„Hún er stórkostlegasta manneskja sem ég hef kynnst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2021 10:04 Alfreð Gíslason og Kara Guðrún Melstað eftir kveðjuleik Alfreðs í Kiel fyrir tveimur árum. heimasíða kiel Alfreð Gíslason segir að síðustu mánuðir hafi verið afar erfiðir. Eiginkona hans til rúmlega fjörutíu ára, Kara Guðrún Melstað, lést í lok maí. Alfreð lýsir henni sem stórkostlegustu manneskju sem hann hafi kynnst. Alfreð var gestur í hlaðvarpi Snorra Björnssonar þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um fráfall Köru. Hún veiktist 2019, skömmu eftir að Alfreð hætti að þjálfa Kiel. Eftir frí á San Sebastian á Spáni þar sem þau fögnuðu sextugsafmæli sínu dundi ógæfan yfir. „Þegar við sátum við morgunverðarborðið tók ég eftir að andlitið var aðeins slappara öðru megin. Við vorum að pæla í því hvað það var. Daginn eftir kom systir hennar í heimsókn og sá þetta líka. Eftir þessa helgi fórum við til Kiel í skoðun. Ég óttaðist að þetta væri vægt heilablóðfall en þá kom í ljós að hún var með krabbamein í heila,“ sagði Alfreð. Annað og stærra mein komið Meðferðin við krabbameininu gekk vel í fyrstu og Alfreð og Kara vonuðu það besta. En síðasta vor gerðust hlutirnir hratt. „Eftir sex umferðir leit allt mjög vel út þannig að við komum hingað heim fyrir rúmlega ári síðan og vorum bara mjög jákvæð og bjartsýn. Eftir það fór hún í næstu sex umferðir til að ganga vonandi frá þessu. En áður en þessar sex umferðir voru búnar vorum við farin að taka eftir að eitthvað væri ekki í lagi. Þá var komið annað og stærra mein. Við fengum niðurstöðu úr því í byrjun maí og 31. maí dó hún. Það gerðist mjög hratt,“ sagði Alfreð. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eOXo2__a-E8">watch on YouTube</a> „Þetta gerðist mjög hratt og var mikið áfall. Það góða, ef það er hægt að segja það, er að börnin, barnabörnin og systur hennar voru með henni allan þennan mánuð.“ Besti vinur minn og harðasti gagnrýnandinn Alfreð og Kara höfðu þekkst lengi og verið gift í rúmlega fjörutíu ár eins og áður sagði. „Það er kannski erfitt að segja hvenær við byrjuðum saman. Við vorum búin að þekkjast frá því við vorum fimmtán ára og byrjuðum saman sautján, átján ára. Hún var ekki bara konan mín heldur besti vinur minn og harðasti gagnrýnandi minn. Hún er stórkostlegasta manneskja sem ég hef kynnst,“ sagði Alfreð. Bannaði honum að hætta Hann var ekki lengi frá þjálfun eftir að hafa hætt með Kiel og tók við þýska landsliðinu í febrúar 2020. Alfreð ætlaði að hætta þegar veikindi Köru ágerðust en hún vildi ekki heyra á það minnst. „Einhvern tímann, sérstaklega þegar þetta leit rosalega vel út og að við myndum sigrast á þessu, var það eiginlega hún sem vildi að ég færi aftur í þetta, væri með landslið og væri meira heima,“ sagði Alfreð. „Síðan þegar þetta fór í hina áttina, þegar ég kom heim úr landsliðslotu og við fórum til læknis til að fá niðurstöðu úr prófunum, voru fyrstu viðbrögð hjá mér að segja að ég væri hættur. Ég segi upp hjá [þýska] sambandinu, við förum heim til Íslands og eigum saman tíma heima. Á þessum tíma gat hún ekki talað, bara sagt já eða nei. Og hún hvæsti á mig nei. Þá sagði ég að við færum samt heim en hún sagði nei.“ Gerði þetta með sinni reisn Hann segir að Kara hafi gert hlutina á sinn hátt, allt til loka. „Ég held að hún hefði getað lifað lengur. Hún var ótrúlega sterk. Hún vildi helst ekkert borða og lítið drekka. Mér fannst á henni að hún ætlaði að taka þessi lok sín eins og hún vildi gera þetta. Ég gabbaði hana nokkrum sinnum til að taka næringu í æð en það var ekki séns, ekki að ræða það. Hún gerði þetta með sinni reisn og meira að segja síðustu dagana vildi hún að barnabörnin færu heim.“ Berst við reiðina yfir þessari ósanngirni Alfreð segir að fráfall Köru hafi breytt sýn sinni á lífið og hvað það er sem skiptir öllu máli. „Við vorum mjög gott teymi og ég lærði mikið af henni. Hún er heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst. Í fyrsta lagi berst maður við reiðina yfir þessari ósanngirni. Ef einhver hefði ekki átt að lenda í þessu var það hún. Af þessu lærir maður að allt hitt skiptir engu máli. Hvað er mikilvægt við handboltaleik eða smá áhyggjur af einhverju þegar maður upplifir svona. Kannski þarf maður vissan aldur til að læra á þetta,“ sagði Alfreð. „Maður sér eftir mörgu, maður hefði kannski átt að hætta tíu árum áður. Við ætluðum að fara að lifa lífinu og hafa það eins og við vildum. Akkúrat þegar við ætluðum að fara að njóta vinnu okkar fer þetta í hina áttina. Maður lærir hvað fjölskyldan, vinirnir og dagurinn í dag skiptir miklu máli. Og líka að í öllum þessum erfiðleikum voru ofboðslega falleg og skemmtileg móment á hverjum degi.“ Eitthvað sem maður getur aldrei sætt sig við Alfreð segist enn vera reiður yfir örlögum Köru og verði það áfram. En hann hefur notið aðstoðar góðra manna eins og Jóhanns Inga Gunnarssonar, fyrrverandi þjálfara hans og sálfræðing. „Þetta kemur á hverjum degi og á ólíklegustu tímum. Ég hugsa um að þetta sé eitthvað sem ég komi til með að þurfa að berjast við lengi. Þetta er eitthvað sem maður getur aldrei sætt sig við,“ sagði Alfreð. „Ég rætt heilmikið við Jóhann Inga og mér þykir vænt um að hann og fleiri hafa meldað sig. Ég er frekar lokaður einstaklingur að mörgu leyti hvað svona lagað er og flagga ekki tilfinningunum. En það er samt mjög mikilvægt að geta rætt þessi máli.“ Þýski handboltinn Ástin og lífið Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Sjá meira
Alfreð var gestur í hlaðvarpi Snorra Björnssonar þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um fráfall Köru. Hún veiktist 2019, skömmu eftir að Alfreð hætti að þjálfa Kiel. Eftir frí á San Sebastian á Spáni þar sem þau fögnuðu sextugsafmæli sínu dundi ógæfan yfir. „Þegar við sátum við morgunverðarborðið tók ég eftir að andlitið var aðeins slappara öðru megin. Við vorum að pæla í því hvað það var. Daginn eftir kom systir hennar í heimsókn og sá þetta líka. Eftir þessa helgi fórum við til Kiel í skoðun. Ég óttaðist að þetta væri vægt heilablóðfall en þá kom í ljós að hún var með krabbamein í heila,“ sagði Alfreð. Annað og stærra mein komið Meðferðin við krabbameininu gekk vel í fyrstu og Alfreð og Kara vonuðu það besta. En síðasta vor gerðust hlutirnir hratt. „Eftir sex umferðir leit allt mjög vel út þannig að við komum hingað heim fyrir rúmlega ári síðan og vorum bara mjög jákvæð og bjartsýn. Eftir það fór hún í næstu sex umferðir til að ganga vonandi frá þessu. En áður en þessar sex umferðir voru búnar vorum við farin að taka eftir að eitthvað væri ekki í lagi. Þá var komið annað og stærra mein. Við fengum niðurstöðu úr því í byrjun maí og 31. maí dó hún. Það gerðist mjög hratt,“ sagði Alfreð. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eOXo2__a-E8">watch on YouTube</a> „Þetta gerðist mjög hratt og var mikið áfall. Það góða, ef það er hægt að segja það, er að börnin, barnabörnin og systur hennar voru með henni allan þennan mánuð.“ Besti vinur minn og harðasti gagnrýnandinn Alfreð og Kara höfðu þekkst lengi og verið gift í rúmlega fjörutíu ár eins og áður sagði. „Það er kannski erfitt að segja hvenær við byrjuðum saman. Við vorum búin að þekkjast frá því við vorum fimmtán ára og byrjuðum saman sautján, átján ára. Hún var ekki bara konan mín heldur besti vinur minn og harðasti gagnrýnandi minn. Hún er stórkostlegasta manneskja sem ég hef kynnst,“ sagði Alfreð. Bannaði honum að hætta Hann var ekki lengi frá þjálfun eftir að hafa hætt með Kiel og tók við þýska landsliðinu í febrúar 2020. Alfreð ætlaði að hætta þegar veikindi Köru ágerðust en hún vildi ekki heyra á það minnst. „Einhvern tímann, sérstaklega þegar þetta leit rosalega vel út og að við myndum sigrast á þessu, var það eiginlega hún sem vildi að ég færi aftur í þetta, væri með landslið og væri meira heima,“ sagði Alfreð. „Síðan þegar þetta fór í hina áttina, þegar ég kom heim úr landsliðslotu og við fórum til læknis til að fá niðurstöðu úr prófunum, voru fyrstu viðbrögð hjá mér að segja að ég væri hættur. Ég segi upp hjá [þýska] sambandinu, við förum heim til Íslands og eigum saman tíma heima. Á þessum tíma gat hún ekki talað, bara sagt já eða nei. Og hún hvæsti á mig nei. Þá sagði ég að við færum samt heim en hún sagði nei.“ Gerði þetta með sinni reisn Hann segir að Kara hafi gert hlutina á sinn hátt, allt til loka. „Ég held að hún hefði getað lifað lengur. Hún var ótrúlega sterk. Hún vildi helst ekkert borða og lítið drekka. Mér fannst á henni að hún ætlaði að taka þessi lok sín eins og hún vildi gera þetta. Ég gabbaði hana nokkrum sinnum til að taka næringu í æð en það var ekki séns, ekki að ræða það. Hún gerði þetta með sinni reisn og meira að segja síðustu dagana vildi hún að barnabörnin færu heim.“ Berst við reiðina yfir þessari ósanngirni Alfreð segir að fráfall Köru hafi breytt sýn sinni á lífið og hvað það er sem skiptir öllu máli. „Við vorum mjög gott teymi og ég lærði mikið af henni. Hún er heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst. Í fyrsta lagi berst maður við reiðina yfir þessari ósanngirni. Ef einhver hefði ekki átt að lenda í þessu var það hún. Af þessu lærir maður að allt hitt skiptir engu máli. Hvað er mikilvægt við handboltaleik eða smá áhyggjur af einhverju þegar maður upplifir svona. Kannski þarf maður vissan aldur til að læra á þetta,“ sagði Alfreð. „Maður sér eftir mörgu, maður hefði kannski átt að hætta tíu árum áður. Við ætluðum að fara að lifa lífinu og hafa það eins og við vildum. Akkúrat þegar við ætluðum að fara að njóta vinnu okkar fer þetta í hina áttina. Maður lærir hvað fjölskyldan, vinirnir og dagurinn í dag skiptir miklu máli. Og líka að í öllum þessum erfiðleikum voru ofboðslega falleg og skemmtileg móment á hverjum degi.“ Eitthvað sem maður getur aldrei sætt sig við Alfreð segist enn vera reiður yfir örlögum Köru og verði það áfram. En hann hefur notið aðstoðar góðra manna eins og Jóhanns Inga Gunnarssonar, fyrrverandi þjálfara hans og sálfræðing. „Þetta kemur á hverjum degi og á ólíklegustu tímum. Ég hugsa um að þetta sé eitthvað sem ég komi til með að þurfa að berjast við lengi. Þetta er eitthvað sem maður getur aldrei sætt sig við,“ sagði Alfreð. „Ég rætt heilmikið við Jóhann Inga og mér þykir vænt um að hann og fleiri hafa meldað sig. Ég er frekar lokaður einstaklingur að mörgu leyti hvað svona lagað er og flagga ekki tilfinningunum. En það er samt mjög mikilvægt að geta rætt þessi máli.“
Þýski handboltinn Ástin og lífið Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Sjá meira