Boðar viðskiptaþvinganaflóð ráðist Rússland inn í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2021 14:33 Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funda í vikunni um stöðu mála í Úkraínu. Getty/Peter Klaunzer Ríkisstjórn Bandaríkjanna er tilbúin með áætlanir um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi ráðist Rússar inn í nágrannaríkið Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti munu funda á þriðjudag um stöðuna á svæðinu. Spennan hefur magnast gríðarlega á landamærum Rússlands og Úkraínu að undanförnu en rússneskar hersveitir hafa safnast þar saman og verið við æfingar. Bandaríkjaher hefur verið með talsvera viðveru þar vegna stöðunnar. Hvorki Bandaríkin né önnur vesturveldi, sem styðja Úkraínu, hafa minnst á að grípa til hernaðaraðgerða ráðist Rússar inn í Úkraínu. Svo virðist vera, af málflutningi Bidens, að sjónum verði frekar beint að viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, lofaði til dæmis í vikkunni að Rússar fengju að kenna á því fjárhagslega fær þeir yfir landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkin væru búin að þróa ítarlegustu viðskiptaþvinganir, sem myndu gera Vladimír Pútín Rússlandsforseta erfitt fyrir. Þegar eru í gildi viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi en þær beinast flestar gegn samtökum og einstaklingum. Flestar tengjast þessar þvinganir innrás og yfirtöku Rússa á Krímskaga, sem þeir hertóku árið 2014. Þvinganirnar felast til dæmis í frystum bankareikningum, banni við að eiga í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og bann við að fara til Bandaríkjanna. Á þeim tíma sem er liðinn hafa vesturveldin greinilega íhugað hvað sé hægt að gera meira. Meðal hörðustu valmöguleikanna er að banna Rússland frá SWIFT, belgískt fjármálakerfi sem er notað til að senda peninga milli banka og ríkja út um allan heim. Evrópuþingið samþykkti í sumar að beita þessum aðgerðum ráðist Rússland inn í Úkraínu. Bandaríkin hafa beitt þessari þvingun gegn Íran, vegna kjarnorkustarfsemi þess. Eftir að bankar Írans voru aftengdir SWIFT missti ríkið nærri helminginn af tekjum af hráolíusölu og meira en þriðjung fjármagnsins í ríkissjóði. Áhrifin á efnahag Rússlands gætu því orðið gríðarleg ef gripið verður til þessa ráðs. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Spennan hefur magnast gríðarlega á landamærum Rússlands og Úkraínu að undanförnu en rússneskar hersveitir hafa safnast þar saman og verið við æfingar. Bandaríkjaher hefur verið með talsvera viðveru þar vegna stöðunnar. Hvorki Bandaríkin né önnur vesturveldi, sem styðja Úkraínu, hafa minnst á að grípa til hernaðaraðgerða ráðist Rússar inn í Úkraínu. Svo virðist vera, af málflutningi Bidens, að sjónum verði frekar beint að viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, lofaði til dæmis í vikkunni að Rússar fengju að kenna á því fjárhagslega fær þeir yfir landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkin væru búin að þróa ítarlegustu viðskiptaþvinganir, sem myndu gera Vladimír Pútín Rússlandsforseta erfitt fyrir. Þegar eru í gildi viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi en þær beinast flestar gegn samtökum og einstaklingum. Flestar tengjast þessar þvinganir innrás og yfirtöku Rússa á Krímskaga, sem þeir hertóku árið 2014. Þvinganirnar felast til dæmis í frystum bankareikningum, banni við að eiga í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og bann við að fara til Bandaríkjanna. Á þeim tíma sem er liðinn hafa vesturveldin greinilega íhugað hvað sé hægt að gera meira. Meðal hörðustu valmöguleikanna er að banna Rússland frá SWIFT, belgískt fjármálakerfi sem er notað til að senda peninga milli banka og ríkja út um allan heim. Evrópuþingið samþykkti í sumar að beita þessum aðgerðum ráðist Rússland inn í Úkraínu. Bandaríkin hafa beitt þessari þvingun gegn Íran, vegna kjarnorkustarfsemi þess. Eftir að bankar Írans voru aftengdir SWIFT missti ríkið nærri helminginn af tekjum af hráolíusölu og meira en þriðjung fjármagnsins í ríkissjóði. Áhrifin á efnahag Rússlands gætu því orðið gríðarleg ef gripið verður til þessa ráðs.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59
Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21