Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2021 06:44 Marshall segir einnig hafa skort á samráð við Bandaríkjamenn þegar unnið var að brottfluningi fólks frá Kabúl. epa/Akhter Gulfam Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. Þetta segir uppljóstrarinn Raphael Marshall, sem lýsir því meðal annars að hafa stundum verið einn að sjá um að afgreiða beiðnir Afgana um aðstoð og tilneyddur til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða með afar takmörkuð gögn til að vinna með. Rannsókn var hafin á málinu eftir að Marshall gaf yfirmanni utanríkis- og þróunarskrifstofu Breta (FCDO) skýrslu um málið. Skrifstofan heyrir undir utanríkisráðuneytið en yfirmaður hennar er yfir öllum sendifulltrúum Breta erlendis. Marshall, sem hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna í þrjú ár, bauð sig fram til að vinna að úrlausn mála í kjölfar þess að Talíbanar náðu völdum í Kabúl. Í vitnisburði sínum sagði hann algjöra kaos hafa ríkt og að utanríkisráðherrann á þeim tíma, Dominic Raab, hafi skort skilning á því hvað var að gerast á flugvellinum í Kabúl, þar sem þúsundir freistuðu þess að komast úr landi. Ráðherrann hafi meðal annars frestað því að taka ákvarðanir um fjölda brottflutninga, sem hafi orðið til þess að í sumum tilvikum komust þeir sem þörfnuðust samþykkis Raab aldrei á flugvöllinn en í öðrum tilvikum voru ákvarðanir teknar án þess að svar lægi fyrir frá ráðherranum. Guardian segir líklegt að vitnisburður Marshall hafi á endanum orðið til þess að Raab var færður til innan ríkisstjórnarinnar. Raab er þó ekki eini ráðherrann sem Marshall gagnrýnir en hann segir að það hafi valdið verulegri óánægju innan varnarmálaráðuneytisins þegar Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að forgangsraða brottfluningi dýra á vegum afganskra dýraverndarsamtaka. Segir hann ákvörðunina hafa komið beint niður á brottflutningi bæði breskra og afganskra ríkisborgara. Umsóknirnar sem Marshall vann að komu ekki frá þeim sem féllu undir áætlun Breta fyrir þá sem voru á launaskrá hjá þeim í Afganistan heldur þúsundir annarra sem störfuðu sem verktakar eða höfðu einhver tengsl við sendiskrifstofu Breta í Afganistan. Þeirra á meðal voru afganskir hermenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, opinberir starfsmenn, femínistar, hjálparstarfsmenn og dómarar. Marshall áætlar að á milli 75.000 og 150.000 hafi sótt um aðstoð Breta við að komast burtu en aðeins 5 prósent hafi fengið aðstoð. Þá lýsir hann því hvernig þúsundir tölvupósta hafi legið ólesnir í pósthólfum sem var ætlað að þjónusta þennan hóp, vegna þess að það var aðeins gert ráð fyrir að unnið væri úr póstinum á dagvinnutíma. Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Afganistan Bretland Hernaður Mannréttindi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Þetta segir uppljóstrarinn Raphael Marshall, sem lýsir því meðal annars að hafa stundum verið einn að sjá um að afgreiða beiðnir Afgana um aðstoð og tilneyddur til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða með afar takmörkuð gögn til að vinna með. Rannsókn var hafin á málinu eftir að Marshall gaf yfirmanni utanríkis- og þróunarskrifstofu Breta (FCDO) skýrslu um málið. Skrifstofan heyrir undir utanríkisráðuneytið en yfirmaður hennar er yfir öllum sendifulltrúum Breta erlendis. Marshall, sem hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna í þrjú ár, bauð sig fram til að vinna að úrlausn mála í kjölfar þess að Talíbanar náðu völdum í Kabúl. Í vitnisburði sínum sagði hann algjöra kaos hafa ríkt og að utanríkisráðherrann á þeim tíma, Dominic Raab, hafi skort skilning á því hvað var að gerast á flugvellinum í Kabúl, þar sem þúsundir freistuðu þess að komast úr landi. Ráðherrann hafi meðal annars frestað því að taka ákvarðanir um fjölda brottflutninga, sem hafi orðið til þess að í sumum tilvikum komust þeir sem þörfnuðust samþykkis Raab aldrei á flugvöllinn en í öðrum tilvikum voru ákvarðanir teknar án þess að svar lægi fyrir frá ráðherranum. Guardian segir líklegt að vitnisburður Marshall hafi á endanum orðið til þess að Raab var færður til innan ríkisstjórnarinnar. Raab er þó ekki eini ráðherrann sem Marshall gagnrýnir en hann segir að það hafi valdið verulegri óánægju innan varnarmálaráðuneytisins þegar Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að forgangsraða brottfluningi dýra á vegum afganskra dýraverndarsamtaka. Segir hann ákvörðunina hafa komið beint niður á brottflutningi bæði breskra og afganskra ríkisborgara. Umsóknirnar sem Marshall vann að komu ekki frá þeim sem féllu undir áætlun Breta fyrir þá sem voru á launaskrá hjá þeim í Afganistan heldur þúsundir annarra sem störfuðu sem verktakar eða höfðu einhver tengsl við sendiskrifstofu Breta í Afganistan. Þeirra á meðal voru afganskir hermenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, opinberir starfsmenn, femínistar, hjálparstarfsmenn og dómarar. Marshall áætlar að á milli 75.000 og 150.000 hafi sótt um aðstoð Breta við að komast burtu en aðeins 5 prósent hafi fengið aðstoð. Þá lýsir hann því hvernig þúsundir tölvupósta hafi legið ólesnir í pósthólfum sem var ætlað að þjónusta þennan hóp, vegna þess að það var aðeins gert ráð fyrir að unnið væri úr póstinum á dagvinnutíma. Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian.
Afganistan Bretland Hernaður Mannréttindi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira