Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 18-17 | Gestirnir nálægt því að stela stigi á Hlíðarenda Dagur Lárusson skrifar 4. desember 2021 15:25 Valskonur hafa verið á mikilli siglingu. Vísir/Elín Björg Topplið Olís-deildar kvenna vann einkar nauman sigur er HK heimsótti Hlíðarenda í dag. Frábær endasprettur gestanna kom örlítið of seint en aðeins munaði einu marki á liðunum er flautað var til leiksloka, staðan þá 18-17. Var þetta áttundi deildarsigur Vals í röð. Fyrir leikinn var Valur í efsta sæti deildarinnar með fjórtán stig á meðan HK var í fimmta sætinu með sjö stig. HK byrjaði leikinn leikinn betur í dag og var með forystuna framan af leik en sóknarleikur Vals var alls ekki nægilega góður en það sást greinilega að liðið saknaði Theu í hægri skyttunni. Hvorugu liðinu tókst að skora mörg mörk í fyrri hálfleiknum en það var þó Valur sem fór með forystuna í hálfleikinn eftir að hafa fundið lausn á sínum vandamálum og farið í gang undir blálokin. Staðan í hálfleik 8-7. Valur byrjaði seinni hálfleikinn einnig betur og komst í fimm marka forystu á tímabili þar sem liðið fiskaði hvert vítið á fætur öðru. Undir lokin þegar skammt var eftir fór HK að pressa lið Vals hátt uppi á vellinum og virkaði það virkilega vel þar sem liðið náði að minnka forskot Vals í aðeins eitt mark. HK fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir en sterk vörn Vals varðist því vel og því var sigur Vals staðreynd. Af hverju vann Valur? Valur var í vandræðum með sóknarleikinn allan leikinn en þó sérstaklega í fyrri hálfleiknum en Ágúst Þór og stelpurnar hans fundu einfaldlega lausn á því. Varnarleikur liðsins var hins vegar frábær allan leikinn og skóf hann þennan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Mariam Eradze var frábær í liði Vals og skoraði átta mörk en besti leikmaður leiksins var eflaust Sara Sif Helgadóttir í marki Vals en hún varði fjórtán skot Hvað fór illa? Eins er nefnt hér fyrir ofan þá var þetta alls ekki leikur frábærs sóknarleiks. Bæði lið voru í miklum vandræðum í sóknarleiknum, mikið af töpuðum boltum og misheppnuðum sendingum og svo framvegis. Hvað gerist næst? Næstu leikir beggja liða verða næstu helgi eða 11.desember. Þá tekur Valur á móti Stjörnunni í Origo-höllinni á meðan HK tekur á móti Fram. „Vantaði árásargirnina“ Halldór Harri ræðir við sínar stelpur.vísir/bára „Mér fannst við eiga góða möguleika í þessum leik í dag þannig ég er alls ekki sáttur, við vorum að klúðra mikið af færum og leyfðum þeim að draga úr okkur kraftinn í sóknarleiknum,“ byrjaði Halldór Harri, þjálfari HK, að segja eftir leik. HK var með yfirhöndina fyrri partinn af leiknum og vildi Halldór meina að það hafi verið útaf sterkum varnarleik. „Já við vorum með góða vörn og þær voru í vandræðum með að finna lausnir á því. Sóknarleikurinn okkar var hins vegar ekki góður á þessum tíma í leiknum þó svo að við vorum með forystuna,“ hélt Halldór áfram. Halldór vildi meina að það hafi vantað árásargirnina sem hans lið sé þekkt fyrir. „Mér fannst vanta árásargirnina sem hefur einkennt okkur í vetur. Við vorum of mjúkar þegar við fórum í einn á einn stöður og komum okkur þess vegna ekki í gegn. Svo þegar við komumst í gegn þá vorum við annað hvort að skjóta í markmanninn eða framhjá.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Valur HK
Topplið Olís-deildar kvenna vann einkar nauman sigur er HK heimsótti Hlíðarenda í dag. Frábær endasprettur gestanna kom örlítið of seint en aðeins munaði einu marki á liðunum er flautað var til leiksloka, staðan þá 18-17. Var þetta áttundi deildarsigur Vals í röð. Fyrir leikinn var Valur í efsta sæti deildarinnar með fjórtán stig á meðan HK var í fimmta sætinu með sjö stig. HK byrjaði leikinn leikinn betur í dag og var með forystuna framan af leik en sóknarleikur Vals var alls ekki nægilega góður en það sást greinilega að liðið saknaði Theu í hægri skyttunni. Hvorugu liðinu tókst að skora mörg mörk í fyrri hálfleiknum en það var þó Valur sem fór með forystuna í hálfleikinn eftir að hafa fundið lausn á sínum vandamálum og farið í gang undir blálokin. Staðan í hálfleik 8-7. Valur byrjaði seinni hálfleikinn einnig betur og komst í fimm marka forystu á tímabili þar sem liðið fiskaði hvert vítið á fætur öðru. Undir lokin þegar skammt var eftir fór HK að pressa lið Vals hátt uppi á vellinum og virkaði það virkilega vel þar sem liðið náði að minnka forskot Vals í aðeins eitt mark. HK fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir en sterk vörn Vals varðist því vel og því var sigur Vals staðreynd. Af hverju vann Valur? Valur var í vandræðum með sóknarleikinn allan leikinn en þó sérstaklega í fyrri hálfleiknum en Ágúst Þór og stelpurnar hans fundu einfaldlega lausn á því. Varnarleikur liðsins var hins vegar frábær allan leikinn og skóf hann þennan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Mariam Eradze var frábær í liði Vals og skoraði átta mörk en besti leikmaður leiksins var eflaust Sara Sif Helgadóttir í marki Vals en hún varði fjórtán skot Hvað fór illa? Eins er nefnt hér fyrir ofan þá var þetta alls ekki leikur frábærs sóknarleiks. Bæði lið voru í miklum vandræðum í sóknarleiknum, mikið af töpuðum boltum og misheppnuðum sendingum og svo framvegis. Hvað gerist næst? Næstu leikir beggja liða verða næstu helgi eða 11.desember. Þá tekur Valur á móti Stjörnunni í Origo-höllinni á meðan HK tekur á móti Fram. „Vantaði árásargirnina“ Halldór Harri ræðir við sínar stelpur.vísir/bára „Mér fannst við eiga góða möguleika í þessum leik í dag þannig ég er alls ekki sáttur, við vorum að klúðra mikið af færum og leyfðum þeim að draga úr okkur kraftinn í sóknarleiknum,“ byrjaði Halldór Harri, þjálfari HK, að segja eftir leik. HK var með yfirhöndina fyrri partinn af leiknum og vildi Halldór meina að það hafi verið útaf sterkum varnarleik. „Já við vorum með góða vörn og þær voru í vandræðum með að finna lausnir á því. Sóknarleikurinn okkar var hins vegar ekki góður á þessum tíma í leiknum þó svo að við vorum með forystuna,“ hélt Halldór áfram. Halldór vildi meina að það hafi vantað árásargirnina sem hans lið sé þekkt fyrir. „Mér fannst vanta árásargirnina sem hefur einkennt okkur í vetur. Við vorum of mjúkar þegar við fórum í einn á einn stöður og komum okkur þess vegna ekki í gegn. Svo þegar við komumst í gegn þá vorum við annað hvort að skjóta í markmanninn eða framhjá.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti