Þar sýndi María hvernig þau hjónin tóku í gegn húsið sitt á Álftanesi og þar voru margar góðar hugmyndir skoðaðar.
Í gærkvöldi var aftur á móti komið að því að sjá nýja húsið sem þau hjónin eru flutt í í Garðabænum sem einnig hefur fengið algera yfirhalningu með nýjum innréttingum og hönnun og oft mjög skemmtilegum og ódýrum lausnum í bland við dýrari.
Til dæmis lét María setja upp ódýrar hillur á heilan vegg í eldhúsinu sem kemur einstaklega vel út með fínni og dýrari eldhúsinnréttingunni.
Í innslaginu má sjá húsið fyrir og eftir breytingar en sýnir María aðventu og jólaskreytingar á heimili þeirra hjóna.