Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2021 08:02 Guðmundur (t.h.), Benedikt (f.m.) og Kjartan Óli (t.v.) munu reka staðinn Nebraska á Barónsstíg 6. Staðurinn mun opna eftir tvær vikur. Vísir/Vilhelm Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. „Þetta byrjaði þannig að við Benni Andra, sem er með mér í þessu, fórum að pæla. Við höfum verið að vinna saman áður og fórum að ræða þetta eftir áramót. Ég var búinn að vera með JÖR á Lækjartorgi sjálfur en ég er stemningsmaður og vildi vera með einhverjum fleirum, nennti ekki að vera einn að djöflast í þessu,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Vildu opna stemningsstað Hann, Benedikt Andrason og Kjartan Óli Guðmundsson standa saman í rekstri nýja staðarins, sem mun opna með pompi og prakt eftir tvær vikur. Benedikt er sjálfur fatahönnuður, og hefur verið með götufatamerkið Child en Kjartan Óli er vöruhönnuður og kokkur og hefur meðal annars rekið popp-upp veitingastaðinn Borðhald. „Við fórum að pæla hvað við ættum að gera og þá kom þessi hugmynd, sem við höfum svo sem talað um alveg í nokkur ár, að opna veitingastað og fata- og lífstílsverslun,“ segir Guðmundur. Þeir kynntust Kjartani Óla, sem Guðmundur segir að hafi smellpassað inn í verkefnið. Vinnan að hugmyndinni hafi svo hafist af alvöru í vor, þegar þeir settust þrír saman niður og fínpússuðu hugmyndina að staðnum. Guðmundur, Benedikt og Kjartan hafa unnið hörðum höndum að því að koma staðnum í stand fyrir opnun.Vísir/Vilhelm „Okkur langaði fyrst og fremst held ég að gera stemningsstað, stað sem er gaman að koma á og vera á. Fataverslanir geta oft verið mjög „uptight“ en um leið og þú ert með mat og drykk og stað sem þú getur dvalið á er þetta miklu afslappaðra og skemmtilegra,“ segir Guðmundur. Lærði margt þegar allt fór „í rassgat“ Eins og áður segir sneri Guðmundur aftur í verslanarekstur fyrir tveimur árum eftir nokkurt hlé. Hann rak verslunina JÖR, sem staðsett var á Laugavegi, á árunum 2012 til 2017 sem síðan varð gjaldþrota. „Þetta er alltaf sama klisjan en maður lærði náttúrulega mjög mikið af því að fara með hitt í rassgat,“ segir Guðmundur sem síðan opnaði nýja verslun, JÖR, á Lækjartorgi snemma árs 2020. „Ég er búinn að vera með þetta í mjög lítilli mynd og leyfa þessu að stækka frekar náttúrulega. Það gekk rosalega vel eins og síðustu jól, þá fyrst var ég með opið daglega og það gekk mjög vel. Það endaði eiginlega bara á því að ég hugsaði með mér að ég gæti verið þarna áfram og staðið vaktina sjálfur en ég nennti því ekki, mig langar að vera með einhverjum að gera eitthvað,“ segir Guðmundur. Bruce Springsteen og Nebraska Hann hefur því ákveðið að loka litlu versluninni á Lækjartorgi og verða JÖR vörur nú eingöngu seldar á nýja staðnum, sem mun bera það forláta nafn Nebraska. „Nafnið er mjög tilviljanakennt, við fíluðum bara útlitið á nafninu Nebraska. Innblásturinn er kannski Bruce Springsteen platan Nebraska, hugmyndin kemur kannski svolítið þaðan. En þetta er ekki tilvísun í neitt sérstakt, þetta er bara flott nafn, eins og íslenskt orð líka, hart og flott.“ Á Nebraska verður eins og áður segir veitingastaður og vínbar en jafnframt fata- og lífstílsverslun. Þar verður meðal annars hægt að kaupa borðbúnaðinn sem maturinn á staðnum verður reiddur fram á. „Okkur langaði að gera eitthvað alveg nýtt og áhugavert. Ég held líka bara að verslun hafi breyst mjög mikið, þú þarft að hafa eitthvað meira í gangi en bara fataverslun í dag svo fólk vilji koma og tjilla þar og svona,“ segir Guðmundur. „Maður hefur séð svona kaffihús og verslanir en ég hef ekki séð þetta almennilega þar sem það flæðir allt, alvöru matsölustaður, vínbar og verslun.“ Nebraska verður í nýju húsnæði að Barónsstíg 6. Vísir/Vilhelm Tækifærisleyfi fyrir jólafrokost Hjónin Davíð Másson og Lilja Einarsdóttir og félagi þeirra Finnur Björn Harðarson eru bakhjarlar verkefnisins og helstu fjárfestar. Lilja situr þá jafnframt í stjórn staðarins með rekstrarmönnunum þremur. Guðmundur segir það mikla tilbreytingu að prófa að ráðast í veitingarekstur. „Það er dálítil tilbreyting að fara í svona rekstur. Hann er aðeins tímafrekari en veitingarekstur, með öll leyfismál og svona. En það lítur allt vel út. Þetta er náttúrulega nýtt húsnæði en við þurfum að sækja um byggingarleyfi og allan fjandann, þannig að það var mjög mikil undirbúningsvinna en lítur allt mjög vel út,“ segir Guðmundur og segist spenntur fyrir opnun eftir tvær vikur. „Við verðum væntanlega enn að vinna í einhverjum leyfismálum, veðrum bara með tækifærisleyfi. Við ætlum bara að hafa þetta einfalt fyrir jólin, hafa frokost og vínbar og verslun kannski í aðalhlutverki þá. Svo í lok janúar kynnum við veitingastaðinn í endanlegri mynd.“ Veitingastaðir Verslun Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
„Þetta byrjaði þannig að við Benni Andra, sem er með mér í þessu, fórum að pæla. Við höfum verið að vinna saman áður og fórum að ræða þetta eftir áramót. Ég var búinn að vera með JÖR á Lækjartorgi sjálfur en ég er stemningsmaður og vildi vera með einhverjum fleirum, nennti ekki að vera einn að djöflast í þessu,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Vildu opna stemningsstað Hann, Benedikt Andrason og Kjartan Óli Guðmundsson standa saman í rekstri nýja staðarins, sem mun opna með pompi og prakt eftir tvær vikur. Benedikt er sjálfur fatahönnuður, og hefur verið með götufatamerkið Child en Kjartan Óli er vöruhönnuður og kokkur og hefur meðal annars rekið popp-upp veitingastaðinn Borðhald. „Við fórum að pæla hvað við ættum að gera og þá kom þessi hugmynd, sem við höfum svo sem talað um alveg í nokkur ár, að opna veitingastað og fata- og lífstílsverslun,“ segir Guðmundur. Þeir kynntust Kjartani Óla, sem Guðmundur segir að hafi smellpassað inn í verkefnið. Vinnan að hugmyndinni hafi svo hafist af alvöru í vor, þegar þeir settust þrír saman niður og fínpússuðu hugmyndina að staðnum. Guðmundur, Benedikt og Kjartan hafa unnið hörðum höndum að því að koma staðnum í stand fyrir opnun.Vísir/Vilhelm „Okkur langaði fyrst og fremst held ég að gera stemningsstað, stað sem er gaman að koma á og vera á. Fataverslanir geta oft verið mjög „uptight“ en um leið og þú ert með mat og drykk og stað sem þú getur dvalið á er þetta miklu afslappaðra og skemmtilegra,“ segir Guðmundur. Lærði margt þegar allt fór „í rassgat“ Eins og áður segir sneri Guðmundur aftur í verslanarekstur fyrir tveimur árum eftir nokkurt hlé. Hann rak verslunina JÖR, sem staðsett var á Laugavegi, á árunum 2012 til 2017 sem síðan varð gjaldþrota. „Þetta er alltaf sama klisjan en maður lærði náttúrulega mjög mikið af því að fara með hitt í rassgat,“ segir Guðmundur sem síðan opnaði nýja verslun, JÖR, á Lækjartorgi snemma árs 2020. „Ég er búinn að vera með þetta í mjög lítilli mynd og leyfa þessu að stækka frekar náttúrulega. Það gekk rosalega vel eins og síðustu jól, þá fyrst var ég með opið daglega og það gekk mjög vel. Það endaði eiginlega bara á því að ég hugsaði með mér að ég gæti verið þarna áfram og staðið vaktina sjálfur en ég nennti því ekki, mig langar að vera með einhverjum að gera eitthvað,“ segir Guðmundur. Bruce Springsteen og Nebraska Hann hefur því ákveðið að loka litlu versluninni á Lækjartorgi og verða JÖR vörur nú eingöngu seldar á nýja staðnum, sem mun bera það forláta nafn Nebraska. „Nafnið er mjög tilviljanakennt, við fíluðum bara útlitið á nafninu Nebraska. Innblásturinn er kannski Bruce Springsteen platan Nebraska, hugmyndin kemur kannski svolítið þaðan. En þetta er ekki tilvísun í neitt sérstakt, þetta er bara flott nafn, eins og íslenskt orð líka, hart og flott.“ Á Nebraska verður eins og áður segir veitingastaður og vínbar en jafnframt fata- og lífstílsverslun. Þar verður meðal annars hægt að kaupa borðbúnaðinn sem maturinn á staðnum verður reiddur fram á. „Okkur langaði að gera eitthvað alveg nýtt og áhugavert. Ég held líka bara að verslun hafi breyst mjög mikið, þú þarft að hafa eitthvað meira í gangi en bara fataverslun í dag svo fólk vilji koma og tjilla þar og svona,“ segir Guðmundur. „Maður hefur séð svona kaffihús og verslanir en ég hef ekki séð þetta almennilega þar sem það flæðir allt, alvöru matsölustaður, vínbar og verslun.“ Nebraska verður í nýju húsnæði að Barónsstíg 6. Vísir/Vilhelm Tækifærisleyfi fyrir jólafrokost Hjónin Davíð Másson og Lilja Einarsdóttir og félagi þeirra Finnur Björn Harðarson eru bakhjarlar verkefnisins og helstu fjárfestar. Lilja situr þá jafnframt í stjórn staðarins með rekstrarmönnunum þremur. Guðmundur segir það mikla tilbreytingu að prófa að ráðast í veitingarekstur. „Það er dálítil tilbreyting að fara í svona rekstur. Hann er aðeins tímafrekari en veitingarekstur, með öll leyfismál og svona. En það lítur allt vel út. Þetta er náttúrulega nýtt húsnæði en við þurfum að sækja um byggingarleyfi og allan fjandann, þannig að það var mjög mikil undirbúningsvinna en lítur allt mjög vel út,“ segir Guðmundur og segist spenntur fyrir opnun eftir tvær vikur. „Við verðum væntanlega enn að vinna í einhverjum leyfismálum, veðrum bara með tækifærisleyfi. Við ætlum bara að hafa þetta einfalt fyrir jólin, hafa frokost og vínbar og verslun kannski í aðalhlutverki þá. Svo í lok janúar kynnum við veitingastaðinn í endanlegri mynd.“
Veitingastaðir Verslun Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira