Mikilvægur sigur United í stórleiknum 2. desember 2021 22:15 Cristiano Ronaldo fagnar sínu öðru marki og þriðja marki United í kvöld. Alex Livesey/Getty Images Manchester United vann í kvöld mikilvægan 3-2 sigur er liðið tók á móti Arsenal á Old Trafford í seinasta leik liðsins áður en Ralf Rangnick tekur við stjórnartaumunum. Það voru þó gestirnir í Arsenal sem voru fyrri til að brjóta ísinn, en á 13. mínútu skoraði Emile Smith-Rowe furðulegt mark svo ekki sé meira sagt. Martin Ødegaard tók þá hornspyrnu og í baráttunni um boltann steig Fred á sinn eiginn markvörð, David de Gea. Boltinn barst út úr teignum og á Emils Smit-Rowe sem lét vaða á markið og þar sem de Gea lá óvígur í grasinu kom hann engum vörnum við og staðan orðin 0-1, gestunum í vil. Heimamenn í United mótmæltu markinu, en Martin Atkinson sem dæmdi leikinn hlustaði ekkert á það og markið fékk að standa. Heimamenn gátu þó huggað sig við það að þeir náðu að jafna metin stuttu fyrir hálfleik með marki frá Bruno Fernandes og staðan því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Cristiano Ronaldo kom United svo yfir á 52. mínútu eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford, en Martin Ødegaard jafnaði metin á ný þremur mínútum síðar. Ødegaard var svo aftur í sviðsljósinu á 68. mínútu þegar hann braut á Fred innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Að sjálfsögðu fór Cristiano Ronaldo á punktinn og setti boltann á mitt markið, en Aaron Ramsdale fleygði sér til hægri og staðan því orðin 3-2, heimamönnum í vil. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og því varð niðurstaðan 3-2 sigur Manchester United. Liðið lyftir sér upp í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig eftir 14 leiki og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Arsenal sem situr í fimmta sæti. Enski boltinn
Manchester United vann í kvöld mikilvægan 3-2 sigur er liðið tók á móti Arsenal á Old Trafford í seinasta leik liðsins áður en Ralf Rangnick tekur við stjórnartaumunum. Það voru þó gestirnir í Arsenal sem voru fyrri til að brjóta ísinn, en á 13. mínútu skoraði Emile Smith-Rowe furðulegt mark svo ekki sé meira sagt. Martin Ødegaard tók þá hornspyrnu og í baráttunni um boltann steig Fred á sinn eiginn markvörð, David de Gea. Boltinn barst út úr teignum og á Emils Smit-Rowe sem lét vaða á markið og þar sem de Gea lá óvígur í grasinu kom hann engum vörnum við og staðan orðin 0-1, gestunum í vil. Heimamenn í United mótmæltu markinu, en Martin Atkinson sem dæmdi leikinn hlustaði ekkert á það og markið fékk að standa. Heimamenn gátu þó huggað sig við það að þeir náðu að jafna metin stuttu fyrir hálfleik með marki frá Bruno Fernandes og staðan því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Cristiano Ronaldo kom United svo yfir á 52. mínútu eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford, en Martin Ødegaard jafnaði metin á ný þremur mínútum síðar. Ødegaard var svo aftur í sviðsljósinu á 68. mínútu þegar hann braut á Fred innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Að sjálfsögðu fór Cristiano Ronaldo á punktinn og setti boltann á mitt markið, en Aaron Ramsdale fleygði sér til hægri og staðan því orðin 3-2, heimamönnum í vil. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og því varð niðurstaðan 3-2 sigur Manchester United. Liðið lyftir sér upp í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig eftir 14 leiki og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Arsenal sem situr í fimmta sæti.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti