Börnin á samfélagsmiðlum Unnar Þór Bjarnason og Þórður Kristinsson skrifa 8. desember 2021 13:31 Í vinnu okkar með unglingum sem annars vegar lögreglumaður og hinsvegar rannsakandi höfum við rekið okkur á að eldri kynslóðin virðist ekki vera fyllilega meðvituð um hvað börnin okkar eru að upplifa í gegnum samfélagsmiðla. Að mörgu leyti er sú kynslóð krakka sem eru að alast nú upp úr grasi í mun meira jafnvægi og lifa heilbrigðara lífi en kynslóðirnar á undan. Hvers kyns vímuefnaneysla er til dæmis mun minni meðal unglinga í dag en fyrir 15 árum, þau taka meira þátt í skipulögðu tómstundastarfi og þau eru síður á ferðinni eftir að formlegum útivistartíma lýkur. Þrátt fyrir góða stöðu í mörgum málaflokkum fylgja nýjum tímum nýjar áskoranir. Unglingarnir í dag eru fyrsta kynslóðin sem elst upp við það að samfélagsmiðlar hafa alltaf verið til og taka sífellt meira pláss í lífi okkar. Eins og það er margt jákvætt varðandi aðgengi að netinu og samfélagsmiðlum þá eru líka til staðar neikvæðar hliðar sem við höfum áhyggjur af. Skuggahliðar samfélagsmiðla birtast okkur í óhefluðum samskiptum sem í verstu tilfellum verða að ofbeldi; rafrænu einelti, kynferðislegu áreiti og stafrænu kynferðisofbeldi. Netið er enn það nýr vettvangur samskipta að þar leyfir fólk sér að gera ýmislegt sem því myndi aldrei detta í hug að gera í raunheimum. Foreldrar og forráðamenn ná ekki að fylgjast með samfélagsmiðlanotkun barnanna sinna sem eru oft á öðrum miðlum en eldri kynslóðin. Þar geta þau verið í samskiptum sem eru hulin öðrum en þátttakendum. Í starfi sínu sem lögreglumaður og samfélagslögga hefur Unnar rætt við ótal börn og unglinga, á vettvangi grunnskóla, menntaskóla og félagsmiðstöðva, og foreldra sem öll eru sammála um að það þurfi að eiga sér stað meiri fræðsla og umræða um stafrænt ofbeldi í öllum þeim myndum sem það getur birst í. Þarna er vettvangur sem eldri kynslóðin þekkir lítið til og stendur oft eftir ráðþrota. Undanfarin misseri hafa sprottið upp ótal mál sem tengja má við misnotkun samfélagsmiðla á einhvern hátt og erfitt er að vinna úr. Þar má nefna gróf eineltismál, hótanir, óumbeðnar kynferðislegar myndsendingar og slagsmálasíður þar sem birt eru myndbönd af einstaklingum sem eru þvingaðir til slagsmála og verða undir. Rannsóknir sýna að unglingar, sem eru á samfélagsmiðlum, sjá margt miður fallegt sem þau læra fljótt að sé óþægilegur en óumflýjanlegur fylgifiskur þess að vera á miðlunum. Þessar sömu rannsóknir sýna okkur að fæst þeirra leita til eldri kynslóðarinnar þegar þeim blöskrar það sem þau sjá eða þegar þau eru komin í vandræði á netinu vegna samskipta sem eru að valda þeim hugarangri. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur sem foreldra og forráðamenn að taka samtalið við börnin okkar um hvað er eðlilegt og æskilegt í samskiptum, en á samfélagsmiðlum ætti sama regla að gilda og í öðrum samskiptum; ekki birta neitt sem þú getur ekki hugsað þér að segja við eða sýna manneskju sem stendur fyrir framan þig. Við verðum þó að hafa í huga að við viljum að börnin geti leitað til okkar og því er nauðsynlegt að ræða málin á yfirvegaðan máta. Þess vegna hvetjum við foreldra og forráðamenn til þess að tala við börnin um hvað það sé sem þeim finnst gott við samfélagsmiðlana, hvar þeim líður vel á samfélagsmiðlum og hvar þau upplifa óöryggi. Ef í ljós kemur að börnin þurfa frekari aðstoð eða telja vera á sér brotið, þá er gott að vita að það eru mörg úrræði í boði. Það er hægt að ræða við neyðarvörð 112 í síma eða í gegnum netspjall, hafa samband við ábendingarlínu Barnaheilla eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins 1717. Í óformlegri könnun samfélagsmiðlalögganna á meðal barna á gagnfræðiskólaaldri kom í ljós að nær allir sem spurðir voru þekktu einhvern sem hafði fengið senda óumbeðna kynferðislega mynd á samfélagsmiðli. Þetta er óþægileg staðreynd sem við sem uppalendur þurfum að vera meðvituð um og vera tilbúin að leiðbeina og styðja við þau ef þau lenda í þessu. Því miður verður líka að vara börn við því að hver sem er getur reynt að hafa samskipti á netinu, þar á meðal eldri einstaklingar sem hafa einbeittan brotavilja. Fólk sem villir á sér heimildir, öðlast traust barnanna og brýtur svo á þeim. Börn af öllum kynjum eru þarna í hættu en hafa ber í huga að stelpur verða margfalt meira fyrir þrýstingi til þess að senda ögrandi myndefni af sér. Þessa dagana fer fram átak í grunnskólum á landsvísu þar sem fræðsla varðandi stafrænt ofbeldi er tekið fyrir. Fræðslan er í boði fyrir börn í 8. bekk og er stefnt að því að fræðslan rati einnig til foreldra þeirra. Með því gefst færi á að skapa ákveðið samtal á milli barnanna, skólans og foreldranna. Það er því kjörið að nýta tækifærið og taka umræðuna núna. Til þess að geta átt samtalið er gott að kynna sér þá miðla sem börnin ykkar eru á og reyna að átta sig á hvernig þeir virka. Þá er gott að muna að það eru aldursviðmið við notkun á samfélagsmiðlum sem eru sett að gefnu tilefni. Endilega kynnið ykkur reglurnar, fylgið þeim og hafið þær sem hluta af samfélagsmiðlasamtalinu við börnin í kringum ykkur. Lykillinn hér er að byggja upp traust og beina samskiptum á jákvæðar brautir. Unnar Þór Bjarnason, lögreglumaður og samfélagslögga.Þórður Kristinsson, doktorsnemi á menntavísindasviði og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Í vinnu okkar með unglingum sem annars vegar lögreglumaður og hinsvegar rannsakandi höfum við rekið okkur á að eldri kynslóðin virðist ekki vera fyllilega meðvituð um hvað börnin okkar eru að upplifa í gegnum samfélagsmiðla. Að mörgu leyti er sú kynslóð krakka sem eru að alast nú upp úr grasi í mun meira jafnvægi og lifa heilbrigðara lífi en kynslóðirnar á undan. Hvers kyns vímuefnaneysla er til dæmis mun minni meðal unglinga í dag en fyrir 15 árum, þau taka meira þátt í skipulögðu tómstundastarfi og þau eru síður á ferðinni eftir að formlegum útivistartíma lýkur. Þrátt fyrir góða stöðu í mörgum málaflokkum fylgja nýjum tímum nýjar áskoranir. Unglingarnir í dag eru fyrsta kynslóðin sem elst upp við það að samfélagsmiðlar hafa alltaf verið til og taka sífellt meira pláss í lífi okkar. Eins og það er margt jákvætt varðandi aðgengi að netinu og samfélagsmiðlum þá eru líka til staðar neikvæðar hliðar sem við höfum áhyggjur af. Skuggahliðar samfélagsmiðla birtast okkur í óhefluðum samskiptum sem í verstu tilfellum verða að ofbeldi; rafrænu einelti, kynferðislegu áreiti og stafrænu kynferðisofbeldi. Netið er enn það nýr vettvangur samskipta að þar leyfir fólk sér að gera ýmislegt sem því myndi aldrei detta í hug að gera í raunheimum. Foreldrar og forráðamenn ná ekki að fylgjast með samfélagsmiðlanotkun barnanna sinna sem eru oft á öðrum miðlum en eldri kynslóðin. Þar geta þau verið í samskiptum sem eru hulin öðrum en þátttakendum. Í starfi sínu sem lögreglumaður og samfélagslögga hefur Unnar rætt við ótal börn og unglinga, á vettvangi grunnskóla, menntaskóla og félagsmiðstöðva, og foreldra sem öll eru sammála um að það þurfi að eiga sér stað meiri fræðsla og umræða um stafrænt ofbeldi í öllum þeim myndum sem það getur birst í. Þarna er vettvangur sem eldri kynslóðin þekkir lítið til og stendur oft eftir ráðþrota. Undanfarin misseri hafa sprottið upp ótal mál sem tengja má við misnotkun samfélagsmiðla á einhvern hátt og erfitt er að vinna úr. Þar má nefna gróf eineltismál, hótanir, óumbeðnar kynferðislegar myndsendingar og slagsmálasíður þar sem birt eru myndbönd af einstaklingum sem eru þvingaðir til slagsmála og verða undir. Rannsóknir sýna að unglingar, sem eru á samfélagsmiðlum, sjá margt miður fallegt sem þau læra fljótt að sé óþægilegur en óumflýjanlegur fylgifiskur þess að vera á miðlunum. Þessar sömu rannsóknir sýna okkur að fæst þeirra leita til eldri kynslóðarinnar þegar þeim blöskrar það sem þau sjá eða þegar þau eru komin í vandræði á netinu vegna samskipta sem eru að valda þeim hugarangri. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur sem foreldra og forráðamenn að taka samtalið við börnin okkar um hvað er eðlilegt og æskilegt í samskiptum, en á samfélagsmiðlum ætti sama regla að gilda og í öðrum samskiptum; ekki birta neitt sem þú getur ekki hugsað þér að segja við eða sýna manneskju sem stendur fyrir framan þig. Við verðum þó að hafa í huga að við viljum að börnin geti leitað til okkar og því er nauðsynlegt að ræða málin á yfirvegaðan máta. Þess vegna hvetjum við foreldra og forráðamenn til þess að tala við börnin um hvað það sé sem þeim finnst gott við samfélagsmiðlana, hvar þeim líður vel á samfélagsmiðlum og hvar þau upplifa óöryggi. Ef í ljós kemur að börnin þurfa frekari aðstoð eða telja vera á sér brotið, þá er gott að vita að það eru mörg úrræði í boði. Það er hægt að ræða við neyðarvörð 112 í síma eða í gegnum netspjall, hafa samband við ábendingarlínu Barnaheilla eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins 1717. Í óformlegri könnun samfélagsmiðlalögganna á meðal barna á gagnfræðiskólaaldri kom í ljós að nær allir sem spurðir voru þekktu einhvern sem hafði fengið senda óumbeðna kynferðislega mynd á samfélagsmiðli. Þetta er óþægileg staðreynd sem við sem uppalendur þurfum að vera meðvituð um og vera tilbúin að leiðbeina og styðja við þau ef þau lenda í þessu. Því miður verður líka að vara börn við því að hver sem er getur reynt að hafa samskipti á netinu, þar á meðal eldri einstaklingar sem hafa einbeittan brotavilja. Fólk sem villir á sér heimildir, öðlast traust barnanna og brýtur svo á þeim. Börn af öllum kynjum eru þarna í hættu en hafa ber í huga að stelpur verða margfalt meira fyrir þrýstingi til þess að senda ögrandi myndefni af sér. Þessa dagana fer fram átak í grunnskólum á landsvísu þar sem fræðsla varðandi stafrænt ofbeldi er tekið fyrir. Fræðslan er í boði fyrir börn í 8. bekk og er stefnt að því að fræðslan rati einnig til foreldra þeirra. Með því gefst færi á að skapa ákveðið samtal á milli barnanna, skólans og foreldranna. Það er því kjörið að nýta tækifærið og taka umræðuna núna. Til þess að geta átt samtalið er gott að kynna sér þá miðla sem börnin ykkar eru á og reyna að átta sig á hvernig þeir virka. Þá er gott að muna að það eru aldursviðmið við notkun á samfélagsmiðlum sem eru sett að gefnu tilefni. Endilega kynnið ykkur reglurnar, fylgið þeim og hafið þær sem hluta af samfélagsmiðlasamtalinu við börnin í kringum ykkur. Lykillinn hér er að byggja upp traust og beina samskiptum á jákvæðar brautir. Unnar Þór Bjarnason, lögreglumaður og samfélagslögga.Þórður Kristinsson, doktorsnemi á menntavísindasviði og kennari.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar