Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2021 06:44 Marshall segir einnig hafa skort á samráð við Bandaríkjamenn þegar unnið var að brottfluningi fólks frá Kabúl. epa/Akhter Gulfam Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. Þetta segir uppljóstrarinn Raphael Marshall, sem lýsir því meðal annars að hafa stundum verið einn að sjá um að afgreiða beiðnir Afgana um aðstoð og tilneyddur til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða með afar takmörkuð gögn til að vinna með. Rannsókn var hafin á málinu eftir að Marshall gaf yfirmanni utanríkis- og þróunarskrifstofu Breta (FCDO) skýrslu um málið. Skrifstofan heyrir undir utanríkisráðuneytið en yfirmaður hennar er yfir öllum sendifulltrúum Breta erlendis. Marshall, sem hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna í þrjú ár, bauð sig fram til að vinna að úrlausn mála í kjölfar þess að Talíbanar náðu völdum í Kabúl. Í vitnisburði sínum sagði hann algjöra kaos hafa ríkt og að utanríkisráðherrann á þeim tíma, Dominic Raab, hafi skort skilning á því hvað var að gerast á flugvellinum í Kabúl, þar sem þúsundir freistuðu þess að komast úr landi. Ráðherrann hafi meðal annars frestað því að taka ákvarðanir um fjölda brottflutninga, sem hafi orðið til þess að í sumum tilvikum komust þeir sem þörfnuðust samþykkis Raab aldrei á flugvöllinn en í öðrum tilvikum voru ákvarðanir teknar án þess að svar lægi fyrir frá ráðherranum. Guardian segir líklegt að vitnisburður Marshall hafi á endanum orðið til þess að Raab var færður til innan ríkisstjórnarinnar. Raab er þó ekki eini ráðherrann sem Marshall gagnrýnir en hann segir að það hafi valdið verulegri óánægju innan varnarmálaráðuneytisins þegar Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að forgangsraða brottfluningi dýra á vegum afganskra dýraverndarsamtaka. Segir hann ákvörðunina hafa komið beint niður á brottflutningi bæði breskra og afganskra ríkisborgara. Umsóknirnar sem Marshall vann að komu ekki frá þeim sem féllu undir áætlun Breta fyrir þá sem voru á launaskrá hjá þeim í Afganistan heldur þúsundir annarra sem störfuðu sem verktakar eða höfðu einhver tengsl við sendiskrifstofu Breta í Afganistan. Þeirra á meðal voru afganskir hermenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, opinberir starfsmenn, femínistar, hjálparstarfsmenn og dómarar. Marshall áætlar að á milli 75.000 og 150.000 hafi sótt um aðstoð Breta við að komast burtu en aðeins 5 prósent hafi fengið aðstoð. Þá lýsir hann því hvernig þúsundir tölvupósta hafi legið ólesnir í pósthólfum sem var ætlað að þjónusta þennan hóp, vegna þess að það var aðeins gert ráð fyrir að unnið væri úr póstinum á dagvinnutíma. Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Afganistan Bretland Hernaður Mannréttindi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Þetta segir uppljóstrarinn Raphael Marshall, sem lýsir því meðal annars að hafa stundum verið einn að sjá um að afgreiða beiðnir Afgana um aðstoð og tilneyddur til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða með afar takmörkuð gögn til að vinna með. Rannsókn var hafin á málinu eftir að Marshall gaf yfirmanni utanríkis- og þróunarskrifstofu Breta (FCDO) skýrslu um málið. Skrifstofan heyrir undir utanríkisráðuneytið en yfirmaður hennar er yfir öllum sendifulltrúum Breta erlendis. Marshall, sem hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna í þrjú ár, bauð sig fram til að vinna að úrlausn mála í kjölfar þess að Talíbanar náðu völdum í Kabúl. Í vitnisburði sínum sagði hann algjöra kaos hafa ríkt og að utanríkisráðherrann á þeim tíma, Dominic Raab, hafi skort skilning á því hvað var að gerast á flugvellinum í Kabúl, þar sem þúsundir freistuðu þess að komast úr landi. Ráðherrann hafi meðal annars frestað því að taka ákvarðanir um fjölda brottflutninga, sem hafi orðið til þess að í sumum tilvikum komust þeir sem þörfnuðust samþykkis Raab aldrei á flugvöllinn en í öðrum tilvikum voru ákvarðanir teknar án þess að svar lægi fyrir frá ráðherranum. Guardian segir líklegt að vitnisburður Marshall hafi á endanum orðið til þess að Raab var færður til innan ríkisstjórnarinnar. Raab er þó ekki eini ráðherrann sem Marshall gagnrýnir en hann segir að það hafi valdið verulegri óánægju innan varnarmálaráðuneytisins þegar Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að forgangsraða brottfluningi dýra á vegum afganskra dýraverndarsamtaka. Segir hann ákvörðunina hafa komið beint niður á brottflutningi bæði breskra og afganskra ríkisborgara. Umsóknirnar sem Marshall vann að komu ekki frá þeim sem féllu undir áætlun Breta fyrir þá sem voru á launaskrá hjá þeim í Afganistan heldur þúsundir annarra sem störfuðu sem verktakar eða höfðu einhver tengsl við sendiskrifstofu Breta í Afganistan. Þeirra á meðal voru afganskir hermenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, opinberir starfsmenn, femínistar, hjálparstarfsmenn og dómarar. Marshall áætlar að á milli 75.000 og 150.000 hafi sótt um aðstoð Breta við að komast burtu en aðeins 5 prósent hafi fengið aðstoð. Þá lýsir hann því hvernig þúsundir tölvupósta hafi legið ólesnir í pósthólfum sem var ætlað að þjónusta þennan hóp, vegna þess að það var aðeins gert ráð fyrir að unnið væri úr póstinum á dagvinnutíma. Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian.
Afganistan Bretland Hernaður Mannréttindi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent