Lífið

Horft hefur verið á myndbandið 160 milljón sinnum á tveimur vikum

Stefán Árni Pálsson skrifar
MrBeast er ein allra vinsælasta YouTube-stjarna heims. 
MrBeast er ein allra vinsælasta YouTube-stjarna heims. 

Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix og er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi.

Þættirnir eru bannaðir innan sextán ára en virðast njóta mikilla vinsælda hjá yngri aldurshópum.

MrBeast er ein allra vinsælasta YouTube-stjarna heims og hefur yfir 84 milljónir fylgjendur á miðlinum. Jimmy Donaldson er maðurinn á bak við rásina en hann er fæddur árið 1998.

Í lok nóvember gaf MrBeast út myndband þar sem hann setti á svið raunverulegan Squid Games aðstæður.

456 manns tóku þátt og stóð einn uppi sem sigurvegari og fékk fyrir vikið 456 þúsund dollara eða því sem samsvarar um sextíu milljónir íslenskra króna.

Það sem gerir myndband MrBeast ótrúlegt er að á rúmlega tveimur vikum hefur verið horft á það 160 milljón sinnum á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.