Opið bréf til forstjóra MAST, Hrannar Ólínar Jörundsdóttur, vegna blóðmerahalds Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. desember 2021 18:01 Sæl og blessuð, Hrönn Ólína. Ég vísa í viðtal við þig á sjónvarpsstöðinni Hringbraut síðastliðinn þriðjudag. Þar sagðir þú meðal annars, að það væri mat ykkar, að hægt væri að framkvæma blóðtöku af fylfullum merum – reka blóðmerahald – án þess, að ógna velferð dýranna. Þetta mat vekur furðu mína. Vil ég skýra það með tilvísun í blaðagrein, sem ég birti á Vísi 26.11.21: „Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til“. Þar segi ég meðal annars: „...verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!!“. „Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!?“. „Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar bóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku efir viku, í 8-9 vikur.“ Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til!“. Ofangreint er, sem sagt, úr grein minni, sem birtist á Vísi 26.11.21. Hér er sú grein öll. Þessi afstaða mín byggist á 2ja ára skoðun málsins og tengdum rannsóknum. Í raun ætti almenn skynsemi að duga við þetta mat. Þú nefndir líka, að dýralæknar væru alltaf við, við hverja einustu blóðtöku. Þeir voru þá líka við í öllum þeim tilfellum, þar sem gögn AWF og TSB dýraverndunarsamtakanna sýna óhóflegar misþyrmingar og ofbeldi við dýrin! Þessi athugasemd sýnir þá fremur, að ekkert er á þetta kerfi að treysta, heldur en, að viðvera og meint eftirlit og handleiðsla dýralækna komi hér að nokkru gagni; sé einhver trygging fyrir dýravæn vinnubrögð og velferð dýranna. Þú og þitt fólk hljótið að sjá, að stuðningur ykkar við þessa óiðju stenzt hvorki þær skyldur og þá ábyrgð, sem þið hafið gagnvart velferð dýranna í landinu, né heldur það siðferði eða þá mannúð, sem við viljum kenna okkur við. Í raun er meðvirkni MAST með Ísteka og bændum í þessu máli, ekki bara nú, heldur á undangengnum árum, þá ekki síst sú blessun, sem Fagráð um velferð dýra, með yfirdýralækni í fararbroddi, lagði yfir málið, ekki skiljanleg og alls ekki í lagi! Það er heldur ekki uppbyggilegt, að þið skulið þurfa að fara ofan í saumana á rannsók erlendra aðila til að átta ykkur á dýrahaldi, sem þið eigið sjálf að hafa eftirlit með og berið sjálf ábyrgð á, að standist lög um dýravelferð. Þú ert auðvitað ný í þessu starfi, og er vonandi, að þú setjir nú þitt mark á að breyta og bæta þessari stofnun, þannig, að hún standi undir þeim skyldum um að tryggja dýravelferð í landinu, sem henni er ætlað með lögum. Gangi þér sem bezt í því erfiða verki! Takk og beztu kveðjur. Höfundur er formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Sæl og blessuð, Hrönn Ólína. Ég vísa í viðtal við þig á sjónvarpsstöðinni Hringbraut síðastliðinn þriðjudag. Þar sagðir þú meðal annars, að það væri mat ykkar, að hægt væri að framkvæma blóðtöku af fylfullum merum – reka blóðmerahald – án þess, að ógna velferð dýranna. Þetta mat vekur furðu mína. Vil ég skýra það með tilvísun í blaðagrein, sem ég birti á Vísi 26.11.21: „Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til“. Þar segi ég meðal annars: „...verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!!“. „Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!?“. „Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar bóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku efir viku, í 8-9 vikur.“ Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til!“. Ofangreint er, sem sagt, úr grein minni, sem birtist á Vísi 26.11.21. Hér er sú grein öll. Þessi afstaða mín byggist á 2ja ára skoðun málsins og tengdum rannsóknum. Í raun ætti almenn skynsemi að duga við þetta mat. Þú nefndir líka, að dýralæknar væru alltaf við, við hverja einustu blóðtöku. Þeir voru þá líka við í öllum þeim tilfellum, þar sem gögn AWF og TSB dýraverndunarsamtakanna sýna óhóflegar misþyrmingar og ofbeldi við dýrin! Þessi athugasemd sýnir þá fremur, að ekkert er á þetta kerfi að treysta, heldur en, að viðvera og meint eftirlit og handleiðsla dýralækna komi hér að nokkru gagni; sé einhver trygging fyrir dýravæn vinnubrögð og velferð dýranna. Þú og þitt fólk hljótið að sjá, að stuðningur ykkar við þessa óiðju stenzt hvorki þær skyldur og þá ábyrgð, sem þið hafið gagnvart velferð dýranna í landinu, né heldur það siðferði eða þá mannúð, sem við viljum kenna okkur við. Í raun er meðvirkni MAST með Ísteka og bændum í þessu máli, ekki bara nú, heldur á undangengnum árum, þá ekki síst sú blessun, sem Fagráð um velferð dýra, með yfirdýralækni í fararbroddi, lagði yfir málið, ekki skiljanleg og alls ekki í lagi! Það er heldur ekki uppbyggilegt, að þið skulið þurfa að fara ofan í saumana á rannsók erlendra aðila til að átta ykkur á dýrahaldi, sem þið eigið sjálf að hafa eftirlit með og berið sjálf ábyrgð á, að standist lög um dýravelferð. Þú ert auðvitað ný í þessu starfi, og er vonandi, að þú setjir nú þitt mark á að breyta og bæta þessari stofnun, þannig, að hún standi undir þeim skyldum um að tryggja dýravelferð í landinu, sem henni er ætlað með lögum. Gangi þér sem bezt í því erfiða verki! Takk og beztu kveðjur. Höfundur er formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun