Lífið

„Ég er að bregða þér til að ná staminu úr þér“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Málbjörg, félags fólks sem stamar, hefur gert nokkur skemmtileg myndbönd.
Málbjörg, félags fólks sem stamar, hefur gert nokkur skemmtileg myndbönd. Skjáskot

Það er ekki öll vitleysan eins og það er eitthvað sem fer ekki framhjá einstaklingum sem stama. Haltu í þér andanum eða hættu bara að stama eru dæmi um setningar sem velviljað fólk segir við þann sem stamar til að ráða bót á „vandamálinu.“

Sumir ganga svo langt að kitla viðkomandi eða hreinlega bregða honum til að ná stjórn á staminu. Í skemmtilegum skets fékk Málbjörg, félags fólks sem stamar, þau Arnór Pálma Arnarson og Dóru Jóhannsdóttur til að vinna fyrir sig, 

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá leikarana Halldór Gylfason og Svein Ólaf Gunnarsson í hlutverkum pípulagningamanns sem stamar og þjónustukaupa sem heldur að hafi lausn við öllu.

Klippa: Viðbrögð við stami: Pípulagnamaður

Í tilefni af 30 ára afmæli Málbjargar, Félag um stam á Íslandi, ákváðu forsvarsmenn félagsins að ráðast í grínsketsagerð til að vekja athygli á þeim viðbrögðum sem fólk sem stamar fær stundum frá einstaklingum sem það á í samskiptum við.

Einvalalið leikara var fengið til að taka þátt og handritið skrifað af Dóru Jóhannsdóttur sem leikstýrði einnig í félagi við Arnór Pálma Arnarson.


Tengdar fréttir

„Oh my God ertu byrjaður á þessu aftur?“

Í tilefni af 30 ára afmæli Málbjargar, Félag um stam á Íslandi, ákváðu forsvarsmenn félagsins að ráðast í grínsketsagerð til að vekja athygli á þeim viðbrögðum sem fólk sem stamar fær stundum frá einstaklingum sem það á í samskiptum við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×