyrsta keppnisdegi Evrópumótsins í hópfimleikum. Markús og félagar hans í blönduðu liði unglinga urðu þá í 3. sæti í undanúrslitum. Mikil og góð stemmning var í íslenska liðinu, sérstaklega á lokaáhaldinu, trampólíni. Stökkin heppnuðust vel og þeim var vel fagnað, bæði af liðsmönnum og áhorfendum í keppnishöllinni í Guimaeres. „Við erum mjög sátt,“ sagði Markús í samtali við Vísi. „Þetta voru bara sex lið svo við þurftum ekki að berjast um að komast í úrslit. Við ætluðum bara að nýta daginn til að finna fyrir því hvernig það er að vera á Evrópumóti. Við ætlum að koma miklu sterkari inn í úrslitunum.“ Þau fara fram í dag og verða liðin þau sömu og í undanúrslitunum: Ísland, Bretland, Svíþjóð, Austurríki, Portúgal og Ítalía. Sem fyrr sagði voru Íslendingar í 3. sæti í undanúrslitunum, fengu 47.475 í heildareinkunn. Bretar urðu efstir með 50.225 í heildareinkunn og Svíar í 2. sæti með 49.900. Markús telur að íslenska liðið geti gert enn betur í úrslitunum. „Jájá, við eigum alltaf eitthvað inni,“ sagði Markús. „Ég verð ánægður með að gera mitt besta og það væri gaman að komast á pall. Auðvitað stefnir maður á að vinna en dómararnir ráða örlögum okkar.“ Það geislar af Markúsi þegar hann keppir en hann er duglegur að fagna og sprella eftir stökk. Algjör spaði svo það sé sagt. „Þetta er mitt fyrsta stórmót og í fimleikunum færðu ekki langan tíma í sviðsljósinu og maður á að nýta hverja einustu sekúndu. Ég fagnaði eins og brjálæðingur því þetta var geggjað,“ sagði Markús að lokum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af honum frá undanúrslitunum. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Mikil og góð stemmning var í íslenska liðinu, sérstaklega á lokaáhaldinu, trampólíni. Stökkin heppnuðust vel og þeim var vel fagnað, bæði af liðsmönnum og áhorfendum í keppnishöllinni í Guimaeres. „Við erum mjög sátt,“ sagði Markús í samtali við Vísi. „Þetta voru bara sex lið svo við þurftum ekki að berjast um að komast í úrslit. Við ætluðum bara að nýta daginn til að finna fyrir því hvernig það er að vera á Evrópumóti. Við ætlum að koma miklu sterkari inn í úrslitunum.“ Þau fara fram í dag og verða liðin þau sömu og í undanúrslitunum: Ísland, Bretland, Svíþjóð, Austurríki, Portúgal og Ítalía. Sem fyrr sagði voru Íslendingar í 3. sæti í undanúrslitunum, fengu 47.475 í heildareinkunn. Bretar urðu efstir með 50.225 í heildareinkunn og Svíar í 2. sæti með 49.900. Markús telur að íslenska liðið geti gert enn betur í úrslitunum. „Jájá, við eigum alltaf eitthvað inni,“ sagði Markús. „Ég verð ánægður með að gera mitt besta og það væri gaman að komast á pall. Auðvitað stefnir maður á að vinna en dómararnir ráða örlögum okkar.“ Það geislar af Markúsi þegar hann keppir en hann er duglegur að fagna og sprella eftir stökk. Algjör spaði svo það sé sagt. „Þetta er mitt fyrsta stórmót og í fimleikunum færðu ekki langan tíma í sviðsljósinu og maður á að nýta hverja einustu sekúndu. Ég fagnaði eins og brjálæðingur því þetta var geggjað,“ sagði Markús að lokum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af honum frá undanúrslitunum.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira