Ákvað að spara ofurstökkið fyrir stóru stundina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2021 09:00 Helgi Laxdal Aðalgeirsson fagnar liðsfélaga sínum eftir gott stökk. stefán pálsson Helgi Laxdal Aðalgeirsson var sáttur með hvernig gekk hjá íslenska karlaliðinu í undanúrslitum á EM í hópfimleikum. Hann segir að í úrslitunum gerði allt gefið í botn og þá vonast hann til að frumsýna ofurstökkið sitt. Ísland varð í 2. sæti í undanúrslitunum með 56.250 í heildareinkunn, 2,625 á eftir Svíþjóð sem varð efst. „Þetta var sturlað. Okkur gekk ekkert smá vel og við eigum svo mikið inni. Við vorum í 2. sæti þótt við eigum svona mikið inni. Þetta er bara galið,“ sagði Helgi hátt uppi í samtali við Vísi eftir undanúrslitin. Helgi ætlaði að framkvæma ofurstökkið sitt en hætti við og ákvað að spara það fyrir úrslitin í dag. „Ég ákvað að gera ekki ofurstökkið mitt. Ég gerði aðeins léttara, lenti og gerði það vel. Ég á stóra stökkið inni. Mig langaði að gera það og skrifa mig í sögubækurnar strax en ég geri það bara á laugardaginn [í dag],“ sagði Helgi. En hvenær ákvað hann að hætta við að gera ofurstökkið? „Í heilu skrúfunni og kraftstökkinu fann ég að þetta var ekki alveg eins gott. Það hefði ekki verið gott að gera stökkið og slasa sig,“ sagði Helgi. Hann segir að íslensku strákarnir ætli að gefa í á öllum sviðum í úrslitunum. „Við ætlum að fá hærri danseinkunn og fá fleiri lendingar á trampólíni og svo ofurstökkið á dýnu,“ sagði Helgi. Íslensku strákarnir í dansinum.stefán pálsson Danir hafa verið með gríðarlega mikla yfirburði í karlaflokki um langt árabil. Þeir eru hins vegar ekki með að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins og það eykur möguleika Íslendinga á góðri niðurstöðu í úrslitum. „Svíar eru helstu keppninautarnir. Þeir eru harðir, dansa vel og eru mjög hreinir og fínir í stökkunum í sínum,“ sagði. „Fjarvera Dana opnar fyrir okkur. Við Ísland erum ekki smáþjóð sem geta ekki fimleika. Það eru ekki bara stelpur sem geta fimleika heldur strákar líka.“ Keppni í karlaflokki á EM í hópfimleikum hefst klukkan 17:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. EM í hópfimleikum Fimleikar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Ísland varð í 2. sæti í undanúrslitunum með 56.250 í heildareinkunn, 2,625 á eftir Svíþjóð sem varð efst. „Þetta var sturlað. Okkur gekk ekkert smá vel og við eigum svo mikið inni. Við vorum í 2. sæti þótt við eigum svona mikið inni. Þetta er bara galið,“ sagði Helgi hátt uppi í samtali við Vísi eftir undanúrslitin. Helgi ætlaði að framkvæma ofurstökkið sitt en hætti við og ákvað að spara það fyrir úrslitin í dag. „Ég ákvað að gera ekki ofurstökkið mitt. Ég gerði aðeins léttara, lenti og gerði það vel. Ég á stóra stökkið inni. Mig langaði að gera það og skrifa mig í sögubækurnar strax en ég geri það bara á laugardaginn [í dag],“ sagði Helgi. En hvenær ákvað hann að hætta við að gera ofurstökkið? „Í heilu skrúfunni og kraftstökkinu fann ég að þetta var ekki alveg eins gott. Það hefði ekki verið gott að gera stökkið og slasa sig,“ sagði Helgi. Hann segir að íslensku strákarnir ætli að gefa í á öllum sviðum í úrslitunum. „Við ætlum að fá hærri danseinkunn og fá fleiri lendingar á trampólíni og svo ofurstökkið á dýnu,“ sagði Helgi. Íslensku strákarnir í dansinum.stefán pálsson Danir hafa verið með gríðarlega mikla yfirburði í karlaflokki um langt árabil. Þeir eru hins vegar ekki með að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins og það eykur möguleika Íslendinga á góðri niðurstöðu í úrslitum. „Svíar eru helstu keppninautarnir. Þeir eru harðir, dansa vel og eru mjög hreinir og fínir í stökkunum í sínum,“ sagði. „Fjarvera Dana opnar fyrir okkur. Við Ísland erum ekki smáþjóð sem geta ekki fimleika. Það eru ekki bara stelpur sem geta fimleika heldur strákar líka.“ Keppni í karlaflokki á EM í hópfimleikum hefst klukkan 17:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi.
EM í hópfimleikum Fimleikar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira