Gagnrýndur fyrir að segja upp níu hundruð manns á Zoom-fundi Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2021 08:08 Áður hefur verið fjallað um stjórnunarhætti Vishal Garg, forstjóra Better. Skjáskot Forstjóri bandaríska húsnæðislánafyrirtækisins Better.com hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagt upp rúmlega níu hundruð manns fyrirtækisins á tæplega þriggja mínútna fjarfundi á miðvikudaginn í síðustu viku. Viðskiptablaðið segir að uppsagnirnar komi í að aðdraganda sameiningar Better og Spac, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þá segir að Sigurgeir Jónsson, frændi Björgólfs hafi komið að stofnun Better og fari þar með stöðu yfirmanns fjármálamarkaða. „Ef þú ert einn þeirra sem er á þessum fundi þá ert þú í hópi hinna óheppnu sem verið er að segja upp,“ sagði Vishal Garg, forstjóri Better á hinum tæplega þriggja mínútna fundi sem hefur verði hlaðið upp á samfélagsmiðlum. BBC segir frá því að Garg hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir aðferðir sínar og þær sagðar kuldalegar og óvægnar, sér í lagi þegar svo stutt sé til jóla. „Síðast þegar ég gerði þetta þá fór ég að gráta,“ sagði Garg þegar hann ávarpaði starfsfólkið. „Ég vildi óska þess að fréttirnar væru aðrar. Ég óska þess að við værum stöndug.“ Garg vísaði svo í að frammistaða starfsfólks og framleiðni, auk aðstæðna á markaði, lægju að baki fjöldauppsögnunum, sem hann sagði ná til fimmtán prósent starfsliðsins. Segir BBC frá því að Garg hafi ekki minnst á 750 milljóna króna innspýtingu fjárfesta til Better.com í síðustu viku. „Heimskir höfrungar“ Bandaríska blaðið Fortune sagði frá því eftir uppsagnirnar að Garg hafi í eldri bloggfærslu sakað hluta þeirra sem sagt var upp um að „stela“ frá samstarfsfólki og viðskiptavinum með því að vera afkastarýr og einungis vinna tvö tíma á dag þó að það hafi sagst vinna átta tíma eða jafnvel lengur. Í tilefni af uppsögnunum í síðustu viku hefur kastljósi verið beint á stjórnunarstíl Gargs, en Forbes sagði á sínum tíma frá því að hann hafi í tölvupósti látið fúkyrðaflaum ganga yfir starfsfólks. „Þið eruð ALLTOF ANDSKOTI HÆG. Þið eruð ekkert nema HEIMSKIR HÖFRUNGAR… ÞANNIG AÐ HÆTTIÐ ÞESSU. HÆTTIÐ ÞESSU. HÆTTIÐ ÞESSU STRAX. ÞIÐ ERUÐ MÉR TIL SKAMMAR.“ Bandaríkin Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Viðskiptablaðið segir að uppsagnirnar komi í að aðdraganda sameiningar Better og Spac, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þá segir að Sigurgeir Jónsson, frændi Björgólfs hafi komið að stofnun Better og fari þar með stöðu yfirmanns fjármálamarkaða. „Ef þú ert einn þeirra sem er á þessum fundi þá ert þú í hópi hinna óheppnu sem verið er að segja upp,“ sagði Vishal Garg, forstjóri Better á hinum tæplega þriggja mínútna fundi sem hefur verði hlaðið upp á samfélagsmiðlum. BBC segir frá því að Garg hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir aðferðir sínar og þær sagðar kuldalegar og óvægnar, sér í lagi þegar svo stutt sé til jóla. „Síðast þegar ég gerði þetta þá fór ég að gráta,“ sagði Garg þegar hann ávarpaði starfsfólkið. „Ég vildi óska þess að fréttirnar væru aðrar. Ég óska þess að við værum stöndug.“ Garg vísaði svo í að frammistaða starfsfólks og framleiðni, auk aðstæðna á markaði, lægju að baki fjöldauppsögnunum, sem hann sagði ná til fimmtán prósent starfsliðsins. Segir BBC frá því að Garg hafi ekki minnst á 750 milljóna króna innspýtingu fjárfesta til Better.com í síðustu viku. „Heimskir höfrungar“ Bandaríska blaðið Fortune sagði frá því eftir uppsagnirnar að Garg hafi í eldri bloggfærslu sakað hluta þeirra sem sagt var upp um að „stela“ frá samstarfsfólki og viðskiptavinum með því að vera afkastarýr og einungis vinna tvö tíma á dag þó að það hafi sagst vinna átta tíma eða jafnvel lengur. Í tilefni af uppsögnunum í síðustu viku hefur kastljósi verið beint á stjórnunarstíl Gargs, en Forbes sagði á sínum tíma frá því að hann hafi í tölvupósti látið fúkyrðaflaum ganga yfir starfsfólks. „Þið eruð ALLTOF ANDSKOTI HÆG. Þið eruð ekkert nema HEIMSKIR HÖFRUNGAR… ÞANNIG AÐ HÆTTIÐ ÞESSU. HÆTTIÐ ÞESSU. HÆTTIÐ ÞESSU STRAX. ÞIÐ ERUÐ MÉR TIL SKAMMAR.“
Bandaríkin Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira