Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2021 17:40 Vélin kom frá London um hádegi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Massimo Insabato/Getty Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. Í samtali við fréttastofu staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að vegna slæmra veðurskilyrða hafi allar landgöngubrýr verið teknar úr notkun á milli klukkan sjö og átta í morgun. Vélin sem um ræðir lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegi og er eina vélin sem lenti á vellinum fyrri partinn í dag. Vélin var að koma frá London. Minnstu munaði að lent yrði í Skotlandi Páll Ríkharðsson er á meðal farþega sem setið hafa fastir í vélinni, sem hefur beðið í stæði í um fimm klukkutíma. Hann segir stemninguna um borð nokkuð góða miðað við allt, en hann á langt ferðalag að baki. „Ég og kollegi minn erum að klára 26 tíma ferðalag frá Mexíkó, þannig okkur langar bara að komast heim,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir flugmann vélarinnar hafa tjáð honum að miðað við þau veðurskilyrði sem miðað er við hafi minnstu munað að ekki hafi verið hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þá hefði stefnan verið sett á Inverness í Skotlandi. Páll er ánægður að vera kominn heim þrátt fyrir að sitja fastur í vélinni sem stendur. „Þeir reikna með að geta hleypt okkur út eitthvað um sjö.“ Skrautleg lending Páll segir þá að lendingin á flugvellinum hafi verið skrautlegri en flugferðalangar megi almennt venjast, vegna veðursins. „Þetta var svolítið skemmtileg lending, allt á hlið og upp og niður, hingað og þangað.“ Þá segist Páll finna nokkuð til með áhöfninni, sem hafi átt að fara heim eftir að til Íslands væri komið. „Það er búið að koma hérna nokkrum sinnum með kaffi- og bjórvagninn.“ Vélin hristist nokkuð vegna vindsins, en Páll segir það verst fyrir farþegana aftast í vélinni, þar sem stélið taki á sig meiri vind en aðrir hlutar vélarinnar. „Aftast er alveg svakalegur hristingur. Fólk er orðið alveg grænt í framan,“ segir Páll, sem þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi síðasta sólarhringinn virðist taka málinu af æðruleysi. „Þetta er bara Ísland.“ Farþegar í vélum Icelandair sem lentu síðdegis í dag þurftu að bíða. Þar var þó um mínútur og korter að ræða, en ekki klukkustundir.Vísir/Aðsend Uppfært klukkan 18:45: Farþegar þeirra véla sem frestað var í dag og lentu á Keflavíkurflugvelli síðdegis þurftu líka að bíða um borð vegna veður, en þó heldur skemur en farþegar British Airways. Fjórtán vélar sem lenda áttu á ýmsum tímum í dag lentu nú á sjötta og sjöunda tímanum. Farþegar vélanna þurftu að bíða eftir því að vera hleypt frá borði en um klukkan hálf sjö fékk fréttastofa þær upplýsingar að landgöngubrýr hefðu verið teknar aftur í notkun og því hægt að hefjast handa við að hleypa úr vélunum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að vegna slæmra veðurskilyrða hafi allar landgöngubrýr verið teknar úr notkun á milli klukkan sjö og átta í morgun. Vélin sem um ræðir lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegi og er eina vélin sem lenti á vellinum fyrri partinn í dag. Vélin var að koma frá London. Minnstu munaði að lent yrði í Skotlandi Páll Ríkharðsson er á meðal farþega sem setið hafa fastir í vélinni, sem hefur beðið í stæði í um fimm klukkutíma. Hann segir stemninguna um borð nokkuð góða miðað við allt, en hann á langt ferðalag að baki. „Ég og kollegi minn erum að klára 26 tíma ferðalag frá Mexíkó, þannig okkur langar bara að komast heim,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir flugmann vélarinnar hafa tjáð honum að miðað við þau veðurskilyrði sem miðað er við hafi minnstu munað að ekki hafi verið hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þá hefði stefnan verið sett á Inverness í Skotlandi. Páll er ánægður að vera kominn heim þrátt fyrir að sitja fastur í vélinni sem stendur. „Þeir reikna með að geta hleypt okkur út eitthvað um sjö.“ Skrautleg lending Páll segir þá að lendingin á flugvellinum hafi verið skrautlegri en flugferðalangar megi almennt venjast, vegna veðursins. „Þetta var svolítið skemmtileg lending, allt á hlið og upp og niður, hingað og þangað.“ Þá segist Páll finna nokkuð til með áhöfninni, sem hafi átt að fara heim eftir að til Íslands væri komið. „Það er búið að koma hérna nokkrum sinnum með kaffi- og bjórvagninn.“ Vélin hristist nokkuð vegna vindsins, en Páll segir það verst fyrir farþegana aftast í vélinni, þar sem stélið taki á sig meiri vind en aðrir hlutar vélarinnar. „Aftast er alveg svakalegur hristingur. Fólk er orðið alveg grænt í framan,“ segir Páll, sem þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi síðasta sólarhringinn virðist taka málinu af æðruleysi. „Þetta er bara Ísland.“ Farþegar í vélum Icelandair sem lentu síðdegis í dag þurftu að bíða. Þar var þó um mínútur og korter að ræða, en ekki klukkustundir.Vísir/Aðsend Uppfært klukkan 18:45: Farþegar þeirra véla sem frestað var í dag og lentu á Keflavíkurflugvelli síðdegis þurftu líka að bíða um borð vegna veður, en þó heldur skemur en farþegar British Airways. Fjórtán vélar sem lenda áttu á ýmsum tímum í dag lentu nú á sjötta og sjöunda tímanum. Farþegar vélanna þurftu að bíða eftir því að vera hleypt frá borði en um klukkan hálf sjö fékk fréttastofa þær upplýsingar að landgöngubrýr hefðu verið teknar aftur í notkun og því hægt að hefjast handa við að hleypa úr vélunum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50