Sumir ganga svo langt að kitla viðkomandi eða hreinlega bregða honum til að ná stjórn á staminu. Í skemmtilegum skets fékk Málbjörg, félags fólks sem stamar, þau Arnór Pálma Arnarson og Dóru Jóhannsdóttur til að vinna fyrir sig,
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá leikarana Halldór Gylfason og Svein Ólaf Gunnarsson í hlutverkum pípulagningamanns sem stamar og þjónustukaupa sem heldur að hafi lausn við öllu.
Í tilefni af 30 ára afmæli Málbjargar, Félag um stam á Íslandi, ákváðu forsvarsmenn félagsins að ráðast í grínsketsagerð til að vekja athygli á þeim viðbrögðum sem fólk sem stamar fær stundum frá einstaklingum sem það á í samskiptum við.
Einvalalið leikara var fengið til að taka þátt og handritið skrifað af Dóru Jóhannsdóttur sem leikstýrði einnig í félagi við Arnór Pálma Arnarson.