Vill ryðja brautina fyrir aðra tvíkynhneigða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2021 13:28 Jóhannes Þór Skúlason segir íslenskt samfélag hafa tekið miklum framförum hvað varðar opinn hug þegar komi að kynhneigðum. Sigurinn sé þó ekki unninn. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á því að hann væri tvíkynhneigður. Hann telur samfélagið opnara fyrir tvíkynhneigðum konum en körlum. Þetta kemur fram í viðtali GayIceland við Jóhannes sem var aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðherratíð hans. Hann segir augu sín hafa opnast á viðburði í Norræna húsinu fyrir nokkrum árum þar sem tvíkynhneigðir karlar lýstu reynslu sinni. „Þetta var smá skrýtið því enginn okkar hafði áður verið í herbergi með tveimur öðrum tvíkynhneigðum körlum, allavega sem við vissum af,“ segir Jóhannes í viðtalinu. Svo hafi komið í ljós að þeir voru reyndar fimm í herberginu. Jóhannes kom út úr skápnum fyrir þremur árum og vonar að frásögn hans ryðja brautina fyrir aðra tvíkynhneigða. Að þeir verði stoltir og opnir varðandi tvíkynhneigðina. „Við vitum að það eru tvíkynhneigðir karlmenn þarna úti. Fullt af þeim. En þeir virðast ekki, hvort sem það er með ráðum gert eða ekki, komast í kastljósið,“ segir Jóhannes Þór við GayIceland. Þótt allir tvíkynhneigðir geti átt erfitt uppdráttar þá telur Jóhannes samfélagið opnara fyrir tvíkynhneigðum konum en körlum. Hann hafi sjálfur verið tíu ár, í gengum háskóla og í framhaldinu, að skilja tvíkynhneigð. Jóhannes segir að heilt yfir hafi viðbrögðin verið góð þegar hann greindi frá tvíkynhneigð sinni. Sumir hafi farið fram úr sér og talið að fram undan væri skilnaður en Jóhannes er kvæntur. „Það var vinahópur staddur í öðru partýi og ég heyrði að þegar þau sáu tíðindin á Facebook þá hefðu þau tekið andköf,“ segir Jóhannes. Allir hafi farið að velta skilnaði hans og eiginkonunnar fyrir sér. „Mamma var aðallega áhyggjufull um hvort þetta hefði áhrif á vinnuna mína,“ segir Jóhannes. Hann hafi verið heppinn hvað viðbrögðin varðaði. Hinsegin Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali GayIceland við Jóhannes sem var aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðherratíð hans. Hann segir augu sín hafa opnast á viðburði í Norræna húsinu fyrir nokkrum árum þar sem tvíkynhneigðir karlar lýstu reynslu sinni. „Þetta var smá skrýtið því enginn okkar hafði áður verið í herbergi með tveimur öðrum tvíkynhneigðum körlum, allavega sem við vissum af,“ segir Jóhannes í viðtalinu. Svo hafi komið í ljós að þeir voru reyndar fimm í herberginu. Jóhannes kom út úr skápnum fyrir þremur árum og vonar að frásögn hans ryðja brautina fyrir aðra tvíkynhneigða. Að þeir verði stoltir og opnir varðandi tvíkynhneigðina. „Við vitum að það eru tvíkynhneigðir karlmenn þarna úti. Fullt af þeim. En þeir virðast ekki, hvort sem það er með ráðum gert eða ekki, komast í kastljósið,“ segir Jóhannes Þór við GayIceland. Þótt allir tvíkynhneigðir geti átt erfitt uppdráttar þá telur Jóhannes samfélagið opnara fyrir tvíkynhneigðum konum en körlum. Hann hafi sjálfur verið tíu ár, í gengum háskóla og í framhaldinu, að skilja tvíkynhneigð. Jóhannes segir að heilt yfir hafi viðbrögðin verið góð þegar hann greindi frá tvíkynhneigð sinni. Sumir hafi farið fram úr sér og talið að fram undan væri skilnaður en Jóhannes er kvæntur. „Það var vinahópur staddur í öðru partýi og ég heyrði að þegar þau sáu tíðindin á Facebook þá hefðu þau tekið andköf,“ segir Jóhannes. Allir hafi farið að velta skilnaði hans og eiginkonunnar fyrir sér. „Mamma var aðallega áhyggjufull um hvort þetta hefði áhrif á vinnuna mína,“ segir Jóhannes. Hann hafi verið heppinn hvað viðbrögðin varðaði.
Hinsegin Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira