Erlent

Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Sólmyrkvi helgarinnar sást frá Suðurskautinu en þessi mynd var tekin úr geimnum.
Sólmyrkvi helgarinnar sást frá Suðurskautinu en þessi mynd var tekin úr geimnum. EPIC/NASA

Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd.

Myndin var tekin með EPIC-myndavélinni svokölluðu (Earth Polychromatci Imaging Camera) um borð í DSCOVR-gervihnettinum (Deep Space Climate Observatory). Sá gervihnöttur er í rúmlega einnar og hálfrar milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni, milli jarðarinnar og sólarinnar.

Gervihnötturinn er helst notaður til að fylgjast með gróðurfari, skýjum og öðru. Þó kemur fyrir að gervihnötturinn fangar sólmyrkva. Meðal annars í sumar.

Sjá einnig: Sólmyrkvi séður úr geimnum

Hópur vísindamanna ferðaðist til Unionjökuls á Suðurskautinu en þaðan tóku þeir myndir af almyrkvanum og sendu hann út í beinni útsendingu.

Hér má sjá mynd af ljósmyndurum mynda sólmyrkvann í Unionjökul-búðunum á Suðurskautinu.AP/Felipe Trueba

Hér að neðan má sjá beina útsendingu á vegum NASA sem send var út frá Suðurskautinu á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Glitti í sól­myrkvann á höfuð­borgar­svæðinu

Nokkrir heppnir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sáu glitta í sólina – og já, mánann í leiðinni – á milli skýjanna í morgun. Skýjað hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og var því viðbúið að Íslendingar fengju ekki að berja sólmyrkva augum.

Almyrkvinn sást vel í Bolungarvík

Um klukkan hálf fimm í morgun varð almyrkvi á tungli, sá fyrsti sem sést hefur frá Íslandi í á fjórða ár eða síðan 28. september árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×