Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2021 20:26 Margt var um manninn á Austurvelli fyrr í kvöld. Vísir/Sigurjón Tugir manna voru samankomin á Austurvelli á sjöunda tímanum í kvöld til að mótmæla bólusetningarstefnu stjórnvalda. Beindust mótmælin einna helst gegn bólusetningum barna við Covid-19. Mótmælin fóru friðsamlega fram og mátti sjá suma mótmælendur prýdda jólaskrauti. Þá báru aðrir uppi skilti með hinum ýmsu skilaboðum til stjórnvalda þar sem lýst var yfir óánægju með viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum. Vörðuðu mörg skiltin sóttvarnaaðgerðir og bólusetningar barna. Klippa: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Boðið hefur verið upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára hér á landi með bóluefni Pfizer frá því í ágúst. Bóluefnið er annað tveggja sem hefur verið samþykkt til notkunar fyrir þennan aldurshóp en upphaflegt markaðsleyfi bóluefnis Pfizer byggði á notkun fyrir sextán ára og eldri. Í lok maí á þessu ári samþykkti Lyfjastofnun Evrópu síðan notkun þess fyrir 12 til 15 ára börn, að undangenginni rannsókn sem náði til 2.260 barna. Reyndist vörnin í bólusetta hópnum vera 100%, þar sem ekkert bólusettu barnanna fékk Covid-19 samanborið við sextán börn (af 978) í samanburðarhóp rannsóknarinnar sem fengu lyfleysu. Mæla með bólusetningu fyrir alla yfir 12 ára aldri Fram kemur á Covid.is, upplýsingavef embættis landlæknis og almannavarna, að rannsóknir hafi sýnt að það sé öruggara að fá bólusetningu heldur en Covid-19, bæði fyrir börn og fullorðna. Alvarleg veikindi eða langtímaáhrif eftir Covid-19 veikindi séu líklegri fyrir alla sem megi fá bólusetningu heldur en alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu. Þess vegna mæli heilbrigðisyfirvöld með bólusetningu fyrir alla 12 ára og eldri. Algengustu aukaverkanir bólusetningar gegn Covid-19 eru sagðar vera óþægindi í handlegg, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta í einn eða tvo daga. Að sögn heilbrigðisyfirvalda eru sjaldgæfari aukaverkanir eftir bóluefni Pfizer bólgur í poka í kringum hjartað sem er kallað gollurshús eða enn sjaldnar í hjartanu sjálfu. Þessar aukaverkanir komi frekar eftir bólusetningu hjá ungu fólki heldur en gömlu, hjá drengjum frekar en stúlkum og gerist oftast þremur til fjórum dögum eftir seinni skammtinn. „Þá getur komið skrítinn hjartsláttur, verkur í brjóstið, hraður andardráttur eða verið óþægilegt að anda djúpt. Þótt þessar aukaverkanir geti verið óþægilegar og jafnvel ógnvekjandi, þá jafna flestir sig alveg með hvíld og bólgueyðandi verkjalyfjum. Það getur tekið nokkrar vikur að jafna sig,“ segir á Covid.is. Fram kom í matsferli sérfræðinefndar Lyfjastofnunar Evrópu að slík hjartavöðvabólga og gollurhúsbólga væri afar sjaldgæf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Mótmælin fóru friðsamlega fram og mátti sjá suma mótmælendur prýdda jólaskrauti. Þá báru aðrir uppi skilti með hinum ýmsu skilaboðum til stjórnvalda þar sem lýst var yfir óánægju með viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum. Vörðuðu mörg skiltin sóttvarnaaðgerðir og bólusetningar barna. Klippa: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Boðið hefur verið upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára hér á landi með bóluefni Pfizer frá því í ágúst. Bóluefnið er annað tveggja sem hefur verið samþykkt til notkunar fyrir þennan aldurshóp en upphaflegt markaðsleyfi bóluefnis Pfizer byggði á notkun fyrir sextán ára og eldri. Í lok maí á þessu ári samþykkti Lyfjastofnun Evrópu síðan notkun þess fyrir 12 til 15 ára börn, að undangenginni rannsókn sem náði til 2.260 barna. Reyndist vörnin í bólusetta hópnum vera 100%, þar sem ekkert bólusettu barnanna fékk Covid-19 samanborið við sextán börn (af 978) í samanburðarhóp rannsóknarinnar sem fengu lyfleysu. Mæla með bólusetningu fyrir alla yfir 12 ára aldri Fram kemur á Covid.is, upplýsingavef embættis landlæknis og almannavarna, að rannsóknir hafi sýnt að það sé öruggara að fá bólusetningu heldur en Covid-19, bæði fyrir börn og fullorðna. Alvarleg veikindi eða langtímaáhrif eftir Covid-19 veikindi séu líklegri fyrir alla sem megi fá bólusetningu heldur en alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu. Þess vegna mæli heilbrigðisyfirvöld með bólusetningu fyrir alla 12 ára og eldri. Algengustu aukaverkanir bólusetningar gegn Covid-19 eru sagðar vera óþægindi í handlegg, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta í einn eða tvo daga. Að sögn heilbrigðisyfirvalda eru sjaldgæfari aukaverkanir eftir bóluefni Pfizer bólgur í poka í kringum hjartað sem er kallað gollurshús eða enn sjaldnar í hjartanu sjálfu. Þessar aukaverkanir komi frekar eftir bólusetningu hjá ungu fólki heldur en gömlu, hjá drengjum frekar en stúlkum og gerist oftast þremur til fjórum dögum eftir seinni skammtinn. „Þá getur komið skrítinn hjartsláttur, verkur í brjóstið, hraður andardráttur eða verið óþægilegt að anda djúpt. Þótt þessar aukaverkanir geti verið óþægilegar og jafnvel ógnvekjandi, þá jafna flestir sig alveg með hvíld og bólgueyðandi verkjalyfjum. Það getur tekið nokkrar vikur að jafna sig,“ segir á Covid.is. Fram kom í matsferli sérfræðinefndar Lyfjastofnunar Evrópu að slík hjartavöðvabólga og gollurhúsbólga væri afar sjaldgæf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“