Handbolti

Mag­deburg vann Ís­lendinga­slaginn | Átta ís­lensk mörk hjá Melsun­gen

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur er sigurganga Magdeburg hélt áfram.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur er sigurganga Magdeburg hélt áfram. Peter Niedung/Getty Images

Það var nóg um að vera í þýska handboltanum í dag. Einnig voru Íslendingar að keppa í Svíþjóð og Frakklandi.

Magdeburg hafði betur gegn Lemgo í Íslendingaslagnum í Þýskalandi. Lokatölur 29-25 heimamönnum í vil. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk í liði Magdeburg á meðan Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk. Hjá Lemgo var Bjarki Már Elísson með fimm mörk.

Alls litu átta íslensk mörk dagsins ljós er MT Melsungen tapaði með þriggja marka mun fyrir Wetzlar, 31-28. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk, Arnar Arnarsson skoraði þrjú og Alexander Petersson skoraði eitt mark.

Magdeburg trónir á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Kiel ásamt því að eiga leik til góða. Melsungen er í 8. sæti með 14 sti gog Lemgo í 10. sæti með 13 stig.

Daníel Freyr Andrésson varði 14 skot, 35 prósent markvörslu í fimm marka sigri Guif á IFK Ystad. Aron Dagur Pálsson komst ekki á blað. Guif er í 7. sæti með 12 stig eftir 13 leiki.

Þá töpuðu Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Montpellier með sex marka mun gegn Toulouse, lokatölur 32-26. Montpellier er í 9. sæti deildarinnar með 11 stig eftir 12 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×