Yngsta íslenska konan til að fara upp með hundrað kíló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 11:30 Úlfhildur Arna Unnarsdóttir verður ekki sautján ára fyrr um mitt næsta ar en hún er þegar farin að lyfta hundrað kílóum í jafnhendingu. Instagram/@ulfhildurarna Úlfhildur Arna Unnarsdóttir setti bæði íslensk og sænsk met þegar hún varð sænskur unglingameistari í ólympískum lyftingum um helgina. Úlfhildur Arna setti ekki aðeins Íslandsmet á mótinu heldur varð hún yngsta íslenska konan til að lyfta hundrað kílóum í jafnhendingu. Úlfhildur Arna er aðeins sextán ára gömul síðan í júní en hún hefur aðsetur í Gautaborg. Móðir hennar er Helga Hlín Hákonardóttir, hæstaréttarlögmaður, sem varð Evrópumeistari í -59 kg flokki á Evrópumeistaramóti öldunga í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Það er ljóst að eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá þeim mæðgum. Úlfhildur Arna var farin að bæta metin í fyrra og heldur áfram að bæta sig hratt. Unglingameistaramót Svíþjóðar í ólympískum lyftingum var kjörinn vettvangur fyrir hina ungu Úlfhildi til að sýna sig enn og sanna. Úlfhildur lyfti mest 85 kílóum í snörun og 100 kílóum í jafnhendingu. Hún var því með 185 kíló í samanlögðu. Þetta voru allt ný íslensk met en þá var snörunin og samanlagða þyngdin líka sænskt met. Þetta hefur verið magnaður vetur fyrir Úlfhildi því hún varð bæði Norðurlandameistari og íslenskum meistari á dögunum og þá náði hún einnig níunda sæti á heimsmeistaramóti ungmenna sautján ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Á öllum þessum mótum hefur Úlfhildur verið að bæta sig. Á heimsmeistaramótinu setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 81 kílóum og var þá aðeins einu kílói frá metinu í jafnhendingu sem þá var 97 kíló. Þetta var hins vegar Íslandsmet í samanlögðu. Á Íslandsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum setti hún Íslandsmet í öllum þremur hlutunum, lyfti 82 kílóum í snörun, 98 kílóum í jafnhendingu og 180 kílóum í samanlögðu. Á Norðurlandamótinu á dögunum þá setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 83 kílóum og jafnaði met sitt í jafnhendingu með því að lyfta 98 kílóum. Hún kórónaði síðan magnaða frammistöðu sína á síðustu misserum með því að setja öll þessi met um helgina. Frá því á heimsmeistaramótinu í október hefur hún því bætt sig um fimm kíló í snörun og um átta kíló í jafnhendingu. Það þýðir jafnframt bætinu upp á þrettán kíló í samanlögðu. Lyftingar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Úlfhildur Arna setti ekki aðeins Íslandsmet á mótinu heldur varð hún yngsta íslenska konan til að lyfta hundrað kílóum í jafnhendingu. Úlfhildur Arna er aðeins sextán ára gömul síðan í júní en hún hefur aðsetur í Gautaborg. Móðir hennar er Helga Hlín Hákonardóttir, hæstaréttarlögmaður, sem varð Evrópumeistari í -59 kg flokki á Evrópumeistaramóti öldunga í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Það er ljóst að eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá þeim mæðgum. Úlfhildur Arna var farin að bæta metin í fyrra og heldur áfram að bæta sig hratt. Unglingameistaramót Svíþjóðar í ólympískum lyftingum var kjörinn vettvangur fyrir hina ungu Úlfhildi til að sýna sig enn og sanna. Úlfhildur lyfti mest 85 kílóum í snörun og 100 kílóum í jafnhendingu. Hún var því með 185 kíló í samanlögðu. Þetta voru allt ný íslensk met en þá var snörunin og samanlagða þyngdin líka sænskt met. Þetta hefur verið magnaður vetur fyrir Úlfhildi því hún varð bæði Norðurlandameistari og íslenskum meistari á dögunum og þá náði hún einnig níunda sæti á heimsmeistaramóti ungmenna sautján ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Úlfhildur Arna (@ulfhildurarna) Á öllum þessum mótum hefur Úlfhildur verið að bæta sig. Á heimsmeistaramótinu setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 81 kílóum og var þá aðeins einu kílói frá metinu í jafnhendingu sem þá var 97 kíló. Þetta var hins vegar Íslandsmet í samanlögðu. Á Íslandsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum setti hún Íslandsmet í öllum þremur hlutunum, lyfti 82 kílóum í snörun, 98 kílóum í jafnhendingu og 180 kílóum í samanlögðu. Á Norðurlandamótinu á dögunum þá setti hún Íslandsmet í snörun með því að lyfta 83 kílóum og jafnaði met sitt í jafnhendingu með því að lyfta 98 kílóum. Hún kórónaði síðan magnaða frammistöðu sína á síðustu misserum með því að setja öll þessi met um helgina. Frá því á heimsmeistaramótinu í október hefur hún því bætt sig um fimm kíló í snörun og um átta kíló í jafnhendingu. Það þýðir jafnframt bætinu upp á þrettán kíló í samanlögðu.
Lyftingar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira