Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog Atli Ísleifsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 8. desember 2021 11:46 Brúin verður ætluð gangandi, hjólandi og borgarlínu. EFLA EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. Brúin verður ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð borgarlínu yfir Fossvog, frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðausturhluta Kársnestáar. Samkeppnissvæðið tekur til þess svæðis á landi og sjó sem mun falla undir og við fyrirhugaða brúartengingu yfir Fossvog, milli Kópavogs og Reykjavíkur og nágrenni þess. Sigurtillagan bar nafnið Alda og hafði betur gegn tillögunum Hvalbaki og Sjónarrönd. Markmiðið með brúnni er að bæta samgöngur milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við umferð gangandi og hjólandi. Þá er brúin hluti af fyrsta áfanga Borgarlínu og á að vera tilbúin eftir tvö ár. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur telur að bygging brúarinnar muni hafa talsvert meiri breytingar í för með sér en íbúar höfuðborgarsvæðisins átti sig á. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar segir að með brúnni færist Kársnesið nánar algjörlega inn í Nauthólsvík nánast og öfugt. „Þetta mun stytta allar leiðir, þetta gerir allt þetta svæði að svo eftirsóknarverðu útivistarsvæði, fyrir utan hvað þetta styttir leiðina til og frá vinnu fyrir ótrúlega stóran hóp fólks.“ Í umsögn dómnefndar segir að mannvirkið sé látlaust en jafnframt kröftugt. Brúin virki einföld við fyrstu sýn en vex við nánari skoðun. EFLA Brúin fellur áreynslulaust að umhverfi sínu og mjúk bylgjulögun brúarinnar er áhugaverð skírskotun í öldur hafsins. Léttleiki brúarinnar keppir ekki við náttúrulegt umhverfi og skapar fallega sýn á sjóndeildarhringinn fyrir vegfarendur beggja vegna vogarins. Hönnun brúarinnar tekur mið af því að neðra byrði hennar er sýnilegt frá stórum hluta strandlengjunnar og er því hugsað sem önnur meginásýnd brúarinnar. Göngu- og hjólaleið undir brúna sunnan megin gefur sérstakt færi á þessu sjónarhorni. Umferð fyrir alla samgöngumáta er greið og tengingar við brúarenda vel útfærðar. Aðgreining milli ólíkra samgöngumáta er vel l eyst, stuðlar að öryggi allra vegfarenda og aðgengi fyrir alla. Kostur er að hjólandi vegfarendur geta valið milli þess að hjóla hraðar eftir stíg vestan megin sem er eingöngu fyrir hjól en austan megin er breiður stígur fyrir gangandi vegfarendur og hægari hjólaumferð. EFLA Við göngustíg austan megin á brú eru áhugaverðar hugmyndir um áningarstaði við „Álfasteina” sem stinga sér upp úr brúargólfinu þar sem vegfarendum gefst færi á að njóta útsýnis yfir voginn og niður á hafflötinn. Tillagan sýnir góða heildræna nálgun gagnvart öllum þáttum tæknilegrar hönnunar. Framsetning tillögunnar er mjög skýr og öllum þáttum vel lýst í máli og myndum. Efnisval brúarinnar er vel rökstutt út frá endingu og viðhaldi. Lýsingarhönnun er sannfærandi og samræmist vel formi brúarinnar,“ segir í umsókn dómnefndar. EFLA EFLA EFLA Að neðan má svo sjá tillögur Hvalbaks og Sjónarrandar sem lentu í 2. og 3. sæti hönnunarsamkeppninnar. Hvalbak Sjónarrönd Reykjavík Kópavogur Arkitektúr Skipulag Borgarlína Fossvogsbrú Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Brúin verður ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð borgarlínu yfir Fossvog, frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðausturhluta Kársnestáar. Samkeppnissvæðið tekur til þess svæðis á landi og sjó sem mun falla undir og við fyrirhugaða brúartengingu yfir Fossvog, milli Kópavogs og Reykjavíkur og nágrenni þess. Sigurtillagan bar nafnið Alda og hafði betur gegn tillögunum Hvalbaki og Sjónarrönd. Markmiðið með brúnni er að bæta samgöngur milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við umferð gangandi og hjólandi. Þá er brúin hluti af fyrsta áfanga Borgarlínu og á að vera tilbúin eftir tvö ár. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur telur að bygging brúarinnar muni hafa talsvert meiri breytingar í för með sér en íbúar höfuðborgarsvæðisins átti sig á. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar segir að með brúnni færist Kársnesið nánar algjörlega inn í Nauthólsvík nánast og öfugt. „Þetta mun stytta allar leiðir, þetta gerir allt þetta svæði að svo eftirsóknarverðu útivistarsvæði, fyrir utan hvað þetta styttir leiðina til og frá vinnu fyrir ótrúlega stóran hóp fólks.“ Í umsögn dómnefndar segir að mannvirkið sé látlaust en jafnframt kröftugt. Brúin virki einföld við fyrstu sýn en vex við nánari skoðun. EFLA Brúin fellur áreynslulaust að umhverfi sínu og mjúk bylgjulögun brúarinnar er áhugaverð skírskotun í öldur hafsins. Léttleiki brúarinnar keppir ekki við náttúrulegt umhverfi og skapar fallega sýn á sjóndeildarhringinn fyrir vegfarendur beggja vegna vogarins. Hönnun brúarinnar tekur mið af því að neðra byrði hennar er sýnilegt frá stórum hluta strandlengjunnar og er því hugsað sem önnur meginásýnd brúarinnar. Göngu- og hjólaleið undir brúna sunnan megin gefur sérstakt færi á þessu sjónarhorni. Umferð fyrir alla samgöngumáta er greið og tengingar við brúarenda vel útfærðar. Aðgreining milli ólíkra samgöngumáta er vel l eyst, stuðlar að öryggi allra vegfarenda og aðgengi fyrir alla. Kostur er að hjólandi vegfarendur geta valið milli þess að hjóla hraðar eftir stíg vestan megin sem er eingöngu fyrir hjól en austan megin er breiður stígur fyrir gangandi vegfarendur og hægari hjólaumferð. EFLA Við göngustíg austan megin á brú eru áhugaverðar hugmyndir um áningarstaði við „Álfasteina” sem stinga sér upp úr brúargólfinu þar sem vegfarendum gefst færi á að njóta útsýnis yfir voginn og niður á hafflötinn. Tillagan sýnir góða heildræna nálgun gagnvart öllum þáttum tæknilegrar hönnunar. Framsetning tillögunnar er mjög skýr og öllum þáttum vel lýst í máli og myndum. Efnisval brúarinnar er vel rökstutt út frá endingu og viðhaldi. Lýsingarhönnun er sannfærandi og samræmist vel formi brúarinnar,“ segir í umsókn dómnefndar. EFLA EFLA EFLA Að neðan má svo sjá tillögur Hvalbaks og Sjónarrandar sem lentu í 2. og 3. sæti hönnunarsamkeppninnar. Hvalbak Sjónarrönd
Reykjavík Kópavogur Arkitektúr Skipulag Borgarlína Fossvogsbrú Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira