Dagbók Urriða komin út Karl Lúðvíksson skrifar 6. desember 2021 08:40 Ólafur Tómas Guðbjartsson hefur staðið við bakkann með veiðistöng í hönd við hvert tækifæri síðustu 30 ár og nú miðlar hann fróðleik í nafni Dagbókar urriða, meðal annars í sjónvarpsþáttum og hlaðvörpum og nú fyrir jólin kemur út veiðibókin Dagbók urriða. Bók þessi er óður Ólafs til veiðinnar og náttúrunnar. Í henni má finna fyndnar og merkilegar sögur, frásagnir af baráttum við ótal fiska á fjölbreyttum slóðum og fróðleik um sjóbirtinga, urriða, bleikjur, laxa og ótal veiðisvæði. „Ég er veiðisjúklingur. Ég hef lengi verið veiðisjúklingur. Að einhverju leyti væri hægt að tala um mig sem veiðifíkil. Veiðimennskan átti mig strax frá unga aldri. Ég varð heillaður af því að takast á við náttúruna á einn eða annan hátt. Það er ekki til magnaðri stund en að setja í kraftmikinn fisk og vera algjörlega einn á móti náttúrunni. Að togast á við hana án þess að segja orð. Veiðin hefur alla tíð gefið mér gleði enda er hún alltaf jákvæð,“ segir Ólafur. Ólafur með vænan sjóbirting úr Eldvatni Ólafur Tómas leggur mikið upp úr sagnfræði, kennslu, líffræði og öðru sem hann hefur áhuga á og er veiðibók eins og Dagbók urriða tilvalinn vettvangur fyrir slíkt. „Maður lærir jú mest á því að reka sig á og það hef ég sannarlega gert. Til þess að sjá heildarmyndina þurfum við því fyrst að fara yfir öll mistökin og lærdóminn í kjölfarið. Allt á sér upphaf,“ segir Ólafur. Stangveiði Mest lesið 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Úlfljótsvatn gefur líka flottar bleikjur Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði
Bók þessi er óður Ólafs til veiðinnar og náttúrunnar. Í henni má finna fyndnar og merkilegar sögur, frásagnir af baráttum við ótal fiska á fjölbreyttum slóðum og fróðleik um sjóbirtinga, urriða, bleikjur, laxa og ótal veiðisvæði. „Ég er veiðisjúklingur. Ég hef lengi verið veiðisjúklingur. Að einhverju leyti væri hægt að tala um mig sem veiðifíkil. Veiðimennskan átti mig strax frá unga aldri. Ég varð heillaður af því að takast á við náttúruna á einn eða annan hátt. Það er ekki til magnaðri stund en að setja í kraftmikinn fisk og vera algjörlega einn á móti náttúrunni. Að togast á við hana án þess að segja orð. Veiðin hefur alla tíð gefið mér gleði enda er hún alltaf jákvæð,“ segir Ólafur. Ólafur með vænan sjóbirting úr Eldvatni Ólafur Tómas leggur mikið upp úr sagnfræði, kennslu, líffræði og öðru sem hann hefur áhuga á og er veiðibók eins og Dagbók urriða tilvalinn vettvangur fyrir slíkt. „Maður lærir jú mest á því að reka sig á og það hef ég sannarlega gert. Til þess að sjá heildarmyndina þurfum við því fyrst að fara yfir öll mistökin og lærdóminn í kjölfarið. Allt á sér upphaf,“ segir Ólafur.
Stangveiði Mest lesið 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Úlfljótsvatn gefur líka flottar bleikjur Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði